Fréttablaðið - 13.05.2009, Qupperneq 12
12 13. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Hrámeti
Eftir að erlend samkeppni fór að
velgja íslenskum bændum undir
uggum í skjóli EES-samningsins bar
svo við að smám saman var hætt að
tala um ófrystar og óunnar kjötvör-
ur sem ferskar, heldur var
byrjað að kalla þær hráar.
Þetta þjónar hagnýtum til-
gangi í orðræðunni, enda
er hrátt kjöt frá útlöndum síður
til þess fallið að örva munn-
kirtla neytenda en ferskt
kjöt. (Af sömu ástæðu
má líka teljast ólíklegt að
eigendur kjötvinnslunnar
Ferskar kjötvörur komi til
með að breyta nafni fyrir-
tækisins í Hráar matvörur á
næstunni.)
Ferskmeti
Nú eru útgerðarmenn með böggum
hildar vegna áhuga ríkisstjórnarinnar
á að kanna skattlagningu á óunnum
fiski til að knýja frekari fullvinnslu
hérlendis. Í Fréttablaðinu í gær
lýstu formenn Sjómannasam-
bandsins og LÍÚ ótta um
að þetta gæti orðið til þess
að „ferskfiskmarkaðir“ tapist.
Ferskfisksmarkaðir, takið eftir,
ekki hráfiskmarkaðir.
Hrátt inn, ferskt út
Ísland virðist því vera þeim heillandi
og allt að því yfirnáttúrulega kosti
gætt að þegar ófryst og óunnin mat-
vara er flutt inn í landið er hún hrá,
en þegar hún er flutt út úr landi er
hún fersk. Er ekki hægt að markaðs-
setja þetta einhvern veginn?
bergsteinn@frettabladid.is
Ú
tlit er fyrir að tillaga um aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu verði flutt sem stjórnartillaga. Eftir réttum
stjórnskipunarreglum felur það í sér að ríkisstjórn-
in öll ber stjórnskipulega ábyrgð á tillögunni, þar á
meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann.
Í byrjun var sagt frá málinu á þann veg að skilja mátti að til-
lagan yrði flutt sem þingmannamál utanríkisráðherra án skuld-
bindingar allrar ríkisstjórnarinnar. Sá háttur um málsmeðferð
að flytja stjórnartillögu bendir til að víðtækari stuðningur sé
við málið í liði ríkisstjórnarinnar en ráða mátti af fyrstu frá-
sögnum.
Kosningaúrslitin höfðu í för með sér að möguleikar VG til að
seinka framgangi málsins veiktust. Eins og Alþýðubandalagið
áður hefur VG verið reiðubúið til að taka stjórnskipulega ábyrgð
á veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu og gerir það. Ýmislegt
bendir til að eins geti farið með afstöðuna til Evrópusambandsins.
Evrópusambandsandstaðan yrði þá aðeins virk á lokuðum flokks-
fundum en flokkurinn axlaði í reynd stjórnskipulega ábyrgð á
nýrri stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.
Eftir því sem samstaða um aðildarumsókn verður breiðari á
Alþingi og nýtur meiri stuðnings í samfélaginu því sterkari stöðu
mun Ísland hafa í samningum um sérstaka hagsmuni sína. Þetta
er mikilvægt að hafa hugfast þegar fyrstu skrefin eru stigin.
Í annan stað er brýnt að stefna ríkisstjórnarinnar samræmist
sem best þeim markmiðum sem að er keppt með aðildinni hvort
heldur litið er til viðfangsefna á sviði efnahagsstjórnar eða í utan-
ríkismálum. Aðildin þýðir einfaldlega viðurkenningu á að ákveðin
grundvallarviðhorf frjálsræðis eru þjóðinni til auðnubóta.
Þegar horft er á stjórnarsáttmálann verður strax ljóst að
óskynsamlegt er að svipta útgerðir veiðiheimildum á sama tíma
og innleiða á sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.
