Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég er ekkert sérlega grænn í rót- ina en samt finnst mér skemmti- legt að nota innlendan, umhverfis- vænan orkugjafa. Svo spillir ekki að hann er mun ódýrari en bensín og olía. Það ætti að vera eitthvað sem fólk horfir til í kreppunni,“ segir Kristján Ármannsson, vél- virki í Rafgeymasölunni í Hafnar- firði, sem keyrir á metangasi enda þótt bíllinn hans sé með venjulegri bensínvél og tilheyrandi tanki. Hann þvertekur fyrir að það sé mikil fyrirhöfn að sækja gasið í tankinn hjá N1 uppi á Höfða. „Það er ekkert vesen. Bara góð tilfinn- ing,“ fullyrðir hann. Kristján keypti bílinn fyrir þremur mánuðum. Hann er af gerðinni Mercedes Bens B 170 NGT. Síðustu þrír stafirnir standa fyrir Natural Gas Technology. Kristján segir hann þann fyrsta á landinu af þessari gerð. „Þetta er í alla staði hinn besti bíll,“ telur hann. „Í honum er 58 lítra bens- íntankur og líka geymir fyrir 17 rúmmetra af gasi. Svo er bara einn takki í stýrinu til að skipta á milli eldsneytistegunda og það finnst enginn munur á því á hvorri er ekið.“ Bíllinn er um 1,3 milljónum ódýrari í innkaupum en sams konar bíll sem er bara með bensín- vél að sögn Kristjáns. „Það stafar af því að ríkið hefur fellt niður aðflutningsgjöld af honum vegna þess hversu umhverfisvænn hann er og þar með lækkar virðisauka- skatturinn líka,“ útskýrir hann. Mesti ávinningurinn, að hans mati, er þó sá að nota innlenda orku og það hvarflar ekki að honum að keyra bílinn á öðru. „Mér nægir að ná í metangas einu sinni í viku og það kostar mig svona 1.900 krón- ur,“ segir hann. „Svo fá þessir umhverfisvænu bílar frítt í stæði í 90 mínútur.“ Bensinn er með 110 hestafla vél. Kristján viðurkennir að fyrir sinn smekk mætti hann vera öflugri. „Ég er vanur kraftmeiri bílum en þessi er enginn aumingi. Ég læt hann bara snúast aðeins meira. Mér finnst ég ekki hafa tapað neinu, bara grætt. Þetta er pottþétt framtíðin, þangað til rafmagnsbíl- arnir koma.“ gun@frettabladid.is Þetta er framtíðin þar til rafmagnsbílarnir koma Vélvirkinn Kristján Ármannsson nýtir einvörðungu jarðgas sem eldsneyti á bílinn sinn og kann því vel. Hann fyllir á tankinn einu sinni í viku fyrir 1.900 krónur og leggur frítt í öll bílastæði í 90 mínútur. Kristján renndi Bensinum inn í Rafgeymasöluna fyrir myndatöku vegna rigningarinnar úti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÆÐSLUGANGA verður farin um Grasagarðinn fimmtudaginn 14. maí klukkan 20. Hjörtur Þorbjörnsson, safnstjóri garðsins, fjallar um hátíðaliljur en til þeirra teljast til dæmis páskaliljur og Jónsmessu- liljur. Þátttaka er öllum opin og án endurgjalds. telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri Lokuð 9 vikna námskeið sniðin að þínum þörfum. 2x í viku í 5 vikur, kl 9:30 mánudaga og miðvikudaga. Námskeiðið hefst 27. maí. Verð kr. 10.300. Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! 60+ Innritun hafin á síðustu námskeið fyrir sumarfrí! Sími 581 3730 ÖLLUM NÁMSKEIÐUM FYLGIR OPIÐ KORT Í STÖÐINNI TIL 21. ÁGÚST telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n STOTT PILATES æfingakerfið er frábær leið til að: l Móta líkamann, bæta líkamsvitund og líkamsstöðu. l Lengja vöðva og styrkja sérstaklega djúpvöðva maga og baks. l Losa spennu, auka liðleika og bæta jafnvægi milli vöðvahópa. l Losa um bakverki og hjálpa til við samhæfingu svo fátt eitt sé nefnt. Kennt er 2x í viku í 5 vikur. Þriðjudaga og fimmtudaga kl 16:30 og 17:30. Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Verð kr. 17.900. Æfingakerfi byggt á pilatesæfingum Joseph Pilates. l Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal til 21. ágúst. Barnagæsla - Leikland JSB Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! STOTT PILATES Innritun hafin á síðustu námskeið fyrir sumarfrí! Sími 581 3730 ÖLLUM NÁMSKEIÐUM FYLGIR OPIÐ KORT Í STÖÐINNI TIL 21. ÁGÚST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.