Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.05.2009, Blaðsíða 38
22 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 14 14 16 L L L L BOAT THAT ROCKED kl. 8 - 10.10 X-MEN WOLVERINE kl. 6 - 8 - 10 DRAUMALANDIÐ kl. 6 12 14 L BOAT THAT ROCKED kl. 5.20 - 8 - 10.40 X-MEN WOLVERINE D kl. 5.40 - 8 - 10.20 X-MEN WOLVERINE LÚXUS D kl. 5.40 - 8 - 10.20 CRANK 2: HIGH VOLTAGE kl. 8 - 10.10 17 AGAIN kl. 3.40 - 5.50 -8 - 10.10 DRAUMALANDIÐ kl. 4 - 6 MÚMÍNÁLFARNIR kl. 3.50 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 5% 12 14 12 L BOAT THAT ROCKED kl. 6 - 9 X-MEN WOLVERINE kl. 6.30 - 9 I LOVE YOU MAN kl. 5.40 - 8 - 10.15 DRAUMALANDIÐ kl. 6 - 8 - 10 SÍMI 530 1919 12 12 12 16 STATE OF PLAY kl.5.30 - 8 - 10.30 I LOVE YOU MAN kl. 5.40 - 8 - 10.15 FAST AND FURIOUS kl. 5.40 - 8 - 10.15 CRANK 2: HIGH VOLTAGE kl. 5.50 - 8 - 10.10 VINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG! SÍMI 551 9000 kl. 8 - 10:20 12 I LOVE YOU MAN kl. 8 12 FAST & FURIOUS kl. 10:20 12 X MEN kl. 5:40 - 8D - 10:20D 16 X MEN kl. 8 - 10:20 VIP NEW IN TOWN kl. 5:50 - 8 - 10:20 L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl. tali kl. 6 L OBSERVE AND REPORT kl. 8 - 10:20 16 OBSERVE AND REPORT kl. 5:50 VIP 17 AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20 L I LOVE YOU MAN kl. 8 12 KNOWING kl. 10:20 12 MONSTERS ALIENS m/ísl. tali kl. 5:50 L NEW IN TOWN kl. 8:20 - 10:20 L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl. tali kl. 6 L THE UNBORN kl. 10:30 16 OBSERVE AND REPORT kl. 10:20D 16 MONSTERS VS ALIENS m/ísl. tali kl. 6(3D) L BAADER MEINHOF COMPLEX kl. 5:40 Síð. sýn. 16 LET THE RIGHT ONE IN kl. 8 16 17 AGAIN kl. 8 L PUSH kl. 8 12 BOY IN THE STRIPED PAYJAMAS kl. 10:10 12 KNOWING kl. 10:10 12 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl. tali kl. 6 L THE UNBORN kl. 8 16 MONSTERS VS ALIENS m/ísl. tali kl. 6 L STATE OF PLAY kl. 8 12 HEIMSFRUMSÝNING Á FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS. MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF Í BÍÓ! Hið sígilda ævintýri er loksins komið í bíó. Frábær fjölskylduskemmtun. ísl. tal. ÞRIÐJUDAGSBÍÓ - Í DAG - KR. 500 GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D - bara lúxus Sími: 553 2075 X-MEN ORIGINS:WOLVERINE kl. 5.50, 8 og 10.10-POWER 14 CRANK 2 HIGH VOLTAGE kl. 8 og 10 16 STATE OF PLAY kl. 8 og 10.30 12 MÚMÍNÁLFARNIR (650kr.) kl. 6 - Íslenskt tal L VILLTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.50 12 POWERSÝNING KL. 10.10 ATH! 500 kr. Um þrjú hundruð íslenskum flytj- endum var hleypt inn á tónlist- arsíðuna Gogoyoko.com fyrir skömmu. Heimasíðan hefur verið í undirbúningi undanfarin misseri og verður líklega opnuð í sumar. „Þetta þýðir að þeir geta byrj- að að prufa kerfið og geta sett tón- listina sína í sölu,“ segir Eldar Ást- þórsson hjá Gogoyoko. „Þeir geta undirbúið sig undir það þegar Gog- oyoko opnar.“ Alls eru tæplega fimm hundruð flytjendur á síð- unni, þar af um hundrað erlend- ir og fer hópurinn ört stækk- andi. „Listamenn hafa tekið þessu fagnandi. Þeim finnst spennandi að það sé kominn nýr vettvang- ur fyrir þá til að selja og kynna tónlistina sína,“ segir Eldar. „Við höfum fengið góð viðbrögð bæði frá stærri listamönnum og minni og það gefur okkur góð fyrirheit um að þetta sé á réttri leið.