Fréttablaðið - 13.05.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.05.2009, Qupperneq 4
4 13. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR www.ms.is/gottimatinn nýjung ! þykk, fersk og rjómakenn d jógúrt grískur gleðileikur H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 1 9 2 GENGIÐ 12.05.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,4448 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,81 125,41 190,71 191,63 170,17 171,13 22,843 22,977 19,418 19,532 15,998 16,092 1,2804 1,2878 189,37 190,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Ranghermt var í myndatexta á forsíðu blaðsins í gær að vaskur hópur skokk- ara væri að hlaupa eftir Laufásvegi. Skokkhópurinn var að hlaupa eftir Laugarásvegi í Reykjavík. LEIÐRÉTTING 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 50 40 30 20 10 Þús. Fjöldi barna sem TR/SÍ hafa greitt tannlækna- reikninga fyrir frá 1998 Fjöldi við- gerða sem TR/SÍ greiddi á hverju ári, frá 1998, fyrir börn Sjúkratryggingar Íslands og TryggingastofnunHEILSA Heimsóknum til tannlækna fjölgaði fyrstu fjóra mánuði árs- ins 2009 miðað við sama tímabil í fyrra og hittifyrra, voru ríflega 20.800 í ár en tæplega 20.200 árið 2007. Að mati Reynis Jónssonar, tryggingayfirtannlæknis hjá Sjúkratryggingum Íslands, sýna þessar tölur að foreldrar spara ekki við sig heimsóknir barna til tann- lækna þó að það þrengi að. Gögn frá sömu stofnun sýna að viðgerðum hjá börnum sem fara til tann- læknis hefur fækkað umtalsvert á síðustu tíu árum sem bendir til betri tann- heilsu þeirra barna sem á annað borð fara til tannlæknis. „Þetta er staðreynd,“ segir Reynir sem segir fullyrðingar um að tannheilsu íslenskra barna hraki ekki réttar. Hann segir hins vegar þann hóp sem ekki kemur til tannlæknis, sem er á bilinu 15 til 20% barna mikið áhyggjuefni. „Við vitum ekkert um ástandið á börn- um sem ekki koma til tannlæknis og þessi börn þarf að finna.“ Hólmfríður Guðmundsdóttir hjá Lýðheilsustöð segir að þegar gerð var könnun á tannheilsu barna árið 2005 hafi um helming- ur barna verið með litlar eða nær engar skemmdir, tannskemmdir hafi alls ekki dreifst jafnt á börn- in og dæmi hafi verið um tólf ára börn með fjölda tannskemmda. „Stærsti hluti barna á Íslandi býr við góða tannheilsu en ákveðinn og hugsanlega stækkandi hópur býr við slæma tannheilsu.“ Reynir segir afar nauðsynlegt að reyna að ná til foreldra barnanna sem ekki skila sér til tannlæknis, það sé hins vegar ekki endilega ein- falt mál. „Vandinn liggur í að finna börnin sem ekki fara til tannlækn- is og sinna þeim.“ Reynir telur að skólahjúkrunarfræðingar eða heilsugæslan þyrftu að geta vísað börnum sem á þyrftu að halda til tannlæknis, kannski á sérstakt áhættuklíník sem væri gjaldfrjálst. Ef þess konar tilmælum væri ekki sinnt af foreldrum barnanna væri hægt að vísa þeim til barnavernd- aryfirvalda. „Það er auðvitað van- ræksla ef börnum er ekki sinnt og þetta er jafnvel vandamál sem félagsþjónustan ætti að sinna.“ Reynir er þeirrar skoðunar að kostnaður við tannlækningar barna eigi að vera að fullu endurgreidd- ur af hinu opinbera og segir gagn- rýni á opinbera gjaldskrá sem end- urgreiðslur miðast við réttmæta. „Ég hef varað töluvert lengi við því að það sé verið að eyðileggja kerf- ið ef gjaldskráin heldur áfram að dragast aftur úr reikningum tann- lækna.“ Hólmfríður tekur undir þessar áhyggjur og segir stefna í að hlutur foreldra verði það mikill að heim- sókn til tannlæknis verði jafnvel óyfirstíganlegt skref. Hún segir mikilvægt að efla forvarnir í tann- heilsu og segir að sameina þyrfti afl heilsugæslunnar og skólakerfis- ins. „Það mætti jafnvel kenna tann- burstun í skólum eins og gert var áður fyrr. Það að bursta og borða hollan mat hefur auðvitað svo mikið að segja fyrir tannheilsuna.“ sigridur@frettabladid.is Ekkert er vitað um tann- heilsu stórs hóps barna Heimsóknum til tannlækna hefur ekki fækkað í kreppunni. Tannheilsa barna sem komu til tannlæknis á tímabilinu 1998 til 2008 batnaði. Vandamálið snýst um að ná til barnanna sem aldrei fara í skoðun. Börnum sem fóru til tannlæknis á árunum 1998 til 2008 hefur fjölgað, árið 1998 fóru 44.665 börn til tann- læknis, árið 2008 voru þau 49.223. Á sama tíma hefur viðgerðum fækkað, þannig að frá árinu 2003 hefur verið innan við ein viðgerð á hvert barn að meðaltali. Af því má draga þá ályktun að tannheilsa barna sem fer í skoðun hjá tannlækni fari batnandi, en þessar tölur frá Tryggingastofnun segja vitaskuld ekkert um tannheilsu þeirra barna sem ekki skila sér til tannlæknis. Talið er að um 80-85% barna fari til tannlæknis á hverju ári hér á landi. FÆRRI TANNVIÐGERÐIR Tannlæknakostnaður barna yngri en 18 er endurgreiddur sem nemur 75% af gjaldskrá sem gefin er út af heilbrigðisráðherra. Hún er frá árinu 2004 og er orðin verulega úrelt, verðlagning tannlækna er frjáls og taka þeir, samkvæmt upp- lýsingum Sjúkratrygginga Íslands, að jafnaði um 40% meira en hún segir til um. Til ársins 1992 voru tannlækning- ar barna niðurgreiddar að fullu en fullorðnir hafa greitt fyrir sína þjón- ustu fullu verði. Þannig eru tann- lækningar bara hluti af almanna- tryggingakerfinu fyrir ákveðna hópa, börn, öryrkja og aldraða á Íslandi og eru þau Hólmfríður og Reynir sammála um að rökin fyrir því séu ekki fagleg heldur sögu- leg og pólitísk. Þess má geta að tæplega 16 þúsund manns hafa nú þegar skráð sig í hópinn Ókeypis tannlækningar og tannréttingar fyrir börn yngri en 18 ára sem Þórhallur Heimisson stofnaði. ÚRELT GJALDSKRÁ VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 21° 19° 26° 19° 16° 21° 22° 25° 16° 15° 23° 20° 21° 30° 14° 23° 26° 14° 13 14 16 10 12 16 Á MORGUN 8-15 m/s sunnan til annars 3-8 m/s. 18 FÖSTUDAGUR 3-8 m/s, stífastur syðst 11 14 14 9 16 10 10 6 8 8 5 10 14 10 13 15 16 15 13 17 10 1314 16 20 20 FLOTTAST NYRÐRA Í dag og raunar fram yfi r helgi verða hlýir dagar á landinu. Í dag verður bjartast norðan og austan til með hita allt að 18 stigum á Norðausturlandi. Smám saman færast mestu hlýindin yfi r á vestanvert Norðurland og á ég von á allt að 20 stiga hita þar á morgun og hinn í björtu veðri. Víða verður svo hlýtt um helgina með hægum vindi og björtu veðri með köfl um. 15 12 1212 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur HEILBRIGÐISMÁL Yfir sextíu börn fengu ókeypis tannlæknaþjónustu hjá hjálparvakt tannlækna, sem tannlæknadeild Háskóla Íslands og Tannlæknafélag Íslands stóðu fyrir á laugardaginn. Bætt var við stólum vegna aðsóknarinnar, og þegar mest lét var unnið á sautján stólum í einu. Í tilkynningu frá hjálparvakt- inni segir að ástandið á tönnum margra barnanna hafi verið mjög slæmt. Sum þeirra hafi ekki farið til tannlæknis í mörg ár. Þetta var í þriðja sinn sem boðið var upp á slíka þjónustu. Hún stendur næst til boða hinn 23. maí, en svo ekki aftur fyrr en í haust. - kg Hjálparvakt tannlækna: Yfir 60 börn fengu þjónustu SJÁVARÚTVEGUR Metveiði hefur verið á grásleppuvertíðinni hjá bátunum á Drangsnesi í vor. Að því er kemur fram á vefsíðunni strandir.is hefur hvergi á land- inu verið meiru landað en þar. Saltað hefur verið í 875 tunnur hjá Fiskvinnslunni Drangi og er það fimmtán tunnum meira en á allri vertíðinni í fyrra. Bátarnir sextán á Drangsnesi ljúka vertíð- inni um og eftir næstu mánaða- mót. „Þetta er besta grásleppuverð- tíðin síðan 1981. Það má gera ráð fyrir að söluverðmætið verði um 100 milljónir króna. Það er ekki slæmt fyrir 80 manna sveitar- félag,“ segir Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs, við Fréttablaðið. - gar Metveiði á Drangsnesi: Grásleppa fyrir 100 milljónir GULL ÚR UNDIRDJÚPUNUM Óskar Torfa- son, framkvæmdastjóri Drangs, við ker með grásleppuhrognum. HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR UTANRÍKISMÁL Sendiherra Íslands í Bretlandi hefur að beiðni Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráð- herra sent þingmönnum breska þingsins bréf þar sem farið er yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda við skýrslu fjármálanefndar breska þingsins frá því í apríl. Alls er um tæplega 1.400 bréf að ræða, 646 bréf til þingmanna í neðri deild og 738 til þingmanna í efri deild. Í bréfi Sverris Hauks Gunn- laugssonar sendiherra kemur fram að íslensk stjórnvöld taki undir með bresku fjármálanefndinni að með beitingu hryðjuverkalöggjaf- arinnar til að frysta eignir Lands- bankans í byrjun október hafi breska ríkisstjórnin gerst beinn þátttakandi á markaði í því efna- hagslega fárviðri sem gekk yfir Ísland og að ekki séu allar afleið- ingar þess enn komnar fram. Í bréfinu er minnt á þau sterku tengsl sem hafa löngum verið milli þjóðanna og vakin athygli á að núverandi ástand varpi dökk- um skugga á þau. „Gerð er grein fyrir því hvernig íslenskri þjóð þyki gróflega að sér vegið,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Íslendingar hafi talið sig til nán- ustu bandamanna Breta á flestum sviðum en hafi nú verið stimplaðir hryðjuverkamenn.“ Kröfur Íslendinga um afléttingu frystingar eru ítrekaðar og athygli vakin á mikilvægi þess fyrir sam- skipti þjóðanna. Þá er bent á vilja Íslands til samstarfs um endur- skoðun á fjármálalöggjöf Evrópu. - ghs Sendiherra Íslands í Bretlandi útskýrir sjónarmið Íslendinga í deilunni við Breta: Bréf til breskra þingmanna 1.400 BRÉF Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra í Bretlandi, hefur sent bréf til allra breskra þing- manna, alls um 1.400 talsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.