Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 13. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T A S K Ý R I N G Verðhjöðnun er fyrirbæri sem Íslendingar þekkja lítið enda hefur viðfangs-efnið hér á landi frekar verið verðbólga en verðhjöðnun í gegnum tíðina. Þó hefur verið talað um verðhjöðnun milli mánaða síð- ustu vikur. Því er spurt: Hvað er verðhjöðnun? Hvaða áhrif hefur hún? Hvernig er hægt að berjast gegn henni? Leitast verður við að svara þessum spurningum í þess- ari grein. Verðhjöðnun er neikvæð verð- bólga eða viðvarandi lækkun al- menns verðlags. Hún myndast þegar neytendur búast við að verð fari lækkandi og halda þess vegna að sér höndum í innkaupum. Verð- hjöðnun dregur því mjög úr eft- irspurn eftir vörum og þjónustu. Langvarandi verðhjöðnun ber vott um stöðnun í hagkerfinu og sýnir að efnahagsástandið er erfitt. Spár gera ráð fyrir því að tímabundin verðhjöðnun verði í íslensku efnahagslífi í byrj- un næsta árs. Alþýðusambandið spáði verðhjöðnun í hagspá sinni strax í byrjun ársins án þess þó að nefna nokkrar tölur. Hugsan- legt er að verðhjöðnun verði áfram inni í hagspánni þegar hún verð- ur endurnýjuð í lok þessa mánað- ar. Það er þó ekkert víst og á bara eftir að koma í ljós. Þá gerir Seðla- bankinn ráð fyrir verðhjöðnun í nýjustu spá sinni. FORSENDUR HAFA BREYST Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hag- fræðingur hjá Alþýðusambandinu, býst við að tólf mánaða vísitalan fari rétt niður fyrir núll í byrjun næsta árs. Hún bendir á að Seðla- bankinn geri ráð fyrir að verð- bólgan verði -0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi næsta árs og verð- hjöðnunin standi í stuttan tíma, kannski tvo til þrjá mánuði. Alþýðusambandið er að vinna að nýrri hagspá, sem verður kynnt síðar í þessum mánuði. Ingunn segir að forsendur hafi breyst nokkuð frá því í síðustu hagspá. „Við sjáum fram á aðeins verri niðurstöðu heldur en við vorum með þegar við gáfum út síðustu spá. Við höfum þó ekki áætlað nákvæmlega hversu mikið en við erum á fullu að vinna í þessu,“ segir hún. Staðan á erlendum mörkuðum hefur breyst mikið frá því sem gert var ráð fyrir í síðustu hag spá ASÍ. Kreppan er dýpri á alþjóða- mörkuðum. Ingunn segir að er- lendar spár verði sífellt svartari. „Svo hefur ýmislegt verið að tefj- ast hjá okkur. Endurreisn bank- anna hefur tekið lengri tíma og krónan hefur ekki styrkst eins hratt og mikið og við gerðum okkur vonir um. Það helst í hend- ur við endurreisn bankakerfisins og aðra þætti í efnahagslífinu. Í fljótu bragði eru það helst þessar forsendur sem hafa breyst ,“ segir hún. LANGVARANDI VERÐHJÖÐNUN ÓLÍKLEG Í yfirlýsingu pen- ingastefnunefnd- ar Seðlabankans er talað um hraðari verðhjöðnun en áður hafi verið gert ráð fyrir og að nokkrar líkur séu á tíma- bundinni verðhjöðnun á næsta ári haldist gengi krónunnar til- tölulega stöðugt. Seðlabankinn telur langvarandi verðhjöðnun hins vegar mjög ólíklega. Ingunn segir að endurnýjuð hagspá ASÍ verði ekki endilega á sömu lund og hjá peningastefnu- nefnd. Hagdeild ASÍ hafi verið heldur svartsýnni en Seðlabankinn í janúar. Hún þorir ekki að segja hvernig þetta verði nú, hvort líkur séu á meiri og langvinnari verð- hjöðnun en ASÍ hafi áður talið. Mestu skipti að koma hagkerf- inu í gang á nýjan leik. Eftir því sem kreppan verði dýpri og lengri þeim mun erfiðara verði að koma efnahagslífinu í gang á ný. ÓÞÆGILEGUR MÖGULEIKI Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra vill ekki ganga svo langt að segja að aukin hætta sé á verð- hjöðnun eða að hún muni valda verulegum vandræðum hér á landi á næstunni en „þetta er eitthvað sem menn hafa verulegar áhyggj- ur af í stærri hagkerfum, sérstak- lega Bandaríkjunum og reyndar einhverjum Evrópulöndum og Japan“, segir hann. „Við höfum verið að kljást við talsvert önnur vandamál, það er að segja verðbólgu. Ef við næðum að lenda okkar verðlagsmálum þannig að næðist að koma vel böndum á verðbólguna þá held ég að það ætti að vera hægt án þess að við lendum í verðhjöðnun svo neinu nemur þó að þetta sé einn af möguleikunum sem gæti vissu- lega orðið óþægilegur. En ég vil ekki ganga svo langt að segja að verðhjöðnun sé verulegt áhyggju- efni.