Fréttablaðið - 13.05.2009, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2009 3hjólað inn í sumarið ● fréttablaðið ●
Hjólafestingar koma sér oft vel.
Gaman getur verið að hafa
reiðhjól með á ferð um land-
ið og fást ýmiss konar reið-
hjólafestingar á bíla.
Hjá Stillingu fást Thule-
reiðhjólafestingar af ýmsum
stærðum og gerðum. Ramm-
arnir eru framleiddir sam-
kvæmt ISO-stöðlum, halda
hjólunum vel föstum og eru
með endurskinsmerkjum.
Oftast er hægt að leggja fest-
ingarnar saman til geymslu.
Hægt er að fá festingar fyrir
mismörg hjól en oft eru þær
fyrir tvö upp í fjögur hjól.
Festingarnar má ýmist setja
á toppinn eða aftan og fram-
an á bíla, allt eftir því hvað
valið er. THULE ProRide
591 hefur hlotið einna bestu
einkunnina af öllum hjóla-
grindunum sem í boði eru
hjá Stillingu. - hs
Hjólin með í
ferðalagið
Morgunhressing verður á þremur stöðum í
borginni nú í morgunsárið fyrir þátttakendur í
átakinu Hjólað í vinnuna.
Reist verða tjöld við Elliðaárvog, við brúna
yfir Kringlumýrarbraut, Nauthólsvíkurmegin,
og við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrar-
brautar. Í tjöldunum býður Ávaxtabíllinn upp
á léttar veitingar og Kaffitár upp á drykkjar-
föng.
Fólk frá hjólreiðasamtökum verður á staðn-
um og reiðhjólaverslunin Örninn með snögga
viðgerðarþjónustu.
Þessi lúxus er í boði milli hálfátta og hálftíu
í dag og svo aftur að viku liðinni. - gun Ráðherrar, borgarstjóri og aðrir aðstandendur átaksins er þeir brunuðu af stað.
Kaffihúsatjöld fyrir hjólandi vegfarendur
Í 80 til 85 prósentum tilvika
ver hjálmur fólk fyrir alvar-
legum höfuðáverkum, sam-
kvæmt upplýsingum frá
Slysavarnafélaginu Lands-
björg. Þetta er gott að hafa í
huga, nú þegar hjólunum fer
fjölgandi á götum úti.
En það er ekki nóg að vera
með bara einhvern hjálm á
hausnum. Fyrir það fyrsta
er mikilvægt að hjálmur sé
af réttri stærð. Hann á að
sitja beint ofan á höfðinu og
það er gott að hafa þá reglu í
huga að einn eða tveir fingur
eiga að komast á milli höfuð-
bands og hökunnar.
Jafnframt er um að gera
að hafa hjálm í skærum
litum, til að vera sem mest
áberandi í umferðinni. Ekki
má líma merki né mála á
hjálma. Það getur minnkað
höggþol þeirra. - hhs
Í réttri stærð og
skærum litum
Hjólafólk á öllum aldri ætti að
taka sér þessa krakka til fyrir-
myndar og nota hjálma.