Það dregur úr líkum á sátt um framgang málsins alveg óháð því
hvort menn eru hlynntir eða andvígir sviptingarstefnunni.
Víst er að heildarhagsmunir þjóðarinnar af Evrópusambands-
aðild eru meiri en af sviptingarstefnunni. Hún er svo aftur þyngri
róður fyrir sjávarútveginn en sameiginlega fiskveiðistefnan. Ef
stjórnarflokkarnir meina eitthvað með sáttum um framgang
aðildarumsóknarinnar þurfa þeir að sýna það í verki. Á þessu
sviði ætti hagsmunamatið að vera auðvelt.
Annað dæmi úr stjórnarsáttmálanum sem stríðir gegn aðild-
arstefnunni eru áform um að skattleggja útflutning á fiski. Toll-
frjáls viðskipti eru mikilvægustu hagsmunir sjávarútvegsins.
Skattlagningin vinnur gegn þeim grundvallarreglum sem þjóðin
ætlar að semja sig að með aðild.
Við endurreisn bankakerfisins verður að hafa í huga að áfram-
haldandi ríkisrekstur þeirra mun vegna stöðu ríkissjóðs hafa í
för með sér að þeir geta ekki veitt samkeppnishæf lán á næstu
árum. Án þess verður lítið úr endurreisn atvinnulífsins. Ef við
ætlum að njóta ávaxta Evrópusambandsaðildar í peningamálum
er mikilvægt að skýr stefna sé mörkuð samhliða um einkavæð-
ingu og erlenda eignaraðild að bönkunum.
Evrópusambandsaðildin er mikilvæg. Hún er hins vegar ekki
sjálfkrafa lækning. Á öllu veltur því að stjórnarstefnan að öðru
leyti eyði ekki þeirri auðnubót sem hafa má af aðild. Ríkisstjórnin
öll þarf að laga sig að þessum veruleika strax í upphafi.
Aðildarstefna og efnahagsstefna:
Auðnubótin
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Fyrir nokkru heyrði ég þau tíð-indi að í framhaldsskólum í
úthverfum Parísar mættu náms-
meyjar aldrei í pilsum, því ef
þær gerðu það mættu þær búast
við því að ástkærir skólabræð-
ur þeirra kölluðu þær pútur, eða
veldu þeim einhver önnur ónefni
sömu merkingar, og létu þeim oft
á tíðum fylgja hvimleiðar handa-
yfirlagningar, þukl og pot. Því
ættu námsmeyjarnar ekki ann-
arra kosta völ en klæðast ramm-
gerðum gallabuxum. Þessi tíðindi
þóttu mér svo ótrúleg að ég lét
segja mér þau þrisvar, en ég varð
að beygja mig fyrir staðreynd-
unum.
Þessi klæðaburður kemur nú
mjög við sögu í nýrri franskri
kvikmynd, sem nefnist ein-
mitt „Dagur pilsins“, og er harla
umtöluð þessa daga. Hún ger-
ist í framhaldsskóla í ein-
hverju úthverfi, og hefst á því að
kennslukona er að fara með nem-
endur sína í sérstaka kennslu-
stofu með leiksviði til að tala um
Molière. Það væri hóflega til orða
tekið að segja að unglingarnir
láti ekki að stjórn, þeir eru í einu
orði sagt trítilóðir, slást, hrinda
hver öðrum, ræna gemsum hver
frá öðrum, hella samtvinnuðum
svívirðingum og klámi yfir allt
og alla, einkum kennslukonuna,
og hlýða engu sem hún segir. Þeir
láta eins og þeir séu einir í sínum
heimi, þeir tala alveg sérstakt
mál með mjög sterkum erlend-
um hreim og sérstökum orðum,
m.a. „öfugmælum“ svokölluðum
sem byggjast á því að orðunum er
snúið við, síðasti stafurinn verð-
ur fyrstur o.s.frv., og jafnframt
sinna þeir engu nema sinni eigin
sýslan. Allt þetta er á útjaðri þess
að vera skiljanlegt. „En svona er
þetta, nákvæmlega“, sagði mér
kennari sem hefur mikla reynslu
af skólum í úthverfum.