“ Gylfi telur að helsta ráðið til að kljást við verðhjöðnun sé að auka peningamagn í umferð. Þó að við- fangsefni Íslendinga séu kannski verri en annars staðar þá hafi Seðlabankinn þannig þokkaleg tæki til að koma í veg fyrir að verðhjöðnun geti orðið verulegt vandamál. Hann bendir á að verðtrygging sé svo útbreidd á Íslandi að verð- hjöðnun myndi að sumu leyti hafa góð áhrif því að verðtryggð lán myndu lækka, bæði höfuðstóll og mánaðarlegar afborganir. ENDURSPEGLAR LITLA TRÚ „Verðtryggð lán myndu þá lækka að krónutölu og einhver hluti af hækkun undanfarinna mánaða myndi ganga til baka. Sennilega myndu margir túlka það sem já- kvæða frétt þó að meira máli skipti hvernig kaupmáttur þró- ast,“ segir hann. Gylfi telur varhugavert að nota tækifærið þegar verðhjöðnun er í efnahagskerfinu að afnema verð- trygginguna. Verðtryggingin sé langtíma fyrirbæri. Þó að verð- lag lækki í nokkra mánuði þá skapi það ekki forsendur til að gera róttækar breytingar á verð- tryggingunni. „Þetta myndi hins vegar breyta Verðhjöðnun lækkar verðtryggðu 1968 1978 1988 1998 V Í S I T A L A N E Y S L U V E R Ð S Línan sýnir þróun vísitölu neysluverðs frá 1968 fram á þetta ár. Spár gera ráð fyrir að verðhjöðnun verði lík- lega í íslensku efnahagslífi í byrjun næsta árs. Verðhjöðnun þykir yfirleitt ekki af hinu góða enda er langvarandi verðhjöðnun merki um djúpa efnahagskreppu. Guðrún Helga Sigurðardóttir skoðaði fyrirbærið verðhjöðnun og komst að raun um að það jákvæðasta við verðhjöðnun væri helst að verðtryggð lán myndu lækka. Aðalfundur Bakkavör Group hf. verður haldinn miðvikudaginn 20. maí nk. kl. 10:30 í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið ár. Ársreikningur fyrir liðið starfsár, ásamt áritun endurskoðanda, lagður fram til samþykktar. Ákvörðun um greiðslu arðs og jöfnun taps fyrir síðastliðið reikningsár. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. Kosning stjórnar félagsins. Kosning endurskoðunarfélags. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu. Heimild til kaupa á eigin hlutum. – Lagt er til að stjórn félagsins verði veitt heimild til kaupa á allt að 10% á eigin hlutum félagsins á næstu 18 mánuðum. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Ennfremur verður hægt að nálgast umrædd gögn á vefsíðu félagsins, www.bakkavor.com, frá sama tíma. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Í tilkynningu skal geta auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsinga um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Auk þess skal geta upplýsinga um hagsmunatengsl við helstu viðskipta- og samkeppnisaðila félagsins sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Stjórn félagsins skal fara yfir framboðstilkynningar og gefa hlutaðeigandi tækifæri, með sannanlegum hætti til þess að bæta úr göllum sem eru á tilkynningunni innan tiltekins frests sem eigi má vera lengri en 24 klukkustundir. Ef ekki er bætt úr ágöllum á framboðstilkynningu innan tiltekins frests, úrskurðar stjórn félagsins um gildi framboðs. Unnt er að skjóta ákvörðun stjórnar félagsins til hluthafafundar sem fer með endanlegt úrskurðarvald um gildi framboðs. Upplýsingar um framboð til stjórnar félagsins skulu vera aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundar- daginn frá kl. 10:00 á fundarstað. Athygli er vakin á að atkvæðisréttur miðast við hluthafaskrá að morgni 19. maí 2009. Fundarstörf fara fram á ensku. Stjórn Bakkavör Group hf. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. Aðalfundur Bakkavör Group Í VON UM LÆGRA VERÐ Spár gera ráð fyrir að verðhjöðnun mælist í byrjun næsta árs og standi í tvo til þrjá mánuði. Verðhjöðnun hefur í för me dregst saman. Neytendur halda að sér höndum í von um að verð lækki enn frekar. Bagalegt er ef sú þróun dregst á langinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.