Fréttablaðið - 06.05.2009, Side 30

Fréttablaðið - 06.05.2009, Side 30
MARKAÐURINN 6. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... V I K U L E G V E F R Á Ð Í B O Ð I A L L R A Á T T A ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur- inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. Fyrirtæki setur jafnan upp heimasíðu til að kynna sig og starfsemi sína. Vefsíðan er auglýst með ýmsum hætti og smám saman fjölgar gestum að garði. Það nægir þó ekki að fá heimsóknir á vef- síðuna; hún þarf að höfða til gestanna. Sumir átta sig ekki á, að heimasíður fyrir- tækja snúast hvorki um fyrirtækið né vöru eða þjónustu þess, heldur fyrst og fremst um núver- andi eða væntanlega viðskiptavini. Þeir netverjar, sem heimsækja fyrirtækissíðu, gera það því þeir eiga þangað erindi. Þeir leita upplýsinga um vöru og/eða þjónustu og, ef þær finnast mjög fljótlega, ákveða þeir hvort skuli skipta við umrætt fyrir- tæki eða athuga, hvort samkeppnisaðilar bjóði betur. Þeir athuga þá ekki aðeins verðlag, held- ur hvaða fyrirtæki virðist helst traustvekjandi og líklegri til að bjóða vandaða vöru og þjónustu. Þá ræður jafnan mestu upplifun þeirra af vefsíðu fyrirtæksins, innhaldi hennar, útliti og viðmóti. Fyrirtækisvefsíða þarf því að hafa eitthvað markvert í boði, svo gesturinn staldri við, leiti frekari upplýsinga og ákveði síðan að skipta við fyrirtækið, eða snúa aftur þegar samanburði er lokið. Vefsíðan þarf að tala til gestanna á skiljanlegu máli og bjóða upp á eitthvað sem þeir hafa áhuga á. Að öðrum kosti er ólíklegt að hún skili fyrirtækinu tilætluðum árangri. Með markvissri uppsetningu síðunnar og góðri internetráðgjöf geta fyrirtæki bætt ímynd sína enn frekar, fjölgað heimsóknum og aukið sölu. Þannig græða bæði fyrirtæki og við- skiptavinir; „win-win situation“, eins og engilsax- ar segja. Gæðamunur á heimasíðum getur skipt sköpum um hvort fyrirtæki dafni eður ei. Ef spurningar vakna bendum við lesendum á að leita til sérfræðinga, því mestur árangur næst með fagmennsku í fyrirrúmi. Skilar heimasíðan árangri? Skilvirk miðlun upplýsinga er ein af grunnforsendum þess að frjáls markaður fái þrifist með eðlileg- um hætti. Sú krafa sem uppi hefur verið í samfélaginu um aukið gagnsæi með bættu aðgengi að upplýsingum á öllum sviðum er því bæði sjálfsögð og æskileg. Það er til að mynda eðlileg krafa til stjórnvalda að upplýst sé um raunverulega stöðu hagkerfis- ins og fyrirætlanir til framtíð- ar. Það er einnig eðlilegt, eins og ítrekað var krafist fyrir síðustu kosningar, að stjórnmálaflokkar geri grein fyrir framtíðarstefnu í helstu hagsmunamálum íslenskra heimila og fyrirtækja, t.a.m. hvað varðar peningastefnu, ríkisfjár- mál, atvinnustefnu og hlutverk ríkisins í atvinnurekstri. Skilvirk upplýsingamiðlun um helstu hags- munamál eykur líkur á að þátt- takendur í hagkerfinu taki skyn- samar ákvarðanir byggðar á rétt- um forsendum, hvort sem um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir eða stjórnvöld. Þannig er hlutaðeigandi gert kleift að leggjast markvisst á árarnar og búa í haginn til framtíðar, fyrir sig og fyrir hagkerfið í heild. Þó með réttu megi gagnrýna yfirvöld og stjórnmálaflokka fyrir slælega upplýsingagjöf og óljós svör við flestum aðkallandi spurningum í aðdraganda kosning- anna er einnig ljóst að í ranni við- skiptalífs er ýmislegt sem betur má fara. Þetta sést glögglega í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup, en þar kemur fram að tæplega 80% landsmanna telja spillingu ríkja í viðskiptalífinu. Þessu viðhorfi verður að breyta – með beinum aðgerðum af hálfu viðskiptalífs – enda um að ræða forsendu þess að hér geti þrifist kraftmikið og heilbrigt atvinnulíf til lengri tíma. Þar