Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 13. maí 2009 3
Undanfarin ár hefur Háskólinn
á Hólum boðið upp á BA-nám í
ferðamálafræði við ferðamála-
deild. Fyrsta árið hefur verið bæði
í fjarnámi og staðnámi en seinni
tvö árin hafa einungis verið í stað-
námi þar til nú. „Frá og með kom-
andi hausti ætlum við að verða við
ítrekuðum óskum og bjóða upp á
öll þrjú árin í ferðamálafræði til
BA-prófs í fjarnámi,“ segir Guð-
rún Helgadóttir, deildarstjóri
ferðamáladeildar við Háskólann
á Hólum.
„Þá hafa nemendur okkar val
um hvort þeir ætla að koma í
háskólaþorpið á Hólum og vera
þar í staðbundnu námi eða vera í
fjarnámi en mikil eftirspurn virð-
ist vera eftir því, sérstaklega hjá
fólki sem starfar í ferðaþjónustu
eða er jafnvel að reka sín eigin
fyrirtæki og á erfitt með að taka
sig upp og flytja,“ segir Guðrún
og nefnir að fjarnám henti því vel
þessari atvinnugrein. Að hennar
sögn hefur áhugi á ferðamálafræði
farið stigvaxandi. „Við lítum á
þetta sem starfsnám á háskólastigi
og þarf námið því að vera fræði-
legt og hagnýtt í senn. Við notum
fræðin til að gera fólk enn betra í
því sem það er að gera þannig að
það geti litið gagnrýnum augum á
þróun í ferðaþjónustu og hvernig
best er að standa að málum.“
Mikið er lagt upp úr að skoða
afþreyingu í ferðaþjónustu og
greina hvert aðdráttaraflið sé.
„Við erum með námskeið sem
hjálpa fólki að kortleggja og átta
sig á hvar auðlindir eru á hverj-
um stað fyrir sig, bæði í náttúru
og menningu. Síðan erum við með
námskeið sem fjalla um þjónustu
við ferðamanninn, allt frá gisti-
og veitingaþjónustu til upplifunar.
Við erum með námskeið á sviði
afþreyingar, útivistar og göngu-
leiðsagnar og svo fjöllum við um
umhverfismálin en sjálfbær þróun
er leiðarljós í náminu,“ segir Guð-
rún en auk þessa er boðið upp á
menningartengda ferðaþjónustu
og diplómanám í viðburðastjórnun
sem varð til í kjölfar þess að ýmiss
konar hátíðir færðust í aukana um
land allt. „Mikil viðburðavæðing
menningar hefur verið áberandi
á heimsvísu og spennandi hefur
verið að fylgjast með þróun í þeim
geira,“ segir hún og bætir við:
„Síðast en ekki síst eru það allar
rekstrargreinarnar en sjálfbærni
þýðir líka að þú getir rekið fyrir-
tæki þannig að það skili hagnaði
og standist tímans tönn. Í náminu
er því líka námskeiðaflokkur sem
fjallar um rekstur, markaðsmál,
stjórnun og fjármál fyrirtækja.“
Fylgst hefur verið með því í
hvaða störf nemendur fara og virð-
ast þeir sækja í sjálfstæðan rekst-
ur, inn á ferðaskrifstofur en líka
töluvert í ráðgjafar- og stjórnun-
arstörf í kringum ferðaþjónustu
sem og uppbyggingu ferðaþjón-
ustu víða um land. „Í BA-náminu
viljum við mennta fólk þannig að
það geti tekið forystu og hafi skýra
hugmynd um gæðamál og stefnu-
mörkun í greininni,“ segir Guðrún
ákveðin. „Engin ein atvinnugrein
kemur til með að bjarga öllu en
ferðaþjónustan er vissulega mjög
sterk atvinnugrein og mikill þekk-
ingariðnaður. Forsenda fyrir góðri
uppbyggingu er því að byggja upp
mannauðinn í greininni. Þetta er
orðinn svo fjölbreyttur atvinnu-
vegur og finna má allt frá gisti-
þjónustu yfir í jökla- og fjallaklifur
og heilsuþjónustu. Ferðaþjónusta
á Íslandi snertir því flestar aðrar
atvinnugreinar líka. Mikilvægt er
því að þeir sem starfa í ferðaþjón-
ustu átti sig á þessu samspili og
geti sett sína grein í samfélagslegt
og efnahagslegt samhengi.“
hrefna@frettabladid.is
Bjóða fjarnám í
ferðamálafræði
Háskólinn á Hólum hefur undanfarin ár boðið upp á BA-nám í ferða-
málafræði. Nú er hins vegar bryddað upp á nýjung í greininni frá og
með komandi hausti þar sem hægt er að taka öll þrjú árin í fjarnámi.
Forsenda fyrir góðri uppbyggingu ferðaþjónustu er að byggja upp mannauðinn í
greininni, að mati Guðrúnar Helgadóttur, deildarstjóra ferðamáladeildar á Hólum.
Nám til BA-prófs í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum er fjölbreytt og snertir
ýmsar atvinnugreinar. Einnig er hægt að ljúka diplómaprófi í greininni.
MYND/SÓLRÚN HARÐARDÓTTIR
VERSLUN / VERKSTÆÐI
Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður
Sími 555 4900
Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn
Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld
Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið
Allt í húsbílinn...
...í settum fyrir handlagna
Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu
á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt
uppsetningu og tengingu á þeim búnaði
sem við seljum á einu besta
þjónustuverkstæði landsins.
Gasmiðstöðvar
1900 - 2800W
Vatnshitarar
13L gas / 220V
Sólarsellusett í úrvali.