Kennslukonan getur ekki hald-
ið upp neinni kennslu, hún er
ráðvillt og veit varla hvert hún
á að snúa sér. En athygli henn-
ar beinist að tveimur nemendum
sem eru að pukrast með einhverja
tösku, og til að gera eitthvað fer
hún að áminna þá, grípur þá í
töskuna en hinir halda undarlega
fast á móti, og í þessum svipt-
ingum dettur innihaldið á gólfið:
það er all gerðarleg skammbyssa.
Nemendurnir tveir vilja nú endur-
heimta hólkinn í miklu fáti, en
kennslukonan nær í hann á undan
og mundar honum að þeim til að
halda þeim í hæfilegri fjarlægð.
Skot hlaupa af, nokkrir nemend-
ur forða sér út, aðrir sitja inni og
einn særist lítilsháttar.
En nú er allt breytt. Kennslu-
konan beinir byssunni að dauð-
skelfdum nemendunum og þá fær
hún loksins frið til að tala um
Molière. Aðeins einn er þrjóskur.
„Hvað hét Molière réttu nafni?“
Nemandinn vill ekki svara og
segir aðeins: „Ég gef skít í það,
ég ætla að verða fótboltamað-
ur.“ En þegar hann finnur ískalt
byssuhlaupið á enninu, stynur
hann loksins upp „Jean-Baptiste
Poquelin“. „Þarna sérðu,“ segir
kennslukonan háðslega, „þú getur
lært.“
Fyrir utan kennslustofuna er
víkingasveit lögreglunnar mætt,
og jafnvel sjálfur menntamála-
ráðherrann, kona allþurr á mann-
inn í svo þröngum buxum að nær
útlínunum verður varla komist,
en menn eiga erfitt með að átta
sig á því sem er að gerast. Skóla-
stjórinn reynir eftir megni að
koma af sér ábyrgð, og segir að
kennslukonan hafi jafnan sýnt
einþykkni: „Hún kemur til kennsl-
unnar pilsklædd.“ Lögreglan
reynir að fara samningaleiðina.
Inni í stofunni eys kennslukon-
an nú úr skálum reiði sinnar yfir
nemendurna, einkum piltana, sem
eru allir múhameðstrúar. Margt
kemur nú í ljós, einn þeirra hafði
t.d. tekið mynd á gemsa meðan
einni námsmeynni var nauðg-
að, og kennslukonan sýnir þeim
fram á að trúarbrögð þeirra séu
aðeins skálkaskjól fyrir yfir-
gang, taumlaust ofbeldi og kven-
fyrirlitningu, „eða hvers vegna
haldiði að stúlkurnar þori ekki
að koma í skólann í pilsum?“ Og
hún segir að þeir ásaki aðra um
kynþáttahatur, en séu mestu kyn-
þáttahatararnir sjálfir. Síðan
hund skammar hún þá fyrir að
hafna þeirri menntun sem skól-
arnir bjóði þeim, og sé besta leið-
in til að komast upp úr eymdinni.
Hún talar af reynslu, undir lokin
kemur í ljós að hún er sjálf af
norður-afrískum uppruna.
Þegar lögreglan spyr hvaða
kröfur hún geri til að leysa nem-
endur úr haldi, vill hún fá að tala
við fréttamenn, og svo heimt-
ar hún að menntamálaráðherra
gefi yfirlýsingu í sjónvarpinu um
að einn dagur á ári verði „dagur
pilsins“ í skólum, þá skuli allar
námsmeyjar mæta í slíkum klæð-
um. Ráðherrann bregst ókvæða
við: „Það tók konur óralanga bar-
áttu að fá að klæðast buxum …“
Í hlutverki kennslukonunnar er
ein glæsilegasta leikkona Frakk-
lands, Isabelle Adjani, og er ekki
ofsagt að hún beri myndina uppi,
ekki síst þegar atburðarásin snýst
að lokum upp í blóðugan harm-
leik. Fram að því hlógu áhorfend-
ur mikið þegar ég sá myndina.
