Fréttablaðið - 06.05.2009, Page 40
24 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
> LYKILMAÐURINN
Hólmar Örn Rúnarsson styrkti lið Keflavíkur gríðar-
lega mikið er hann gekk aftur í raðir liðsins frá Silkeborg
í Danmörku skömmu fyrir tímabilið í fyrra. Hann var einn
besti leikmaður mótsins og átti ríkan þátt í velgengni
Keflavíkurliðsins sem að
lokum varð að sætta
sig við annað sæti
deildarinnar. Það
mun jafnvel mæða
enn meira á honum í
sumar þar sem Keflavík
hefur misst marga sterka
leikmenn frá síðasta ári.
FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR KEFLAVÍK 4. SÆTINU Í PEPSI-DEILDINNI 2009
GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2008 2. sæti í A-deild 2007 6. sæti í A-deild 2006 4. sæti í A-deild 2005 4. sæti í A-deild 2004 5. sæti í A-deild 2003 1. sæti í B-deild
JÓHANN B.
GUÐMUNDSSON
SÍMUN
SAMUELSEN
GUÐJÓN ÁRNI
ANTONÍUSSON
GENGI Á VORMÓTUNUM
Sigrar Jafntefl i Töp
2
3
> X-FAKTORINN
Markvörður og miðverðir
Keflavíkur frá síðasta tímabili verða
ekki með í sumar. Ómar Jóhannsson
markvörður er meiddur og þrír
miðverðir fóru frá liðinu í vetur. Það
verður því nýtt hjarta sem mun slá í
vörn Keflavíkurliðsins í sumar.
Keflavík var hársbreidd frá því að vinna Íslands-
meistaratitilinn síðasta sumar en missti hann
í hendur FH-inga í lokaumferðinni. Síðan þá
hefur liðið misst nokkra lykilmenn og segir
Kristján Guðmundsson, þjálfari liðsins, að það
muni um minna.
„Hryggjarstykkið fór úr liðinu. Mér finnst
því verið að spá okkur töluvert betra gengi en
miðað við það sem á hefur gengið í okkar leik-
mannamálum. En sennilega er þetta áunnin
virðing fyrir því sem við höfum verið að
gera undanfarin ár. Ég met það allavega
þannig,” segir Kristján.
Hann segir undirbúningstímabilið hafa
gengið þokkalega. „Við höfum verið köflóttir í
okkar leikjum í vetur en fórum til Portúgals í
æfingaferð sem kemur til með að skila miklu
inn í mótið fyrir okkur. Ég er öruggur á því,”
segir Kristján. „En annars tel ég það ósann-
gjarnt að ætlast til þess að liði spili alveg eins
og í fyrra. Við munum vissulega reyna eins og
við getum en ég tel að væntingarnar í okkar
garð fyrir tímabilið séu fullmiklar.”
Keflavík hefur misst átta leikmenn frá síðasta
tímabili en fengið fjóra í staðinn, þar af tvo
erlenda leikmenn. Þó nokkur lið hafa verið
að bæta við sig erlendum leikmönnum á
lokasprettinum fyrir mót og segir Kristján það
ekki endilega víst að deildin verði lakari nú en
í fyrra.
„Kannski að munurinn á fjölda útlendinga á
milli ára í deildinni verði ekki mikill þegar upp
er staðið. En ég held að deildin verði mjög jöfn
og lið svipuð að styrkleika. Það verða líka lið
sem munu koma mjög á óvart.“
Hryggjarstykkið fór úr liðinu
AÐRIR
LYKILMENN
KÖRFUBOLTI Þjálfarinn Benedikt
Guðmundsson rær á ný mið á
næstu leiktíð. Eftir að hafa gert
karlalið KR að Íslandsmeisturum
í annað sinn í vor hefur hann nú
samþykkt að taka að sér þjálfun
kvennaliðs félagsins næsta vetur.
„Ég veit svo sem lítið um kvenna-
þjálfun, en ég kem til með að þjálfa
þetta lið alveg eins og ég hef allt-
af þjálfað. Ég vona að stelpurnar
aðlagist mér, því það er örugglega
allt of seint að reyna að breyta
svona gömlum hundi eins og mér,“
segir Benedikt léttur í samtali við
Fréttablaðið.
Spurður hvort hann eigi von á
að skamma stelpurnar jafn mikið
og strákana þegar liðið er ekki að
standa sig segir Benedikt: „Ég
hef nú oft reynt að mýkja mig
upp í þessari þjálfun en það hefur
ekki tekist til þessa. Leikmenn og
dómarar hafa bara lært að taka
mér eins og ég er og vonandi gera
stelpurnar það líka,“ sagði Bene-
dikt og bætir við að hann taki við
góðu búi.
