Fréttablaðið - 06.05.2009, Síða 42
26 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
FÓTBOLTI Arsene Wenger, stjóri
Arsenal, var með fögur orð í garð
sinna manna fyrir leikinn gegn
Man. Utd í gær en það reyndust
orðin tóm. Man. Utd var miklu
betra og vann öruggan 1-3 sigur.
Man. Utd mun því verja Evrópu-
meistaratitil sinn í Róm 27. maí
næstkomandi. Það gæti orðið end-
urtekning á úrslitaleik síðasta árs
því andstæðingurinn verður ann-
aðhvort Chelsea eða Barcelona
sem mætast í kvöld.
Það tók United-menn ekki nema
rúmar tíu mínútur að ganga frá
einvíginu í gær. Ji-Sung Park kom
þeim yfir eftir átta mínútna leik og
aðeins þrem mínútum síðar kom
Cristiano Ronaldo sínum mönn-
um í 0-2 með marki beint úr auka-
spyrnu af 40 metra færi.
Leikmenn Arsenal voru slegnir
og rönkuðu aldrei við sér. Unit-
ed hefði hæglega getað bætt við
mörkum í hálfleiknum en heima-
menn sluppu með skrekkinn.
Ronaldo kom United í 0-3 þegar
tæpur hálftími lifði leiks. Þegar
stundarfjórðungur var eftir af
leiknum gerðist umdeilt atvik. Þá
dæmdi hinn ítalski Roberto Ros-
etti vítaspyrnu á Darren Fletcher
sem var afar strangur dómur. Sá
ítalski lét ekki þar við sitja heldur
sýndi hann Skotanum einnig rauða
spjaldið þannig að hann verður í
banni í úrslitaleiknum.
Robin Van Persie skoraði örugg-
lega úr vítinu en nær komst Arsen-
al ekki. Arsenal-liðið olli gríðarleg-
um vonbrigðum í gær. Lykilmenn
liðsins voru algjörlega heillum
horfnir. Vörnin úti á þekju og sókn-
arþunginn nákvæmlega enginn.
United spilaði eins og sá sem
valdið hefur. Beittir, þéttir, skyn-
samir og hættulegir. Ronaldo fór á
kostum og réðu varnarmenn Ars-
enal ekkert við hann.
„Ég er kominn í mitt besta form.
Mér hefur liðið virkilega vel í síð-
ustu leikjum og fundið að ég er
kominn í rétta formið. Þetta er
mikilvægasti tími tímabilsins og
bestu leikirnir eru eftir,“ sagði
Ronaldo kátur eftir leikinn í kvöld
en 40 metra aukaspyrnumark hans
var hápunktur leiksins.
„Það var erfitt að verjast þessu
skoti því það var nokkurt flökt á
boltanum. Annars geri ég allt-
af mitt besta til þess að skora og
þetta var gott mark,“ sagði Ron-
aldo og bætti við að hann vor-
kenndi Fletcher að missa af
úrslitaleiknum. - hbg
Evrópumeistarar Man. Utd komnir í úrslit Meistaradeildarinnar annað árið í röð:
Arsenal afgreitt á tíu mínútum
GULLDRENGUR Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í gær. Hann fagnar hér auka-
spyrnumarki sínu sem kom af 40 metra færi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
N1-deild karla:
Valur-Haukar 25-33 (15-16)
Mörk Vals (skot): Heimir Örn Árnason 6 (10),
Davíð Ólafsson 5 (6), Elvar Friðriksson 4/1 (9/1),
Hjalti Þór Pálmason 4 (11), Arnór Þór Gunnarsson
3/2 (6/3), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Markús Máni
Michaelsson 1 (2), Hjalti Gylfason 1 (3), Ernir
Hrafn Arnarson (1).
Varin skot: Ólafur Gíslason 12 (44/3, 27%),
Pálmar Pétursson 0 (1/1).
Hraðaupphlaup: 6 (Davíð 3, Elvar 1, Arnór Þór
1, Hjalti 1).
