Fréttablaðið - 13.05.2009, Síða 10
10 13. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
■ FYLGJANDI
S Árni Páll Árnason
S Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
B Birkir Jón Jónsson
„Ég er hlynntur því að
það verði farið í við-
ræður við Evrópusam-
bandið, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum,
líkt og landsfundur
okkar hefur samþykkt.“ Vísir 5. maí
2009
S Björgvin G. Sigurðsson
D Einar K. Guðfinns-
son Andvígur aðild
en … „Þess vegna þarf
að fara fram uppgjör.
Og þess vegna vil ég
ekki lengur útiloka að
við látum á það reyna
hver árangur okkar yrði í samningum
við ESB. Það er hins vegar ljóst að
samningsmarkmiðin yrðum við að
setja fram út frá hagsmunum okkar.“
Ræða á ráðstefnu Heimssýnar um
sjávarútveginn og ESB 11. janúar
2009
B Eygló Þóra Harðardóttir „Hefja
þarf undirbúning aðildarviðræðna við
Evrópusambandið til að fá niðurstöðu
um hvort hagsmunum Íslendinga sé
best borgið þar.“ Bloggsíða Eyglóar
22. janúar 2009
S Guðbjartur Hannesson
V Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir „Við megum
ekki gleyma af hverju
við erum í ríkisstjórn.
Við erum í ríkisstjórn
vegna búsáhaldabylting-
arinnar, af því að fólkið
krafðist lýðræðis. Við hljótum því
ævinlega að styðja tillögur sem efla
lýðræðið í landinu, líka tillögur um
ESB.“ Landsfundur VG 22. mars 2009
B Guðmundur Stein-
grímsson „Það verður
að hlusta á kall tímans.
… Við hlustuðum ekki.
Og nú gerir núið kröfu
um ákvarðanir, um
stefnu, upplýsingar
og síðast en ekki síst: Að stærsta
hagsmunamál þjóðarinnar – framtíð-
argjaldmiðillinn og aðild að ESB – sé
sett upp á borðið og um það kosið.“
Fréttablaðið 15. nóvember 2008
S Helgi Hjörvar
D Illugi Gunnarsson
„Ég hef áður lýst yfir
þeirri skoðun að þjóðin
þarf að taka afstöðu í
þessu máli og ég stend
við hana. Það er engin
leið fram hjá því og
það verður ekki gert öðruvísi en með
aðildarumsókn.“ Háskóli Íslands,
Alþjóðamálastofnun, 30. apríl 2009
S Jóhanna Sigurðardóttir
S Jónína Rós Guðmundsdóttir
S Katrín Júlíusdóttir
S Kristján L. Möller
V Lilja Mósesdóttir „Ég sé ekki að
landsfundur flokksins hafi sett neinar
verulegar skorður á hvernig við semj-
um um þetta mál … Vinstri græn eru
líka klofin í þessu máli.“ RÚV 27. apríl
2009
S Magnús Orri Schram
S Oddný G. Harðardóttir
S Ólína Þorvarðardóttir
D Ragnheiður Rík-
harðsdóttir „Ég er ein
þeirra sem er fylgjandi
því að farið verði í
aðildarviðræður við
Evrópusambandið, að
kannaðir verði kostir og
gallar þess sambands fyrir íslenska
þjóð.“ Alþingi 17. desember 2008
S Róbert Marshall
B Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson „Afstað-
an er að sækja um aðild
að Evrópusambandinu
og taka upp evru.“
Viðskiptaþing 13. mars
2009
S Sigmundur Ernir Rúnarsson
S Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
B Siv Friðleifsdóttir
„Ég er Evrópusinni og
ég tel eðlilegt að þjóðin
kveði upp úr um það
hvort hún vilji ganga í
Evrópusambandið eða
ekki.“ Vísir 4. nóvember
2009
S Skúli Helgason
S Steinunn Valdís Óskarsdóttir
S Valgerður Bjarnadóttir
D Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
„Ég er frekar hlynnt því að við förum
í viðræður við Evrópusambandið.“
Bylgjan 26. apríl 2009
O Þór Saari „Stefna
Borgarahreyfingarinnar
í Evrópumálum er að
