Fréttablaðið - 06.05.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 06.05.2009, Síða 32
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Eins og kunnugt er kynnti banda- ríski leikstjórinn David Lynch áhugasömum Frónbúum inn- hverfa íhugun um síðustu helgi. Leikstjórinn heldur því fram að með íhugun megi bæta andlegt ástand mörlandans og færa það upp á nýtt svið í margvíslegum skilningi orðsins. Stefnt er að því að safna saman hópi fólks til að ýta landinu með hugleiðslu upp úr þeim spólförum sem það situr í. Ef vel gengur má geta sér þess til að Lynch fái stöðu sendifull- trúa andlega sviðsins hér á landi og muni sitja við hlið Franeks Rozwadowski sendi- fulltrúa sem sinn- ir ytri og verald- legu hliðinni í nafni Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins. Sendifulltrúi andlega sviðsins 70 prósentum munar á verði fasteigna á Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu sam-kvæmt tölum Fasteignaskrár um þróun íbúða- verðs á síðasta ári. Verðið er lægra fyrir vestan. 1.111milljóna króna tap varð á rekstri N1 hf. eftir skatta á síðasta ári, samanborið við 860,9 milljóna króna hagnað á árinu 2007. 11,9 prósenta verðbólga var í apríl samkvæmt mælingu Hagstofu Ísland og hefur hún ekki verið minni síðan í apríl í fyrra, þótt mælingin væri lítillega yfir væntingum. Nefnd sem metur hæfi umsækj- enda um starf seðlabankastjóra lýkur störfum 28. maí. Allmargir sóttu um og skrafar áhugafólk um hagfræði og peningamála- stjórn nokkuð um málið. Margir hafa viljað meina að búið væri að eyrnamerkja starfið fyrrum aðalhagfræðingi Seðlabankans, Má Guðmundssyni. Síðan kynni að verða til samstíga par með því að skipa Arnór Sighvatsson (sem var aðalhagfræðingur þar til fyrir skömmu) aðstoð- arseðlabankastjóra. „Dýnamískt dúó“ mætti hins vegar búa til með því að skipa Yngva Örn Kristinsson, fyrrum yfirmann verðbréfasviðs Landsbankans, sem aðstoðarseðlabankastjóra, en hann þykir hafa margt til brunns að bera í starfið. Dýnamískt dúó eða samstíga par? Aðrir telja óvarlegt að gefa sér nokkuð um niðurstöðu í ráðning- armálum Seðlabankans. Draugar fortíðar í Landsbankanum kunni að verða til þess að Yngvi Örn þyki ekki vænlegur kostur. Þá sé Már Guðmundsson ekki held- ur laus við fortíðarvanda, enda sé hann, þótt enginn efist um hæfi hans og tengsl í alþjóðleg- um bankaheimi, einn af höfund- um peningastefnunnar sem hér hefur verið rekin síðustu ár, með hörmulegum árangri. Krónan hafi jú hrunið á undan fjármála- kerfinu. Sama gildi um Tryggva Pálsson, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Seðla bankans. Því þurfi að kalla nýtt fólk að stjórn Seðlabankans og heyrist þá nafn Þor vald ar Gylfasonar háskólaprófessors oft- ast nefnt. Grugg er meira í spákúlunni þegar að því kemur að spá fyrir um hver verði aðstoðar- bankastjóri. Eða algjör uppstokkun?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.