Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 14. maí 2009 3 Seint verður hægt að tala um byltingarkennda herratísku en það er ekki seinna vænna en að fara aðeins yfir strauma og stefnur komandi sumars. Nú fer hver að verða síðastur til að ná í réttu stærðirnar, í það minnsta hvað varðar fínu tísku- húsin. Ódýrari búðir eiga þó oft stærri lager og líklega eitt- hvað eftir til að selja. Svo má auðvitað ekki gleyma áhrifum kreppunnar og sjálfsagt eiga sum tískuhús eftir að slá veru- lega af verðinu með útsölum. Herratískan tekur reglulega upp nýjungar og ef þær ná fótfestu eru þær áberandi í nokkur ár. Þetta má segja um bleika litinn sem í eina tíð þótti allt annað en karlmannlegur en hefur frá bleika sumrinu fyrir nokkrum árum tekist að ná varanlegri fótfestu í fata- skápum karla eins og sjá mátti á bleikum jakkafötum Páls Óskars í „Alla leið“. Sama má segja um bermúda-buxurn- ar og lítur út fyrir að þriðja sumarið í röð verði þær áber- andi, sem og allar stuttbuxur. Eflaust hefur það einhver áhrif að hálfsíðar buxur eru mjög þægilegur og frjálslegur klæðnaður fyrir herra, líkt og pils fyrir konur og gott þegar hitastigið hækkar að leyfa loftinu að leika um leggina. Ég tala nú ekki um ef enn eitt góðviðrissumarið bíður. Tísku- blöðin segja að sú tíð sé liðin að karlar noti aðeins bermúda- buxurnar á ströndinni. Nú eiga þær að koma í staðinn fyrir síðbuxur til daglegrar notkunar yfir sumarið. Síddin getur hins vegar verið mismunandi, um hné eða fyrir ofan og ekki má gleyma kvart-buxunum sem ná niður á miðja ökkla. Efnin eru mismunandi, frá bómull og líni yfir í fínni efni eins og ullarefni úr léttu gaberdíni eða jafnvel silki. Önnur nýjung í sumar er lita- dýrðin. Jafnt í stuttbuxunum sem í öðrum herrafötum. Jafn- vel jakkafötum, svo dæmi séu tekin. Rauðgult er bæði notað í sportlegar stuttbuxur sem og jakkaföt. Bleikt er inni eins og áður er nefnt og svo eitur- grænt. Stakir jakkar eru ómiss- andi með öllum þessum buxum, stuttum og löngum, jakkar úr taui eða gallaefni. Ekki er verra að hafa stráhatta með í far- teskinu, jafnvel hvíta að hætti Humprey Bogart í Casablanca. Svo er nauðsynlegt að eiga fína leðursandala eða Converse- strigaskó. Til að fullkomna „lúkkið“ er nauðsynlegt að nota einhvern af nýju „sumarsöfunum“ eins og Lanvin l´Homme Sport en þetta tískuhús sem hefur dustað af sér rykið undanfarin ár sendir nú nýjan herrailm á markaðinn fyrir sumarið. Sömuleiðis má reyna Extreme frá Tom Ford eða Eau d´Été frá Issey Miyake og Kenzo. Þá vantar bara nýja broshrukku kremið frá Gaultier fyrir herra svo sumarið verði gott. bergb75@free.fr Stuttbuxnadrengir með sól í hjarta ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Mínipilsin ollu usla á sjöunda áratugnum. Saga mínipilsins er rakin til konu að nafni Mary Quant sem rak fatabúðina Bazaar á King‘s Road í London. Síðla á sjötta áratugnum fór hún að prófa sig áfram með styttri pils og til varð mínipilsið árið 1965 sem tröllreið tískunni á sjöunda áratugnum. Aðrir sem komu mínipilsinu á framfæri voru Helen Rose sem gerði slíkt pils fyrir leikkonuna Anne Francis fyrir kvikmyndina Forbidden Planet árið 1956, John Bates sem hannaði svipað pils fyrir Diönu Rigg í sjónvarpsþátt- unum The Avengers, og franski hönnuðurinn André Courrèges sem setti öllu víðari míni- pils á markað með línu sinni Mod look sumar- ið 1965. Pilsinu fylgdu hvít gógóstígvél sem hönnuð voru með dans í huga. Stígvélin urðu síðar aðals - merki Courrè- ges. Hversu stutt pils þarf að vera til að það sé mínipils er ekki á hreinu. Þumalputta- reglan er þó sú að standi kona bein með hendur niður með síðum á hún ekki að ná niður fyrir pilsfaldinn með löngu- töng. Kynþokka- full lengd Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.