Fiskuð víti: 4 (Ingvar 1, Heimir Örn 1, Arnór Þór
1, Hjalti 1).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Hauka (skot): Gunnar Berg Viktorsson 7/4
(7/4), Andri Stefan 6 (8), Freyr Brynjarsson 5
(8), Sigurbergur Sveinsson 5 (11), Kári Kristján
Kristjánsson 4 (5), Elías Már Halldórsson 3 (5),
Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (2), Einar Örn
Jónsson 1 (4).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23 (43/2,
53%), Gísli Guðmundsson 0 (5/1).
Hraðaupphlaup: 8 (Freyr 3, Elías Már 3, Sigur-
bergur 1, Stefán Rafn 1).
Fiskuð víti: 4 (Freyr 1, Andri 1, Sigurbergur 1, Kári
Kristján 1).
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Höfðu fín tök á erfiðum leik.
ÚRSLIT
HANDBOLTI Andri Stefan, leik-
stjórnandi Hauka, sagði fyrir
leikinn að sannir meistarar sigri
á útivelli og stóð við stóru orðin.
„Sannir meistarar, það er það
eina sem ég get sagt. Þetta er
geðveikt. Við ætluðum að klára
þetta og vorum allan leikinn á
undan og mér fannst þetta aldrei
í hættu. Við gátum alltaf gefið
meira í,“ sagði Andri í leikslok.
„Það gekk flest upp og skotin
voru inni. Óli varði smá á tímabili
en þá fórum við að skjóta betur.
Reynslan var í liðinu og það var
allt til staðar til að vinna titilinn.“
Mikið hefur verið talað um
vægi heimavallarins í úrslitaein-
víginu en Haukar gáfu því langt
nef með því að sigra tvo af þrem-
ur útileikjum sínum í úrslita-
keppninni.
„Útivallargrýla þekkist ekki
hjá okkur og við sýndum það.
Valur vann titilinn á okkar velli
fyrir tveimur árum og nú þurft-
um við að borga þeim það. Tala
nú ekki um að taka sjöunda titil-
inn á þessum áratug, halda hefð-
inni áfram. Sjötti titillinn minn,
búinn að ná Jóni Karli og Hall-
dóri Ingólfs,“ sagði kátur Andri
Stefan. - gmi
Andri Stefan:
Við erum sann-
ir meistarar
KÁTIR Andri og Aron Kristjánsson þjálfari
fagna saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HANDBOLTI Haukar úr Hafnar-
firði urðu í gær Íslandsmeistarar
í handbolta karla annað árið í röð
eftir að hafa lagt Val í einvígi um
titilinn. Haukar unnu þrjá leiki í
einvíginu en Valsmenn einn.
Haukar unnu Valsmenn í Voda-
fone-höllinni í gær, 33-25, og urðu
þar með fyrstir til að leggja Val
á þeirra heimavelli á tímabilinu.
Valsmenn reyndu hvað þeir gátu
til að verja heimavallavígið en
urðu að lokum að játa sig sigraða
fyrir sterkari andstæðingi.
Birkir Ívar Guðmundsson
sýndi og sannaði að hann er með
betri leikmönnum þessa Íslands-
móts en hann varði 23 skot í gær.
Markvarsla hans og varnarleik-
ur Hauka lagði grunninn að sigri
Hafnfirðinga í gær.
Valsmenn misstu marga menn
í meiðsli á lokaspretti tímabils-
ins og það reyndist þeim dýrkeypt
í gær. Úrræðaleysi liðsins í sókn-
arleik sínum gegn sterkri vörn
Hauka kristallaðist í síðari hálf-
leik. Haukar gengu einfaldlega á
lagið og stungu af undir lok leiks-
ins. Mestur varð munurinn níu
mörk.
Haukar komust fjórum mörkum
yfir eftir tólf mínútna leik og náðu
heimamenn aldrei að jafna metin
eftir það. Þeir voru þó ekki langt
undan og fengu þónokkur tækifæri
til að koma sér vel inn í leikinn á
nýjan leik. En ávallt strandaði liðið
á varnarleik Hauka eða þá mark-
vörslu Birkis Ívars.
Markús Máni Michaelsson var
fenginn til að taka skóna fram á ný
en því miður sýndi það sig að hann
átti lítið erindi í leikinn enda spilað
takmarkað undanfarin misseri.
Haukarnir keyrðu sóknarleik
sinn áfram á tiltölulega fáum
mönnum framan af en það virkaði
engu að síður ágætlega. Sigurberg-
ur Sveinsson var öflugur og erfitt
að hemja Kára Kristján Kristjáns-
son á línunni.
Andri Stefan skoraði einnig
mörg dýrmæt mörk en einna áreið-
anlegastur var Gunnar Berg Vikt-
orsson. Hann skoraði sjö mörk og
klikkaði ekki á einu einasta skoti.
Hann var einnig gríðarlega öflug-
ur í varnarleik Hauka.
„Þetta var virkilega flottur
varnarleikur allan leikinn. Birkir
var ekki með sinn besta leik í fyrri
hálfleik en hann sýndi það og sann-
aði í seinni hálfleik að hann er öfl-
ugur. Eftir að við duttum niður í
sex núll vörn áttu þeir ekki mögu-
leika,“ sagði Aron Kristjánsson,
þjálfari Hauka.
„Mér fannst við vera virkilega
beittir og þegar varnarleikurinn
er góður koma hraðaupphlaupin.
Við vorum staðráðnir í að vinna
þetta á Hlíðarenda og við gerðum
það. Við viljum nota tækifærið og
þakka Valsmönnum fyrir frábært
einvígi og okkar stuðningsmönn-
um sem fjölmenntu eins og þeir
hafa gert alla úrslitakeppnina.
Þeir eru þeir stuðningsmenn sem
hafa mætt best í allan vetur og vil
ég þakka þeim kærlega fyrir það,“
rétt áður en hann hljóp upp á verð-
launapall til að taka við gullverð-
laununum.
Ólafur Haukur Gíslason, mark-
vörður Vals, var ekki eins kátur
með silfrið. „Þetta er gríðarlega
svekkjandi. Ef maður lítur yfir
veturinn þá höfum við verið með
stærsta vælubílinn. Margir verið
meiddir þannig að það er sigur
fyrir okkur að komast svona langt.
Þrátt fyrir það langaði okkur að
vinna og fara í fimm leiki,“ sagði
Ólafur. „Þeir sýndu sinn styrk í
þessu einvígi. Þeir spiluðu mjög
góða vörn og því átti Birkir fjóra
góða leiki. Munurinn á liðunum er
ekki mikill. Þeir ná aftur á móti að
stilla upp nánast sínu sterkasta liði
alla úrslitakeppnina, með menn til-
tölulega heila og í fínu formi. Það
munar um það en þetta er verð-
skuldað. Þeir eru massívir og
flottir og ég dáist að vörninni hjá
þeim. Ég held að allir markmenn
á Íslandi væru til í að spila fyrir
aftan þessa vörn hjá þeim,“ sagði
Ólafur Haukur að lokum.
Haukar eru verðskuldaðir
sigurvegarar á Íslandsmótinu í
handbolta annað árið í röð. Á end-
anum var það sá stöðugleiki sem
færði liðinu deildarmeistaratit-
ilinn sem reyndist helsti munur
liðanna í gær.
- esá, gmi
Vígið féll og Haukar meistarar
Haukar vörðu í gær Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta með öruggum sigri á Val, 33-25, í Vodafone-höll-
inni. Þar með féll heimavallarvígi Valsmanna sem höfðu ekki tapað þar fyrr í vetur.
MEISTARAR Einar Örn Jónsson var í
miklum ham í fagnaðarlátunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SIGURHRINGURINN Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson
kom heim úr atvinnumennsku og reyndist Haukum drjúgur. Hann leiddi sigurhring-
inn með Gísla Guðmundssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÁTIR EYJAMENN Eyjamennirnir Kári Kristján Kristjánsson, Gunnar Berg Viktorsson og Arnar Pétursson hafa verið í lykilhlutverki í
meistaraliði Hauka í vetur. Þeir fögnuðu vel og innilega í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON