Fréttablaðið - 13.05.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 13.05.2009, Qupperneq 38
18 13. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR > ÁNÆGÐ MEÐ ÚTLITIÐ Lindsay Lohan hefur grennst mikið síðan sambandi hennar og Samönthu Ronson lauk fyrir nokkrum vikum. Kenningar hafa verið á lofti um að Lohan svelti sig en því neitar hún. „Það er ekki rétt. Ég er gagn- rýnd þegar ég er of grönn og þegar ég er of þung. Ég er ánægð með útlit mitt.“ Tónlistarmaðurinn Bob Dylan skellti sér nýverið í skoðunar- ferð um Liverpool og heimsótti meðal annars æskuheimili Johns Lennon. Dylan greiddi rúmar þrjú þúsund krónur fyrir skoðun- arferðina. „Við ætluðum ekki að trúa því þegar umboðsmaður hans hringdi í okkur og spurði hvort Bob gæti komist í ferð hjá okkur til að sjá hús Johns. Hann eyddi óratíma í að skoða myndaalbúm og var yfir sig hrifinn af minja- gripunum,“ sagði talsmaður samtakanna sem sjá um rekstur hússins við Daily Mirror. Dylan heimsækir Lennon BOB DYLAN Skoðaði æskuheimili Bítils- ins Johns Lennon í Liverpool. Stórtækar breytingar gætu verið yfir- vofandi hjá karlatímaritinu Playboy. Mikið tap hefur verið á útgáfu blaðsins og stjórnendur þess skoða nú ýmsar aðgerðir til að mæta því. Meðal þess sem kemur til greina er að hækka áskriftar- og lausasöluverðið, fækka útgáfudögum eða minnka dreifingu blaðsins. Playboy Enterprises, sem rekur blaðið, segir að vel komi til greina að selja það. Mikið tap var á síðasta árs- fjórðungi og auglýsingatekjur hafa dregist umtalsvert saman. Alls hafa auglýsingatekjur dregist saman um 26 prósent og spár gera ráð fyrir að þær dragist saman um 39 prósent á þessum ársfjórðungi. „Það er ljóst að þetta fyrirtæki getur ekki þolað umtalsvert tap í geira sem nær ekki yfir nema fjórð- ung tekjusviðs fyrirtækisins,“ segir Jerome Kern, stjórnarformaður Play- boy Enterprises. „Af þessum sökum munum við gera róttækar breytingar á tímaritinu.“ Playboy dregur saman seglin TAP HJÁ PLAYBOY Playboy-kóngurinn Hugh Hefner getur ekki verið sáttur við að mikið tap hefur verið á útgáfu Playboy-tímaritsins. Ráðist verður í sparnaðaraðgerðir til að rétta reksturinn af. Hér sést Hefner með Playboy-stúlkunum Kendru Wilkinson og Bridget Marquardt. NORDICPHOTOS/GETTY folk@frettabladid.is Hinn undarlegasti fjöl- miðlasirkus er að mynd- ast í kringum líkamsárás Kiefers Sutherland á gala- kvöldverði búningastofn- unar Metropolitan-safnsins á Manhattan fyrir nokkru. Leikarinn er sakaður um að hafa skallað þekktan tísku- hönnuð. Málavextir eru þeir að Kiefer sótti þessa árlegu veislu þar sem margar af helstu stórstjörnum Hollywood sameinast tískuhönn- uðum og fyrirsætum í góðu glensi. Veislan þykir mikill viðburður í samkvæmislífi hinna ríku og frægu og eftirsóknarvert er að fá boðskort þangað inn. Teitið fékk á sig eilítið blóðuga mynd þegar stjarnan úr sjónvarpsþáttunum 24 tók sig til og skallaði fatahönn- uðinn Jack McCollough. Að sögn talsmanns Kiefers var leikarinn eingöngu að halda uppi vörnum og heiðri leikkonunnar Brooke Shields. McCollough þótti, að sögn talsmannsins, sýna óviðeig- andi hegðun í garð leikkonunnar og Kiefer lét hann finna, með bók- staflegum hætti, fyrir vandlæt- ingu sinni. Brooke hefur hingað til ekki viljað tjá sig um málavexti en samkvæmt New York Daily News hefur hún tekið sér stöðu við hlið Kiefers. Sem þykir nokkuð óvænt- ur snúningur á þessu furðulega máli. Í yfirlýsingu frá lögfræð- ingi hennar kemur nefnilega fram að McCollough hafi átt upptökin, hann hafi viljandi