“ Eins og áður sagði vonast Eldar til að síðan verði opnuð í sumar. „Við erum enn með þetta í lokuðu prufunarumhverfi en við erum að opna þetta meira og meira og bjóða fleirum og fleirum inn.“ Á meðal þeirra sem hafa skráð sig inn á síðuna og sett þangað lög eru Sigur Rós, Hjaltalín og erlendu sveitirnar Grizzly Bear og Timbuktu. - fb Þrjú hundruð hleypt inn ELDAR ÁSTÞÓRSSON Gogoyoko.com hefur fengið mjög góð viðbrögð bæði innlendra og erlendra listamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Tónlistarmaðurinn Seth Sharp þarf að mæta fyrir dóm í næstu viku. Yale- háskólinn krefur hann um skólagjöld. Seth er ósáttur. „Ég hefði haldið að Yale hefði eitt- hvað betra við tímann sinn að gera,“ segir tónlistarmaðurinn Seth Sharp. Hinn virti bandaríski háskóli Yale hefur höfðað mál gegn honum vegna vangoldinna skóla- gjalda. Málið verður tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á mánudag- inn. „Ég hef sungið í Hvíta húsinu og í Afríku fyrir bandaríska sendi- ráðið. Það er ótrúlegt að Yale skuli gera þetta einhverjum sem hefur verið svona góður sendiherra fyrir skólann. Mér finnst þetta ekki mikil kurteisi,“ segir Seth, sem tók þátt í X-Factor hér um árið. Forsaga málsins er sú að þegar Seth stundaði nám við Yale var hann þar á skólastyrk. Tveimur árum eftir að náminu lauk krafðist skólinn þess aftur á móti að hann skyldi sjálfur borga skólagjöldin og þurfti hann að taka einkalán hjá skólanum fyrir þeim. „Yale segir að ég hafi aldrei greitt krónu af láninu en samkvæmt þeirra eigin gögnum er það ekki rétt,“ útskýr- ir Seth. Bætir hann við að lánið hafi fyrnst síðan hann tók það og á hann því ekki að þurfa að greiða það upp samkvæmt bandarískum lögum. Því hafi Yale ákveðið að höfða málið hér á landi í von um að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Krefj- ast lögfræðingar skólans þriggja milljóna króna greiðslu en upphaf- lega lánið hljóðaði upp á fimm þús- und dollara, eða rúmar 600 þúsund krónur. „Það er mjög dapurt hjá þeim að gera þetta,“ segir hann. Ástæðan fyrir því að Seth var sjálfur látinn borga námsgjöldin er sú að þegar hann var við nám í Yale brann hús fjölskyldu hans í hræðilegum eldsvoða þar sem faðir hans lét lífið. Þar töpuðust mikilvæg gögn tengd skólagöng- unni sem hann þurfti á að halda og í framhaldinu hafði Yale vald til að endurkalla námslánið. „Þegar eldsvoðinn varð voru allir mjög skilningsríkir hjá skólanum en tveimur árum eftir að ég útskrif- aðist þá segja þeir: „Við leyfðum þér að útskrifast en núna skuld- ar þú okkur skólagjöld. Þú berð núna ábyrgð á því sem gerðist fyrir tveimur árum.“ Ég var mjög reiður að þeir skyldu gera svona lagað. Mér finnst kjánalegt að þeir skuli höfða svona fáránlegt mál á Íslandi og reyni að gabba íslenska dómskerfið á þennan hátt.“ segir Seth. Seth er vongóður um að vinna málið: „Síðar meir get ég sagt barnabörnunum að Seth hafi barist með kjafti og klóm við hina miklu stofnun Yale. Ef dæmt verður mér í hag verður þetta gott dæmi um að stór stofnun reyni að fara til ann- arra landa og spila þar eftir öðrum reglum en eru í gildi í heimalandi sínu.“ freyr@frettabladid.is Seth krafinn um milljónir SETH SHARP Bandaríski háskólinn Yale hefur höfðað mál gegn tónlistarmanninum Seth Sharp. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.