„Þetta er virkilega skemmtilegt
lið sem ég er að taka við og ef þær
aðlagast mér fljótlega held ég að
þetta verði gaman. Ég er að taka
við mjög góðu búi. Þessar stelp-
ur eru með mikinn metnað og æfa
vel. Það verður fínt að vinna með
þeim.“
En kom ekki til greina að fara
frá KR? „Maður er auðvitað KR-
ingur og þegar á reyndi var niður-
staðan sú að mig langaði að halda
áfram. Það voru nokkur félög
í sambandi við mig sem fengu
mig til að hugsa málið, en ég er í
góðri vinnu hjá KR og er partur
af skemmtilegu teymi sem ég vil
halda áfram að vinna með,“ sagði
Benedikt og reiknar með að vænt-
ingarnar til liðsins verði miklar.
„ É g m a n aldrei eftir KR
öðruvísi en með himinháar
kröfur, svo maður þekk-
ir ekkert annað. Ég hef
trú á þessu liði en það
verður auðvitað erf-
itt að toppa árangur
síðustu ára,“ sagði
Benedikt en KR
varð bikarmeist-
ari í vetur og
var hársbreidd
frá því að vinna
Íslandsmeistara-
titilinn í vor.
„Svo getur auð-
vitað vel verið að ég
sé skelfilegur kvenna-
þjálfari og þetta springi
allt í höndunum á mér.
Ég ræð að minnsta kosti
ekkert við dóttur mína,
svo það er ekkert víst að
ég ráði við heilt kvenna-
lið,“ segir Benedikt kím-
inn. baldur@365.is
Getur vel verið að ég sé
skelfilegur kvennaþjálfari
Benedikt Guðmundsson hefur samþykkt að taka að sér þjálfun kvennaliðs
KR í körfubolta á næstu leiktíð. Hann hefur gert karlalið KR tvívegis að
Íslandsmeisturum síðastliðin þrjú tímabil og var kjörinn þjálfari ársins nú í vor.
BENEDIKT
GUÐMUNDS-
SON
Á leið úr
karlakörfunni í
kvennakörfuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Þróttarar hafa boðið til
nýbreytni í samningum félagsins
við styrktaraðila fyrir komandi
knattspyrnusumar sem hefst nú
um helgina. Félagið hefur komið
á fót verkefni sem nefnist Banda-
lagið og er regnhlífakerfi fyrir
marga smærri styrktaraðila í stað
þess að fá einn stóran styrktar-
aðila fyrir félagið.
Ásmundur Vilhelmsson, formað-
ur knattspyrnudeildar Þróttar,
segir þetta gert að danskri fyr-
irmynd. „Við höfum lengi verið
í samstarfi við Herfölge í Dan-
mörku og það félag hefur not-
ast við álíka kerfi í nokkur ár og
reynst vel.“
Í stað auglýsingar frá fyrir-
tæki á búningi Þróttar verður nú
merki Bandalagsins. Fljótlega
verður vefsíðunni bandalagid.is
hleypt af stokkunum og verður
það einn vettvangur þeirra fyrir-
tækja sem vilja auglýsa sig með
þeim hætti.
„Fyrirtæki fá einnig auglýs-
ingaskilti á vellinum og félags-
svæði, merki á viðtalsveggi og
þannig mætti áfram telja,“ segir
Ásmundur.
Hann segir að félaginu hafi
gengið vel að fá fyrirtæki til að
ganga í Bandalagið. „Það er ótrú-
legt hvað stjórnendur fyrirtækja
hafa tekið hugmyndinni vel.
Þarna er líka vettvangur fyrir
minni fyrirtæki að auglýsa sig
á þessum vettvangi og þeim gef-
inn kostur á að taka þátt í ýmsum
skemmtilegum verkefnum með
okkur. Það geta allir verið með,
pípulagningarmenn og hár-
greiðslustofur.“
Nánari upplýsingar um verk-
efnið verður hægt að nálgast á
bandalagid.is.
- esá
Þróttarar notast við styrktaraðilakerfi að danskri fyrirmynd:
Margar hendur vinna létt verk
STÓRU FYRIRTÆKIN VÍKJA Merki
Bandalagsins mun prýða búninga
Þróttara nú í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
skipta um dekk hjá Max1
Umfelgun og ný dekk á góðu verði
Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu
stálfelgum 6.458 kr. Kauptu sumardekkin hjá Max1 á góðu verði.
Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig.
Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is
Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a,
Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2.
Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5.
Skoðaðu www.max1.is
Sparaðu, láttu
Ný sumardekk
Dekkjaskipti
sms - leikur
www.pressan.is
Þú sendir SMS skeytið
JA PRESSAN á númerið 1900.
Við sendum þér spurningu og þú svarar
með því að senda SMS JA A, B eða C
ti l baka á 1900. - Þú gætir unnið!
9. hver
vinnur!
SKEMMTILEGUR LEIKUR
FYRIR SNJALLA FRÉTTAHAUKA!
Aðalvinningur
7 5 . 0 0 0 k r g j a f a b r é f f r á I c e l a n d E x p r e s s *
. . .og svo er fullt af veglegum aukavinningum
s.s bíómiðar, gos, DVD myndir, tölvuleikir og margt f leira
*Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum
Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín ti l að svara spurningu. Leik l íkur 13.maí kl 23:59 2009
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki