Fréttablaðið - 13.05.2009, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 13. maí 2009 17
Norræni kvikmynda- og sjón-
varpssjóðurinn hefur tilkynnt að
nú verði efnt til sérstaks átaks í
dreifingu norrænna kvikmynda á
markaðsvæði Norðurlanda: komið
verður á fót nýju styrkja- og hvata-
kerfi, undir nafninu Nordic High
Five, sem ætlað er að auka fram-
boð norrænna kvikmynda í kvik-
myndahúsum Norðurlandanna,
styrkja markaðshlut norrænna
kvikmynda og auðvelda dreifingu
þeirra um svæðið. Styrkurinn á
að bæta rekstrarumhverfi rétt-
hafa og dreifingaraðila norrænna
mynda. Í fréttatilkynningu frá
sjóðnum segir að á undanförnum
árum hafi kvikmyndamarkaður-
inn gert útgáfu á norrænum mynd-
um æ erfiðari á Norðurlöndunum.
Sjóðurinn vill, í gegnum Nordic
High Five, bjóða upp á styrki sem
er beinlínis ætlað til dreifingar á
norrænum kvikmyndum til kvik-
myndahúsa á öðrum Norðurlönd-
unum. Sem sagt til að dreifa mynd-
um frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi hérlendis, íslenskum
myndum á hinum Norðurlöndun-
um. Ein augljós afleiðing er sú að
fleiri norrænar kvikmyndir verða
einnig gefnar út á DVD-diskum, á
VOD-leigum og sýndar í sjónvarpi
viðkomandi landa.
Nordic High Five er þriggja
ára áætlun og eftir tvö ár verð-
ur lagt mat á þann árangur sem
náðst hefur. Þau fimm dreifing-
arfyrirtæki sem hafa verið valin
til verkefnisins eru Camera Film
í Danmörku, BioRex í Finnlandi,
Græna ljósið á Íslandi, Arthaus í
Noregi og NonStop í Svíþjóð. Öll
þessi fyrirtæki sérhæfa sig í list-
rænum kvikmyndum og búa því
yfir sérþekkingu í að dreifa minni
gæðamyndum. Þessi fyrirtæki
eru öll frekar lítil á sínum heima-
markaði og unnu öll saman við
kynningu og sýningar á myndum
sem kepptu um Kvikmyndaverð-
laun Norðurlandaráðs í fyrra og
munu halda því samstarfi áfram á
þessu ári. Styrkirnir eru að hluta
til endurkræfir eins og er raunin
með flesta styrki frá sjóðnum þótt
sjaldan komi til endurgreiðslu.
Fyrstu kvikmyndirnar sem dreift
verður undir hatti Nordic High
Five eru De Ufrivillige eftir Ruben
Østlund, Kenny Starfighter eftir
Calle Åstrand og Mats Lindberg,
Valhalla Rising eftir Nicolas Wind-
ing Refn, Letters to Pastor Jacob
eftir Klaus Härö og Brúðguminn
eftir Baltasar Kormák. Styrkirn-
ir eru veittir til dreifingar í stök-
um löndum. Þannig er Brúðgum-
anum dreift í Svíþjóð á styrk, en
Valhalla á Íslandi. Það er eiginlega
til marks um veika dreifingu nor-
rænna mynda milli málsvæðanna
að styrkja þurfi þær tvær kvik-
myndir sem báðar ættu að eiga
möguleika á hefðbundinni dreif-
ingu.
Megintilgangur Norræna kvik-
mynda- og sjónvarpssjóðsins er að
styðja framleiðslu og dreifingu á
vönduðum norrænum kvikmyndum
og norrænu sjónvarpsefni. Árlega
hefur sjóðurinn 70 milljónir dansk-
ar krónur til umráða. Samstarfsað-
ilar sjóðsins eru Norðurlandaráð
sem leggur til mesta fjármagnið,
kvikmyndamiðstöðvar Norður-
landanna fimm og ellefu norræn-
ar sjónvarpsstöðvar: DR, TV2 Dan-
mark (DK), YLE, Nelonon Media
(FI), RÚV, Stöð 2 (IS), NRK, TV2
Norge (NO), SVT, TV4 og Kanal 5
(SV).
- pbb
Bíódreifing styrkt
KVIKMYNDIR Valhalla Rising, víkingamynd sem að hluta var tekin hér á landi, með Mads Mikkelsen fær styrk til dreifingar á
Íslandi í nýju styrkjaátaki Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. MYND SCANBOX/ZIKZAK
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 13. maí 2009
➜ Tónleikar
20.00 Árnesingakórinn í Reykjavík
heldur vortónleika í Fella- og Hólakirkju
við Hólaberg, þar sem flutt verður trúar-
tónlist úr ýmsum áttum.
20.00 Jón Gunnar Biering Margeirsson
gítarleikari, verður með tónleika í Saln-
um við Hamraborg í Kópavogi. Á efnis-
skránni eru gítarverk eftir m.a. J.S. Bach,
E. Granados og Jón Gunnar sjálfan.
➜ Leiklist
20.00 Í Iðnó við Vonarstræti verð-
ur Spliinng!, lesin og leikin dagskrá
sem fjallar bæði af gamni og alvöru
um atvinnumissi og önnur viðkvæm
málefni. Flytjendur eru Guðmundur
Ólafsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir,
Bryndís Ásmundsdóttir og Höskuldur
Sæmundsson.
➜ Námskeið
17.00 Sigurborg Kr. Hannesdóttir
kynnir 5 Rythma dansnámskeið að
Laugavegi 51. Mæta í þægilegum fötum.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
➜ Ljósmyndasýningar
Sýningin Heima - heiman hefur verið
opnuð í heimkynnum Rauða krossins
að Skólabraut 25a á Akranesi. Katrín
Elvarsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir
standa að sýningunni sem er ætlað að
gefa innsýn í líf flóttamanna og hælis-
leitenda sem komið hafa til Íslands.
Opið mán.-fös. kl. 12-19 og um helgar
kl. 13-17.
➜ Myndlist
Jessica Langley og Ben Kinsley hafa
opnað sýninguna „The Thirteenth day“
í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Aust-
urlandi á Seyðisfirði. Opið mið.-fim. kl.
13-17 og fös.-sun kl. 13-20.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hrífandi listviðburður á Stóra sviðinu
Í Óðamansgarði
Verk eftir Sunleif Rasmussen
Söngvarar: Bjarni Thor Kristinsson, Eyjólfur Eyjólfsson og Þóra Einarsdóttir
Fyrsta færeyska óperan í samstarfi við
Tjóðpallinn og Listhátíð í Reykjavík
Aðeins tvær sýningar 22/5 og 23/5