sem ógagnsæi og upplýsinga- skortur eru helsta eldsneyti við- horfa tortryggni blasir við að á þeim má m.a. vinna með skilvirk- ari miðlun upplýsinga úr rekstri fyrirtækja. Grunnupplýsingar um rekstur fyrirtækja er að finna í ársreikn- ingum. Samkvæmt lögum eiga rekstraraðilar að skila ársreikn- ing fyrir árið á undan eigi síðar en í lok ágúst ár hvert. Þó svo nægt svigrúm sé til skila af þessu tagi, hefur verulega skort á að íslensk fyrirtæki fari að ofangreind- um lögum. Sem dæmi má nefna að í lok ágúst á síð- asta ári höfðu aðeins 12% fyrirtækja hér á landi skil- a ð á r s - reikningi fyrir árið 2007 til árs- reikningaskrár. Enn í dag, ríflega hálfu ári eftir eindaga ársreikn- ingaskila, á um fjórðungur ís- lenskra fyrirtækja eftir að skila reikningi fyrir árið 2007. Að auki hefur um fimmtungur fyrirtækja ekki skilað ársreikningum fyrir árið 2006 og því miður eru einn- ig fjölmörg dæmi um að fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningum svo árum skipti. Það er athyglisvert að vanskil ársreikninga virðast heimatilbúið vandamál sem vart þekkist í ná- grannalöndum okkar. Ástæðan er líklega sú að erlendis hafa yfirvöld víðtækari refsiheimildir við van- skilum, t.a.m. í formi fjársekta, inngripa í starfsemi fyrirtækja og jafnvel afskráningu þeirra ef aðrar aðgerðir bera ekki árang- ur. Íslenskir embættismenn hafa þegar viðrað hugmyndir um hert viðurlög við vanskilum ársreikn- inga og í ljósi sögu slælegra skila er varla hægt að gera athuga- semdir við þær. Þetta er einung- is eitt birtingarform þess hversu mikilvægt opið samstarf milli stjórnvalda og atvinnulífs er, þar sem báðir aðilar axla sína ábyrgð. Fari það samstarf úr skorðum kallar það á viðbrögð sem oft bitna á þeim sem síst skyldi. Til að auka á gegnsæi og um leið trúverðugleika viðskiptalífs er mikilvægt að uppræta sérís- lensk vandamál líkt og það sem hér um ræðir. Fyrir því eru marg- ar hagnýtar ástæður, sem allar lúta að trúverðugleika, bæði innanlands og utan. Almennt má segja að bætt upplýsingamiðlun sé til þess fallin að draga úr van- trú og tortryggni í garð íslensks viðskiptalífs og liðka þannig við viðskiptum. Birtingarmyndirn- ar eru margvíslegar, allt frá því að auka líkur á því að greiðslur frá íslenskum fyrirtækjum fáist tryggðar hjá erlendum greiðslu- tryggingarfyrirtækjum til þess að styðja við enduruppbyggingu markaðar með fyrirtækjaskulda- bréf, sem mjög er þörf á í þeirri endurreisn íslensks atvinnulífs sem framundan er. Það er ljóst að ákall um aukið gegnsæi og upplýsingamiðlun á við um flesta þátttakendur í ís- lensku hagkerfi; stjórnvöld, stofn- anir og viðskiptalíf. Til að hraða enduruppbyggingu hagkerfis- ins og almennum bata í sam- félaginu er brýnt að verða við því kalli. Íslensk fyrirtæki geta gengið á undan með góðu for- dæmi – og eiga að gera – til að mynda með því að standa tíman- legar skil á lögbundnum rekstrar- upplýsingum. Jafnvel væri hægt að ganga lengra og fara fram úr þeirri formlegu upplýsinga- skyldu sem lögð er á herðar við- skiptalífs, eins og einhver dæmi eru um á undanförnum dögum. Þannig sýna rekstraraðilar gott fordæmi og vinna að eigin hags- munum, hagsmunum atvinnulífs og þjóðarinnar í heild. REIKNINGSSKIL Greinarhöfundur bendir á þá brotalöm sem verið hefur í skilum fyrir- tækja á ársreikningum og hvernig slík hegðan gangi gegn kröfu um gagnsæi og skilvirka upplýsingamiðlun. MARKAÐURINN/VILHELM Upplýsingagjöf og gagnsæi Finnur Oddsson fram kvæmda- stjóri Við skipta ráðs Íslands. O R Ð Í B E L G www.8 . is Jón Traust i Snor rason f ramkvæmdast jó r i A l l ra Át ta ehf . Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Áframhaldandi varfærnar stýrivaxtalækkanir um 100 til 150 punkta þar sem óvissa ríkir um áframhaldið leiða þjóðina ekki annað en í ógöng- ur. Efnahagslægðin sem við göngum í gegnum verður dýpri og lang- vinnari en ella og enn frekar dregur úr trausti umheimsins á íslenskri efnahagsstjórn. Þetta er álit skuggabankastjórnar Markaðarins sem birtist í blaðinu í dag. Skuggabankastjórnin færir veigamikil rök fyrir þeirri skoðun sinni að nú sé kominn tími á breytt vinnulag peningastefnunefndar Seðlabank- ans og látið verði af varfærnum skrefum í ákvarðanatöku um stýrivexti. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað hvað það er í íslensku efnahags- umhverfi sem kallar á hærri raunstýri- vexti en nokkurs staðar annars staðar þekkjast. Sú sérstaða má vera mikil, sér í lagi þegar horft er til þess að landið býr við gjaldeyrishöft sem verja gengi krón- unnar og efnahagslíf sem er að kikna, ef ekki í dauðateygjunum vegna vaxtapín- ingar. Á sama tíma og atvinnuleysi fær- ist í vöxt er fyrirtækjum gert ókleift að auka við starfsemi sína eða leggja í fjár- festingar vegna vaxtaokursins. Vera má að enn þurfi þjóðin að blæða fyrir drátt á nauðsynlegum stefnumark- andi ákvörðunum, svo sem um framtíð- arskipan peningamála. Skýr sýn í þeim efnum er forsenda þess að aflétta megi gjaldeyrishöftum og byggja á ný tiltrún- að. Aðstæðurnar sem þjóðin er í með hrun- inn gjaldmiðil og fjármálakerfi í miðri efnahagslægð eru um margt einstakar og ríður því á að láta af kreddukenndum ákvörðunum sem byggja á fræðum sem löngu hafa sýnt sig að eiga hér ekki við. Stjórn Seðlabanka Íslands á peningamálum og fjármálastöðug- leika brást og leita þarf nýrra leiða. Þetta þarf peningastefnunefnd bank- ans að hafa í huga í ákvörðunum sínum og óskandi að hún fari vandlega yfir þau rök sem skuggabankastjórnin hefur fram að færa. „Almenn skilyrði í þjóðarbúskapnum einkennast af alvarlegri kólnun, óviðunandi starfsskilyrðum fyrirtækja vegna óhóflegs fjármagnskostn- aðar og vaxandi atvinnuleysi í kjölfarið. Í þessu ljósi er löngu tímabært að ákveða myndarlega lækkun stýrivaxta nú þegar og leggja fram áætl- un um frekari lækkun vaxta á komandi tíð,“ segir Ólafur Ísleifsson lekt- or, sem situr í skuggabankastjórn Markaðarins, í rökstuðningi sínum í blaðinu í dag. Þá segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinn- ar, ekki vafa í sínum huga á að besta leiðin til að forða of djúpri dýfu í efnahagsmálum og óþörfum þjáningum sé umskipti í vaxtamálum. „Að- ferðafræðin sem fylgt hefur verið um litlar breytingar og að sjá síðan til er einfaldlega ekki viðeigandi lengur, ef ekki beinlínis hættuleg,“ segir hann og gefur lítið fyrir rök í þá veru að trúverðugleika stjórn- ar í peningamálum kunni að vera teflt í tvísýnu séu stærri skref tekin í vaxtalækkunum. „Ég tel hins vegar að trúverðugleika okkar sé teflt í tvísýnu ef við getum ekki sannfært umheiminn um að hærri raunstýri- vextir en í helstu hávaxtalöndum séu skaðlegir fyrir íslenskt efnahags- líf,“ segir hann. Skuggabankastjórnin kallar á stefnubreytingu í vaxtaákvörðunum og framsetningu þeirra um leið og hún mælist til þess að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið og stefnt að upptöku evru. Öðru- vísi verði erfitt að renna stoðum undir trúverðuga hagstjórn og mynt hér á landi. Undir þessi sjónarmið er óhætt að taka. Á morgun verður kynnt ákvörðun peningastefnu- nefndar Seðlabanka Íslands um stýrivexti. Enn er kallað á veg- lega lækkun vaxta Óli Kristján Ármannsson Aðstæðurnar sem þjóðin er í með hrun- inn gjaldmiðil og fjármálakerfi í miðri efnahagslægð eru um margt einstakar og ríður því á að láta af kreddukenndum ákvörðunum sem byggja á fræðum sem löngu hafa sýnt sig að eiga hér ekki við.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.