rekist utan í leikkonuna og Kiefer hafi brugðist við. „Sutherland hefur alltaf verið sannur herramaður þegar Shields er annars vegar,“ segir í yfirlýs- ingu Shields. New York Daily News er hins vegar ekki alveg jafn sannfært um sakleysi Sutherlands og grein- ir frá því að leikarinn eigi erf- itt með að hemja skap sitt þegar hann á annað borð fær sér í glas. Blaðið hefur eftir ónefndum sam- starfsfélaga Sutherlands að eftir vinnu settist leikarinn yfirleitt við næsta bar, sæti þar í fjóra tíma og drykki ótæpilegt magn af áfengi. „Hann er síður en svo skemmti- legur með víni,“ segir samstarfs- maðurinn ónafngreindi. Blaðið segir einnig frá lítilli flugferð með einkaflugvél fyrir skemmstu þar sem leikarinn hafi drukkið fjór- ar sterkar vínblöndur á innan við klukkutíma. Eftir að Sutherland hafði rennt þeim niður gjörbreytt- ist skapið og hann hótaði að lemja alla um borð. Flugvélin náði þó að lenda áður en til þess kom. Talsmaður Sutherlands sagði við blaðið að leikarinn myndi halda áfram að sinna sínu starfi þrátt fyrir að lögreglan í New York hefði kært hann fyrir lík- amsárás. Sutherland á að mæta fyrir dómara á Manhattan hinn 9. júní en þangað til mun hann meðal annars fara á Emmy-verð- launahátíð- ina, en hún er einmitt ha ld i n í New York á hverju ári. Brooke Shields kemur Kiefer til varnar Í VONDUM MÁLUM Kiefer Sutherland er ekkert í alltof góðum málum eftir að hann skallaði þekktan fatahönn- uð í veislu á Manhattan, Hann segist þó vera saklaus af öllum ákærum, fatahönnuðurinn hafi átt upptökin. Hér mætir hann í skýrslutöku hjá lögreglunni í New York. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Tónlistarmaðurinn Yusuf Islam lék á fyrstu tónleikum sínum í Bandaríkjunum í 33 ár á mánu- dagskvöld. Islam, sem flest- ir þekkja eflaust sem Cat Ste- vens, fagnaði útgáfu nýrrar plötu sinnar með 400 manna tónleikum í Los Angeles. Það var árið 1976 sem Islam lék síðast á tónleikum í Bandaríkj- unum en hann gerðist í kjölfarið múslimi og hætti að kalla sig Cat Stevens. Islam átti að spila í New York í byrjun mánaðarins en fresta varð þeim tónleikum vegna vandræða með vegabréfsáritun hans. Tónlistarmaðurinn grínað- ist með þessi vandræði við áhorf- endur í LA og verðlaunaði þá með slögurum á borð við Peace Train, Where Do the Children Play? og Wild World. Spilaði loks í Los Angeles YUSUF ISLAM Hélt tónleika í Los Angeles eftir að hafa leyst úr vandræðum með vegabréf sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TEKUR UPP HANSKANN Brooke Shields tekur upp hanskann fyrir Kiefer Sutherland í yfirlýs- ingu sem lögfræðingur hennar sendi fjölmiðlum. NORDICPHOTOS/GETTY FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA SÚRT BAKFLÆÐI?... ...Nú færðu Losec mups* án lyfseðils í næsta apóteki! Nýtt! annt um líf og líðan Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töfl ur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakfl æði. Ekki má nota lyfi ð ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfi ðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafl a ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfi ð eftir 14 daga stöðuga notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töfl urnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töfl urnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva (t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/ uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009. *Omeprazol

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.