Fréttablaðið - 06.05.2009, Page 22

Fréttablaðið - 06.05.2009, Page 22
„Við leggjum höfuðáherslu á hnit- miðað gæðaefni og að skora vel hjá google-leitarvélinni,“ segir Sigurþór Marteinn, sem opnaði upplýsinga- og þjónustuvefinn MyReykjavikInfo.com í félagi við Magnús Hafliðason í byrjun apríl. Viðtökur vefsins hafa verið framar vonum félaganna og nú þegar eru mörg af stærstu fyrir- tækjunum í ferðaiðnaðinum orðin þátttakendur í honum. Á MyReykjavikInfo.com er hægt að nálgast allar helstu upp- lýsingar um Ísland, bæði höf- uðborgarsvæðið og landsbyggð- ina. Það geta verið upplýsingar um veitingastaði, skemmtistaði, verslanir, flugfélög, helstu við- burði, hótel, bílaleigubíla og ýmislegt fleira. „Svo eru ýmsar nýjungar í honum líka. Það er til dæmis svokallaður „trip planner“ en í honum er hægt að skipuleggja fríið með því að draga inn í hann upplýsingar af síðunni (e. drag and drop). Hann er mjög þægileg- ur og einfaldur í notkun og ferða- menn geta dundað við að púsla inn í hann áður en þeir leggja af stað til landsins.“ Sem stendur er vefurinn á ensku en til stendur að hann verði líka á frönsku, þýsku, ítölsku, spænsku, einu Norðurlandamáli og vonandi íslensku upp úr miðju ári. MyReykjavikInfo er hluti af alþjóðlegu neti MyDestination- Info.com sem rekur upplýsinga- síður fyrir ferðamenn víðs vegar um heim. Þeir Sigurþór og Magn- ús, sem báðir eru markaðsmenn, sáu tækifæri í að koma vefnum upp hér og settu sig í samband við fyrirtækið. Þeir byrjuðu á að fá leyfi fyrir Reykjavík. Þegar þeir sáu hversu góðar viðtökurnar voru tryggðu þeir sér leyfi fyrir öll Norðurlöndin. „Norðurlönd- in eru að mörgu leyti eins og eitt markaðssvæði, til dæmis hvað varðar flugfélög, veitingahúsa- og hótelkeðjur, svo það er rökrétt að hafa upplýsingar um öll löndin aðgengilegar á einum stað.“ Kaup- mannahafnarvefurinn verður opn- aður á næstu dögum, Stokkhólm- ur í júní og vefir Osló og Helsinki seinna á árinu. Í dag eru tólf borgir hluti af MyDestinationInfo en áætlað er að þær verði 35 í lok árs. Stærsta verkefnið hingað til er vefurinn fyrir London sem verður opnaður 1. janúar með mikilli markaðsher- ferð. „Það má segja að við höfum hrasað um þennan þröskuld á réttum tíma. Það verður gaman að taka þátt í þessu verkefni og sjá það vaxa.“ holmfridur@frettabladid.is Auðvelda ferðafólki lífið Á MyReykjavikInfo.com geta ferðamenn nálgast allar mögulegar upplýsingar um Ísland. Viðbrögðin hafa verið gríðargóð. Stofnendur stefna lengra og opna síður á hinum Norðurlöndunum á næstu mánuðum. Þeir Sigurþór Marteinn og Magnús Hafliðason reka upplýsinga- og þjónustusíðuna MyReykjavikInfo.com. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AKRAFJALL er áfangastaður göngu á vegum ferðafélagsins Útivistar sem farin verður á sunnudaginn 10. maí. www.utivist.is Jón Gauti Jónsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum stingur upp á fjallgöngu við borgar- mörkin. „Ég sting upp á göngu á Móskarða- hnúka,“ svarar Jón Gauti Jóns- son, markaðsfulltrúi hjá Íslensk- um fjallaleiðsögumönnum, þegar hann er beðinn um uppástungu að góðri gönguleið rétt fyrir utan borgarmörkin. „Móskarðahnúkar eru leifar gamallar megineldstöðvar sem kennd er við Stardal,“ nefnir hann og í framhaldinu bendir hann á að þeir séu gerðir úr líparíti og því alltaf eins og þar sé flennisól. Beðinn um að lýsa ferðinni segir hann: „Ekinn er Þingvalla- vegur og þaðan er beygt til vinstri við afleggjarann að Hrafnhólum. Ekið er áleiðis að Þverárkoti og síðan farið áleiðis til hægri inn á sumarbústaðalandið inn undir Móskarðahnúka við Skarðsá.“ Jón Gauti bendir á að sumar- bústaðavegurinn henti reynd- ar ekki litlum bílum en innst við Skarðsá sé að finna ágætis bíla- stæði. Gangan upp fjallið tekur að hans sögn að jafnaði aðeins um tvær klukkustundir, en fram og til baka megi reikna með þremur til fjórum tímum. Hann mælir líka eindregið með, fyrir þá sem vilja ganga aðeins lengra, að ganga á alla tindana, það er að segja upp öll Móskörðin til vesturs, út að Laufskörðum og fara þar niður Skánardal. Ekki mega ferðalangar gleyma að taka með sér nesti, og ómiss- andi er að hafa meðferðis kort af svæðinu. Jón Gauti bendir fólki að lokum á að skoða vel myndakort af Esju frá Loftmyndum, en það gefur góða mynd af svæðinu. - vg Móskarðahnúkar innan seilingar Móskarðahnúkar eru úr líparíti og því alltaf bjart þar um að litast. MYND/ÚR EINKASAFNI ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.