ekki sé hægt að taka
afstöðu til málsins
nema að undangengn-
um aðildarviðræðum.“
Bloggsíða Þórs, 24. apríl 2009
S Þórunn Sveinbjarnardóttir
O Þráinn Bertelsson
„Það sem er eðlilegast
er að sótt verði um aðild
að ESB. Síðan verði sá
samningur sem þar næst,
kynntur rækilega fyrir
þjóðinni og greidd um
hann atkvæði.“ mbl.is 26. apríl 2009
S Össur Skarphéðinsson
■ ÓLJÓST
V Álfheiður Ingadóttir
D Árni Johnsen „Ég
er mjög hræddur við
Evrópusambandið og
treysti því ekki. Mér
finnst það vera eins og
nútíma Sovét. … Ég vil
taka þátt í að kryfja þetta mál til mer-
gjar. Það getur þýtt einhvers konar
viðræður, formlegar eða óformlegar.“
Bylgjan 4. janúar 2009
V Árni Þór Sigurðsson „Hitt hleypur
ekki frá okkur ef svo skyldi fara að
þjóðin vilji að Ísland gerist aðili að
Evrópusambandinu. Og hún á sjálf að
taka þá ákvörðun.“ Mbl.is 21. janúar
2009
O Birgitta Jónsdóttir
„Ég verð að viðurkenna
að ég er afar ringluð
varðandi þessi Evrópu-
mál – finnst ég í sjálfu
sér geta verið með einn
daginn og á móti næsta
vegna þess að upplýsingar varðandi
þetta mál eru afar misvísandi.“ Blogg-
síða Birgittu 22. mars 2009
D Bjarni Benediktsson „Fyrr eða
síðar er það lýðræðislegt að þjóðin
fái að segja sína skoðun í málinu.“
Landsfundur 27. mars 2009
V Björn Valur Gíslason
D Guðlaugur Þór Þórðarson
D Jón Gunnarsson „Ég tel að
niðurstaðan hafi að sumu leyti verið
óheppileg hversu langt var gengið að
hafna aðild [á landsfundi Sjálfstæð-
isflokks].“ Bylgjan, hádegisfréttir, 26.
apríl 2009
V Katrín Jakobsdóttir
„Við teljum að aðild
að Evrópusambandinu
samrýmist ekki okkar
stefnu um sjálfbæra
þróun, félagshyggju,
kvenfrelsi og friðar-
stefnu.“ DV 8. desember 2008
D Kristján Þór Júlíus-
son „Afstaða mín er sú
að ef kröfur og markmið
eru skýr og ófrávíkjanleg
er unnt að segja já við
slíkum viðræðum. Ef
einhver vafi er um það
verður að segja nei.“ Landsfundur
sjálfstæðismanna 27. mars 2009
O Margrét Tryggvadóttir
D Ólöf Nordal „Hins
vegar er líka klárlega í
ályktun landsfundarins
opnað á umræðu um
aðild að ESB svo lengi
sem samningsmark-
miðin séu skilgreind og
samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu
áður en gengið er að samninga-
borðinu.“ Bloggsíða Ólafar Nordal á
Pressunni 24. apríl 2009
B Sigurður Ingi
Jóhannsson „Aðildar-
umsókn með þeim
skilyrðum sem Fram-
sóknarflokkurinn setti
fram getur verið ein leið
til að ná fram stöðug-
leika í samskiptum við aðrar þjóðir.“
Bloggsíða Sigurðar Inga 24. febrúar
2009
V Steingrímur J. Sigfússon „Nei, við
teljum að það þjóni ekki heildar-
hagsmunum landsins að ganga í
Evrópusambandið.“ RÚV 3. apríl 2009
V Svandís Svavarsdóttir „Spurningin
verður tekin til afgreiðslu hjá þjóð-
inni, með þjóðaratkvæðagreiðslu og
við óttumst ekki þá niðurstöðu. Hvort
sem er tvöfaldri eða einfaldri.“ RÚV
22. apríl 2009
B Vigdís Hauksdóttir
V Ögmundur Jónasson „Kosningar
um ESB kalla að sjálfsögðu á viðræður
við sambandið til að komast megi að
því hvaða kostir séu í boði. Engum
treysti ég betur til slíkra viðræðna en
Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.“
Heimasíða Ögmundar 1. desember
2008
■ ANDVÍG
V Atli Gíslason „Ég vil
skoða heiminn út frá
víðari sjóndeildarhring
en eingöngu því sem
umhverfis er Evrópu-
sambandið.” Alþingi 27.
