Fréttablaðið - 13.05.2009, Page 14

Fréttablaðið - 13.05.2009, Page 14
14 13. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Það var á þessum degi fyrir 28 árum sem til- raun var gerð til að myrða Jóhannes Pál páfa II. á Péturstorginu í Róm. Tilræðismaðurinn, Tyrkinn Mehmet Ali Agca, var meðlimur í tyrknesku fas- istahreyfingunni Gráu úlfarnir. Hann skaut páfa nokkrum skotum í magann. Mehmet þessum mistókst ætlunarverk sitt og páfi lifði. Síðan hefur Mehmet eytt flest- um dögum sínum á bak við lás og slá. Hann sat í fangelsi á Ítalíu í nítján ár vegna tilræðis- ins. Þangað heimsótti Jóhannes Páll hann jólin 1983 og ræddu þeir saman einslega í tuttugu mínútur. Eftir afplánun á Ítalíu var Mehmet færð- ur í fangelsi í Tyrklandi, þar sem hann afplánaði dóm vegna morðs á ritstjóra vinstrisinnaðs dag- blaðs. Hann var látinn laus 12. janúar 2006 en var handtekinn aftur átta dögum síðar á þeim grundvelli að ekki væri hægt að draga fangelsis- dvöl hans á Ítalíu frá afplánun í Tyrklandi. Jóhannes Páll páfi II. lifði lengi eftir tilræð- ið. Hann lést 2. apríl árið 2005, á 85. aldurs- ári. Hann hafði þá setið í stóli páfa í 27 ár, næst- lengst allra páfa. ÞETTA GERÐIST: 13. MAÍ 1981 Tilraun gerð til að myrða páfa „Það er ekki það versta sem fyrir mann getur komið að fá heilabilun. Það versta sem fyrir mann getur komið er að fá heilabilun og vera umkringdur fólki sem veit ekki hvað það á að gera,“ segir Svava Aradóttir, nýlega kjörinn fram- kvæmdastjóri Félags áhugafólks og að- standenda Alzheimerssjúklinga og ann- arra skyldra sjúkdóma (FAAS). Ýmis- legt er á döfinni á vettvangi félagsins. Í kvöld klukkan 20 verður til að mynda aðalfundur þess haldinn í húsnæði Vist- or hf. í Hörgatúni 2 í Garðabæ. Hann er opinn öllum áhugasömum. „Þú ert sama manneskjan hvort sem þú færð heilabilun eða ekki. Það er svo mikilvægt að einhver haldi utan um þig, svo þú týnist ekki í ferlinu. Það þarf ekki að gerast,“ segir Svava. Markmið FAAS er að gæta hags- muna fólks með heilabilun og aðstand- enda þeirra. Það er yfirgripsmikið verk- efni sem snýr að mörgu, allt frá því að berjast fyrir bættum aðbúnaði til út- gáfu og dreifingar fræðsluefnis. Lögð er áhersla á að auka þekkingu og skiln- ing á heilabilunarsjúkdómum í þjóðfé- laginu, bæði hjá þeim sem hlut eiga að máli, almenningi og ekki síst stjórnvöld- um. „Það hefur gífurlega margt gerst í þessum málaflokki á tiltölulega fáum árum. Ekki síst þegar litið er á þekk- ingu og skilning á einkennum sjúk- dómsins. En það má alltaf gera betur,“ segir Svava. Eitt þeirra baráttumála sem nú er unnið að á vettvangi samtakanna er að úrræðum verði fjölgað og kerfið gert sveigjanlegra. „Dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun þarf til dæmis að verða algengari. Við rekum nú þrjár slíkar á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri en við bjóða dagþjálfun, nýverið var til dæmis opnuð á Selfossi fyrsta dagþjálfunin sem ein- göngu er ætluð fólki með heilabilun utan Reykjavíkursvæðisins. En það komast ekki allir sem þurfa í dagþjálf- un. Það þarf fleiri úrræði, meiri mögu- leika og meira val.“ Hún nefnir að hvíldarinnlögnum þurfi líka að fjölga. Mikið mæði á að- standendum fólks með heilabilanir sem oft eru sjálfir orðnir gamlir eða veik- ir. „Það er ekki auðvelt að vita hvern- ig á að sinna fólki sem ef til vill veit ekki lengur hvernig á að nota einfalda hluti, eins og glas. Það er nauðsynlegt að þeir sem umgangast þessa sjúklinga veiti þeim öryggi og haldi þeim saman sem persónu, þrátt fyrir skerðinguna. Þekking og persónuleg færni eru nauð- synlegir þættir í fari umönnunaraðila til að aðstoða fólk við að lifa merking- arbæru lífi.“ Svava segir gríðarlega mikilvægt að félag eins og FAAS sé sterkt, ekki síst til að það geti með góðu móti hjálpað að- standendum. Til þess að svo geti verið þurfi sem flestir að skrá sig í félagið. Lesa má allt um það á heimasíðunni www.alzheimer.is. „Við erum alltaf til ráðgjafar,“ segir Svava. „Fólki er frjálst að hringja í okkur og leita eftir ráðgjöf eða upplýsingum.