Fréttablaðið - 06.05.2009, Síða 34
18 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Enn einn dag-
urinn! Guð-
minngóður!
Erfiðið!
Opnun á húddi:
5000 krónur.
Og þá er
það hádeg-
ismatur.
Hmm. Ætti maður
að rukka fyrir að lyfta
vélinni? Jú ætli það
ekki!
Palli, viltu vera
svo vænn að
setja bollana
í uppþvotta-
vélina og setja
hana af stað.
Hvernig
eiga
þeir að
snúa?
Botninn upp,
auðvitað.
Þvottaefni?
Já, fylltu
bara litla
hólfið. Klór?
Nei! Maður
notar það
bara á föt!
Ég skal
segja þér
það...
Getur
maður þá
þvegið
leirtau
og föt
saman?
En ekki öll
föt, bara
hvít.
Gleymdu
þessu! Ég
geri þetta
sjálf!
Enn og
aftur er það
erfiðasta
sem ég geri
að fá hjálp
frá þér.
Ég er
ósnertan-
legur!
Hin alsjáandi
spákona
Sirrý
Vá, rekin
eftir tvo
daga!
Ekki sá
ég það
fyrir!
Stærðfræði
með
Mjása
og
Lalla
Einn...
... mínus einn...
Á
Samasem...
Ekkert.
Lóa? Lóa? Hafið þið séð Lóu?
Já, hún er
beint fyrir
aftan þig.
Ó.
Það er
miklu
skemmti-
legra hérna
eftir að
Lóa fór að
skríða.
Já, það er
gaman þegar
mamma hristir
hausinn og
muldrar svona.
Ég er svo heppin að fá að vera með íslenska Eurovisionhópnum í Moskvu. Aðdáendur keppninnar eru komnir alls
staðar að til að fylgjast með og hér er fólk
sem pantaði sér hótelgistingu og flugfar á
keppnina um leið og það lá fyrir hvar hún
yrði haldin. Fyrir mörgum er Eurovision
árlegur viðburður líkt og skíða-, golf- eða
sólarlandaferðir eru fyrir aðra og á hótelinu
okkar er til dæmis maður frá Suður-Afríku
sem vill endilega fá undirspilið af Is it true,
til að gefa það út á afrikaans.
Ég hef aldrei áður komið til Rússlands
og var í raun ekki búin að gera mér neina
hugmynd um hvernig það yrði. Ég vissi
reyndar að Moskva hefur lengi verið ein
dýrasta borg í heimi og það er vissulega
satt. Allt á hótelinu er á uppsprengdu
verði, hvort sem það er samloka,
vatnsflaska eða internetaðgangur, og
matvörubúðin í nágrenninu er dýrari
en dýrustu matvöruverslanir á Íslandi.
Sem betur fer höfum við okkur til halds
og trausts þau Igor og Júlíu sem eru ungir
Rússar í sjálfboðavinnu fyrir keppnina.
Þau hafa gefið okkur góð ráð og meðal ann-
ars passað upp á að við séum ekki snuðuð í
leigubílunum, sem eiga það víst til að keyra
með útlendinga um alla borgina og rukka
svo formúu fyrir.
Eins og gefur að skilja er öryggisgæsla
í kringum Ólympíuhöllina mjög ströng.
Allar handtöskur eru grandskoðaðar áður
en manni er hleypt inn og nauðsynlegt er að
hafa Eurovisionpassann um hálsinn allan
tímann. Allt er þetta þaulskipulagt og hver
mínúta í dagskránni er planlögð. Það er
eitt stórt ævintýri að vera hér og fylgjast
með undirbúningnum, sem gengur vonum
framar hjá íslenska hópnum, og það verð-
ur spennandi að fylgjast með löndum okkar
stíga á svið á þriðjudaginn.
Eurovision beint í æð
NOKKUR ORÐ
Alma
Guðmundsdóttir