nóvember 2008
D Ásbjörn Óttarsson „Samfylkingin
ætlar að fara að sækja um aðild að
Evrópusambandinu og það setur
náttúrlega landbúnaðinn í uppnám.“
ÍNN, 16. apríl 2009
V Ásmundur Einar Daðason „Ég er
mjög harður Evrópuandstæðingur og
stend við það.“ Fréttablaðið. 12. maí
2009.
D Birgir Ármannsson „Mér finnst
ekki ástæða til að sækja um aðild að
klúbbi sem ég hef ekki áhuga á að
tilheyra.“ Alþingi 17. desember
B Gunnar Bragi
Sveinsson „Ég er á því
að skynsamlegasta leið-
in í Evrópumálunum sé
að skilgreina hvað það
er sem við viljum ná út
úr hugsanlegum við-
ræðum og ef til þeirra þarf að koma
þá fari menn í þá ferð vel nestaðir
með stuðning þjóðarinnar á bak við
sig. Ég hef verið á móti inngöngu í
ESB og er enn.“ Bloggsíða Gunnars
Braga 2. maí 2009
B Höskuldur Þór
Þórhallsson „Ég myndi
frekar flokka mig með
efasemdarmönnum en
þeim sem vilja þarna
inn.“ Fréttablaðið 16.
janúar 2009
V Jón Bjarnason „Það er fagnaðar-
efni að mikill meirihluti þjóðarinnar
virðist klárlega styðja stefnu okkar
Vinstri grænna um að Íslandi sé betur
borgið sem sjálfstæðu ríki utan ESB.“
Bloggsíða Jóns 13. apríl 2009
V Lilja Rafney Magn-
úsdóttir „Ég er búin að
gera upp minn hug. Ég
mun ekki styðja þetta.“
Fbl. 12. maí 2009
D Pétur H. Blöndal
D Ragnheiður Elín
Árnadóttir „Ég er ekki hlynnt því að
Ísland sæki um aðild að Evrópusam-
bandinu að óbreyttu.“ Viðskiptablaðið
9. júní 2008
D Tryggvi Þór Herbertsson
D Unnur Brá Konráðsdóttir „Barátta
okkar Íslendinga næstu mánuði felst í
því að skapa fleiri störf í landinu. Evr-
ópusambandið mun ekki koma okkur
til bjargar, við þurfum að gera þetta
sjálf.“ Bloggsíða Unnar 5. maí 2009
V Þuríður Backman
Þingmeirihluti fyrir aðildarumsókn
Ef þingmenn fylgja sannfæringu sinni eru að minnsta kosti 33 þingmenn sem myndu kjósa með þingsályktunartillögu utanríkisráð-
herra um aðildarumsókn að ESB. 13 þingmenn myndu kjósa á móti, miðað við fyrri ummæli. Ekki er ljós afstaða sautján þingmanna.
FRÉTTASKÝRING: Afstaða þingmanna til aðildarviðræðna við ESB
FRAMSÓKNARFLOKKUR
9 þingmenn
5 fylgjandi
2 óljóst
2 andvíg
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
16 þingmenn
4 fylgjandi
6 óljóst
6 andvíg
BORGARAHREYFINGIN
4 þingmenn
2 fylgjandi
2 óljóst
0 andvíg
SAMFYLKING
20 þingmenn
20 fylgjandi
0 óljóst
0 andvíg
VINSTRI GRÆN
14 þingmenn
2 fylgjandi
7 óljóst
5 andvíg
FRÉTTASKÝRING
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR
svanborg@frettabladid.is