“ holmfridur@frettabladid.is AÐSTANDENDUR ALZHEIMERSJÚKLINGA: HALDA OPINN AÐALFUND Í DAG Nauðsyn að fjölga úrræðum SVAVA ARADÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI FAAS Það er ekki það versta sem fyrir mann getur komið að fá heilabilun, segir Svava. Það versta sé að fá heilabilun og vera umkringdur fólki sem veit ekki hvað það á að gera. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eiginmaður minn , faðir okkar, tengdafaðir og afi, Magnús Finnbogason frá Lágafelli, Gilsbakka 2, Hvolsvelli, lést þriðjudaginn 5. maí. Útför hans verður gerð frá Krosskirkju Austur-Landeyjum laugardaginn 16. maí kl 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Guðrúnar á Lágafelli reikn.nr. 0182-15-370217 eða Dvalarheimilið Kirkjuhvol, Hvolsvelli. Auður Hermannsdóttir Vilborg Magnúsdóttir Gunnar Hermannsson Finnbogi Magnússon Þórey Pálsdóttir Ragnhildur Magnúsdóttir Guðmundur Erlendsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þyri Eydal Gilsbakkavegi 7, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri að morgni föstudagsins 8. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 15. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að láta Sjúkrahús Akureyrar njóta þess. Þyri Guðbjörg Björnsdóttir Elinborg Björnsdóttir Lars Erik Schilling Anna María Schilling Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný G. Ólafsdóttir (Lóa) Hæðargarði 35, er lést fimmtudaginn 7. maí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 14. maí kl. 15.00. Hilmar Jónsson Jóhanna Gunnlaugsdóttir Reynir Jónsson Kristín Sigurðardóttir Stefán Úlfarsson Bjarklind Guðlaugsdóttir Guðný Hrönn Úlfarsdóttir Heimir Helgason barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kurt S. Sveinsson, Præstevejen 18, Fuglse, Danmark, andaðist 6. maí 2009. Útför hefur farið fram. Áslaug Guðjónsdóttir Sveinsson og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Úlfar Jensson hárskerameistari, Mánatúni 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 5. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðmunda Matthíasdóttir Rúnar Mölk Margrét Garðars Mölk Örn Úlfarsson Kristbjörg Björnsdóttir Sigrún Úlfarsdóttir Gunnar Maríusson barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og vinarþel við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Hönnu Ingólfsdóttur Johannessen Reynimel 25A, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki kvennadeildar 21A á Landspítala fyrir einstaka umhyggju. Matthías Johannessen Haraldur Johannessen Brynhildur Ingimundardóttir Ingólfur Johannessen Matthías H. Johannessen Saga Ómarsdóttir Kristján H. Johannessen Lísa Margrét Sigurðardóttir Anna H. Johannessen Svava H. Johannessen og barnabarnabörn. Móðir okkar, Jóna S. Jónasdóttir Akralandi 1, andaðist á Landakotsspítala sunnudaginn 10. maí síðastliðinn. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðni P. og Kristján Kristjánssynir. MOSAIK MERKISATBURÐIR 1776 Konungur gefur út tilskip- un um póstferðir á Ís- landi, en slíkar ferðir hefj- ast þó ekki fyrr en 1782. 1934 Dettifossslagurinn á Siglu- firði, sem er hörð viður- eign verkfallsmanna og andstæðinga þeirra vegna afgreiðslubanns á skip Eimskipafélags Íslands. Hæstiréttur fellir dóm gegn verkfallsmönnum 1937. 1947 Sauðárkrókur verður með lögum kaupstaður. 1966 Íslenska ríkið kaupir Skaftafell í Öræfum undir þjóðgarð sem er opnaður tveimur árum síðar. Jörðin er eitt prósent alls Íslands. 2007 Manchester United fær níunda bikar sinn í ensku úrvalsdeildinni. DENNIS RODMAN ER 48 ÁRA Í DAG „Ég hef ekki séð föður minn í meira en þrjátíu ár, svo hvers er að sakna? Ég sé þetta svona: Einhver maður kom mér í heiminn. Það þýðir ekki að ég eigi föður.“ Körfuboltahetjan Dennis Keith Rodman átti dapra barnæsku. Hann gekk undir ýmsum við- urnefnum, meðal annars Ógn- valdurinn Dennis og Ormur- inn. Í NBA-deildinni spilaði hann fyrir Detroit Pistons, San Antonio Spurs, Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.