Þeim virtist falla vel í geð, hvern-
ig þarna var tekið á vandamálum
þessara skóla.
Dagur pilsins
UMRÆÐAN
Kristinn Jóhannesson skrifar um VR
Ég vil byrja á að þakka Birgi Má Guð-mundssyni fyrir grein hans í Fréttablað-
inu 11. maí. Hins vegar furða ég mig á að
hann hafi ekki haft samband beint við mig
enda hef ég ítrekað hvatt hann til að starfa
áfram fyrir félagið þrátt fyrir að hafa ekki
náð kjöri í stjórn VR í fyrstu almennu kosn-
ingum félagsins sem fram fóru í mars.
Í grein Birgis koma því miður fram ýmsar rang-
færslur sem rétt er að leiðrétta. Í síðustu viku bárust
okkur hjá VR tölur um að 40% atvinnulausra í öllum
stéttarfélögum kysu að greiða ekki félagsgjöld við
atvinnuleysisskráningu. Við hjá VR brugðumst strax
við þessum fréttum þó að sem betur hafi „aðeins“
8% atvinnulausra félagsmanna VR kosið að greiða
ekki félagsgjald. Það er okkur samt mikið áhyggju-
efni. Þess vegna birtum við samdægurs frétt á vef
félagsins, og sendum fjölmiðlum fréttatilkynningu,
þar sem m.a. er bent á að við veikindi fellur réttur-
inn til atvinnuleysisbóta niður en með félagsaðild eru
félagsmönnum tryggð 80% af launum eða atvinnu-
leysisbótum. Þeir sem ekki eru félagsmenn
eiga einungis rétt á bótum frá Trygginga-
stofnun sem eru talsvert lægri. Einnig
höfum við sent til atvinnulausra félags-
manna áréttingu um hvaða réttindi þeir hafa
með aðild að VR og hvaða réttindi þeir missa
kjósi þeir að greiða ekki félagsgjöld.
Ný stjórn VR tók við eftir aðalfund 2.
apríl sl. og ég tók til starfa daginn eftir. Í
nýju stjórninni sitja sjö stjórnarmenn seinni
hluta kjörtímabils síns og sjö nýir ásamt for-
manni. Vegna páskaleyfa hef ég því aðeins
starfað 21 dag á skrifstofu félagsins. Í kosningunum
kusu 27% félagsmanna en ekki 10% eins og Birgir
heldur fram. Síðustu fimm árin þar á undan hafa
aðeins um 0,9% félagsmanna komið að kosningum í
trúnaðarstörf félagsins.
Ég get fullvissað Birgi Má og aðra félagsmenn um
að VR mun standa vörð um hag félagsmanna og sú
varðstaða mun ekki fara fram í kyrrþey. Ég stend
einnig við það sem ég hef sagt við Birgi Má áður, að
ég mun gera mitt til þess að finna kröftum hans og
annarra sem áhuga hafa á að starfa fyrir hagsmuni
félagsins. Um þá hagsmuni getum við sameinast.
Höfundur er formaður VR.
Ný stjórn VR, staða og sjónarhóll
KRISTINN ÖRN
JÓHANNESSON
EINAR MÁR JÓNSSON
Í DAG | Í bíó
ELDRI BORGARA FERÐIR
um fornar byggðir á Suður-Grænlandi.
Fimm daga ferðir í júlí og ágúst. Allt innifalið.
Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776.
Einnig hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is
REYKJAVÍK
Grænland
Narsarsuaq
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/F
L
U
4
50
11
0
2.
20
09
flugfelag.is