Fréttablaðið - 06.05.2009, Page 46

Fréttablaðið - 06.05.2009, Page 46
30 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. löngun, 6. kraðak, 8. fyrirboði, 9. duft, 11. óður, 12. svartur (um hross), 14. glaður, 16. átt, 17. atvikast, 18. ílát, 20. bardagi, 21. fugl. LÓÐRÉTT 1. bumba, 3. þys, 4. tungumál, 5. lítill sopi, 7. hver og einn, 10. blund, 13. tangi, 15. samstæða, 16. sjáðu, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. lyst, 6. ös, 8. spá, 9. mél, 11. ær, 12. brúnn, 14. hress, 16. sv, 17. ske, 18. ker, 20. at, 21. orri. LÓÐRÉTT: 1. vömb, 3. ys, 4. spænska, 5. tár, 7. sérhver, 10. lúr, 13. nes, 15. sett, 16. sko, 19. rr. „Það var ekki fyrr búið að hengja Ungfrú Ísland borðann um háls þeirra en búið var að ráða þær til Loftleiða,“ segir Sigurgeir Orri Sigurgeirsson kvikmyndagerðar- maður. Á föstudaginn verður heimild- armynd hans um Loftleiðir frum- sýnd en við gagnaleit fyrir mynd- ina rak á fjörur Sigurgeirs Orra einstæða mynd. Hún sýnir fjórar föngulegar ungar konur í gufubað- inu á Hótel Loftleiðum. Ein þess- ara fyrirsæta er Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra Íslands. Eftir því sem næst verður komist er einsdæmi að til sé mynd af forsæt- isráðherra nokkurs þjóðlands við fyrirsætustörf með handklæði um sig miðja í gufubaði. Fréttablaðið auglýsir eftir upplýsingum þar um ef þær finnast. „Já, þetta er skondin mynd. Ég veit ekki hver tók mynd- ina né nákvæmlega hvenær hún er tekin. En Jóhanna Sigurðardóttir var flugfreyja hjá Loftleiðum í átta ár frá árinu 1962.“ Að sögn Sigur- geirs Orra er að öllum líkindum um að ræða auglýsingamynd sem tekin er fyrir Hótel Loftleiðir. Flugfreyj- urnar voru (og eru) algerar skvísur. Toppmódel. Enda var starfið sveip- að miklum ævintýraljóma. „Þetta voru fyrirsætur. Flestar hverjar alveg gullfallegar. Það eru alltaf miklu fleiri sem sækja um að starfa sem flugfreyjur en fá. Enda býður starfið upp á ferðalög og allskonar skemmtilegheit.“ jakob@frettabladid.is SIGURGEIR ORRI: LOFTLEIÐAFLUGFREYJUR VORU ALGJÖRAR SKVÍSUR Jóhanna forsætisráðherra mynduð hálfnakin í gufubaði JÓHANNA Í DAG Einhver myndi kannski segja að hennar tími, svo vísað sé í frægt slagorð forsætisráðherra, sé fyrir löngu kominn þegar hún taldist í hópi föngu- legustu kvenna landsins í starfi sveipuðu ævintýraljóma. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Djöfuls vesen er þetta. Hann var náttúrlega með útlitið, opinn og skemmtilegur og fékk fínar hugmyndir. En þetta telst líklega sísta hugmynd- in hans,“ segir Sveppi. Ragnar Erling Her- mannsson, hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Íslend- ingur sem tekinn var á flug- velli í Brasilíu á leið til Spán- ar með sex kíló af kókaíni, og var mjög til umfjöllunar í fréttum í gær, er góðkunn- ingi sjónvarpsstjarnanna Sveppa og Audda. Þannig var að þegar Stöð 2 efndi til raunveru- leikaþáttanna Leitin að Strákun- um árið 2007 var Ragnar, sem kallaði sig Ragga Turner, einn þátttakenda en milli hundrað til tvö hundruð gáfu sig fram. Raggi átti góðu gengi að fagna í þáttunum og naut mikillar velvildar þeirra Sveppa, Audda og Péturs Jóhanns. Náði 5. eða 6. sæti ef Sveppi man þetta rétt en þættirnir gengu út á að finna arftaka þremenninganna til að stjórna skemmtiþætti í sama anda og Strákarnir voru og eru. „Hann var góður í þáttunum. Og helvíti hress. Of hress? Að hann hafi verið á einhverju? Þetta var náttúrlega 2007 en neinei, hann var ekki í neinu rugli. Þetta er ágætis náungi,“ segir Sveppi. Og honum er brugðið: „Auðvitað bregður manni alltaf þegar maður heyrir af Íslendingum í brasilísku fangelsi.“ Í það minnsta einn annar sem hefur gert góða hluti í raun- veruleikaþáttum á vegum Stöðvar 2 hefur komið við sögu í hliðstæðu máli en það er að sjálfsögðu Kalli Bjarni sem sigraði í Idolinu á sínum tíma. - jbg Skjólstæðingur Sveppa með kók í Brasilíu LEITIN AÐ STRÁKUNUM Raggi Turner var í miklu uppáhaldi hjá Strákunum, opinn og skemmtilegur og fékk fínar hugmyndir. Það er Grænn kostur enda stutt frá þar sem ég bý. Réttirnir þar hafa aldrei klikkað en ef svo ólíklega væri þá er alltaf hægt að kaupa spínatkökuna.“ Anna Svava Knútsdóttir leikkona. Ásdís Rán Gunnarsdóttir kveðst ekki kvíða því að flytja frá Búlgaríu ef eiginmaðurinn Garðar Gunn- laugsson skiptir um knattspyrnulið. Eins og alþjóð veit hefur Ásdís á skömmum tíma skapað sér nafn þar í landi. Fram kom í viðtali við Garðar í Morgunblaðinu að hann hefði hug á að komast frá Búlgaríu og reyna fyrir sér á nýjum slóðum. Garðar hefur ekki átt fast sæti hjá liði sínu, CSKA frá Sofíu, en eiginkonan, Ásdís Rán, hefur hins vegar heillað búlgörsku þjóð- ina upp úr skónum. Ásdís var stödd á Íslandi þegar Fréttablaðið náði tali af henni, nánar tiltekið í Bónus. Hún sagðist ekki hræðast flutninga ef af yrði. Slíkt væri bara hluti af fótboltalíferninu. „Nei, og svo yrði ég örugg- lega með aðsetur í Búlgaríu enda er ég komin með ansi umsvifamikið fyrirtæki þar,“ segir Ásdís. Hún telur tækifæri Garðars helst leynast í Grikk- landi og Tyrklandi og þykir líklegt að þar myndu ekkert síður opnast nýjar dyr fyrir sig. „Og svo er ég líka mikil ævintýramanneskja þannig að þetta væri ekkert hræðilegt,“ segir Ásdís. Nú standa yfir tökur á búlgörskum raunveruleika- þáttum um eiginkonur fótboltakvenna þar í landi. Og Ásdís er að sjálfsögðu meðal gesta. „Þeir eru að koma með mér í myndatökur og fylgjast með dag- lega lífinu hjá mér og börnunum,“ segir Ásdís. - fgg Ásdís Rán spennt fyrir Tyrklandi HRÆÐIST EKKI NEITT Þrátt fyrir að Ásdís Rán hafi tekið Búlgaríu með trompi hræðist hún ekki brottflutning frá landinu. Hún yrði enn með aðsetur í landinu. JÓHANNA OG FLEIRI FLUGFREYJUR Í GUFUBAÐI Flugfreyjur Loftleiða voru í mörgum tilfellum toppmódel enda gengu þær í fyrirsætustörf samhliða öðrum störfum. Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra er önnur frá vinstri á myndinni. RAGGI TURNER Í Leitinni að Strákunum. Sveppi telur að kókaínsmygl Ragga sé líklega hans sísta hugmynd. Handknattleikskappinn Logi Geirs- son sýndi af sér fádæma kunnáttu í rómantík á tónleikum Lionel Rich- ie nýverið. Bandaríski söngvarinn hélt tónleika á heimaslóð- um Loga í Þýskalandi og fór leikmaðurinn ásamt sinni heittelskuðu, körfuknattleikskon- unni Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur. Logi greinir frá því á heimasíðu sinni að myndatökumenn hafi myndað frægt fólk ásamt betri helm- ingnum og varpað þeim á stóra skjái. Loga þótti þeir nú ekki kunna sig í kastljósinu og þegar myndavélin beindist að honum smellti landsliðsmaðurinn kossi á konuna sína. Brutust út svo mikil fagnaðarlæti að sjálfur Richie leit upp af píanóinu til að sjá hver hefði stolið af honum senunni. Jóhanna Guðrún fer nú mikinn í Moskvu og heillar alla upp úr skón- um. Lagið Is it True þykir nokkuð grípandi og Eurovision-spekúlantar sem safnast hafa saman til höfuð- borgar Rússlands eru sammála um að Jóhanna gæti náð góðum árangri. Til að tryggja að sem flestir geti skilið textann við lagið hefur það verið þýtt yfir á spænsku og frönsku auk rússnesku. Og svo er víst þýska útgáfan væntanleg. Og ögn meira af Eurovision því yfir- völd í Moskvu eru logandi hrædd vegna yfirlýsinga samkynhneigðra aktivista um að halda Slavic Pride, nokkrum klukkustundum fyrir sjálft úrslitakvöldið. Heimspressan fylgdist grannt með þessu máli í gær en töluvert er síðan Fréttablað- ið greindi frá þessum áformum. Ekki er langt síðan samkynhneigð var ólögleg í Rússlandi en réttarstaða homma og lesbía verður seint tal- inn ásættanleg þar í landi. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.