Fréttablaðið - 14.05.2009, Side 34
14. MAÍ 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● frístundir og námskeið
Mæðgurnar Þorbjörg Sigurðardóttir og Jóhanna Þorbjargardótt-
ir hafa lagt stund á hestamennsku um margra ára skeið og hafa
nýlokið við að taka knapamerki eitt og tvö.
Knapamerki er stigskipt nám í hestamennsku sem er meðal
annars ætlað að auðvelda aðgengi að menntun í reiðmennsku og
bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins.
„Námið er kennt víða
en námsefnið kemur frá
Hólum. Upphaflega var það
eingöngu ætlað börnum og
unglingum en nú hefur það
verið sniðið að fullorðnum
sem mér finnst löngu tíma-
bært,“ segir Þorbjörg. „Við
mæðgurnar tókum fyrstu
tvö stigin í einu en námið
skiptist í bóklegt og verk-
legt. Námið gekk að miklu
leyti út á umhirðu og um-
gengni við hesta, ásetu, jafn-
vægisæfingar og stjórnun
og þó ég hafi riðið út með
hléum frá því að ég var tíu
ára þá gafst þarna tækifæri
til að dýpka kunnáttuna til
muna,“ bætir hún við.
Prófað er bæði úr verk-
lega og bóklega þættinum en mestu máli skiptir að nemendur
sýni fram á að þeir hafi tileinkað sér þau viðhorf og þá umgengni
gagnvart hestunum sem kennd er í náminu.
Mæðgurnar stefna að því að taka þriðja stigið í haust en þá
verður farið meira í fimiæfingar, líkamsbeitingu hestsins og að
samhæfa hest og knapa. „Það er svo aldrei að vita nema við höld-
um áfram en stigin eru í heildina fimm.“
Nánar á www.holar.is/knapamerki/index.htm - ve
Löngu tímabært
nám fyrir fullorðna
Þorbjörg á Hugleik frá Fossi ásamt
dóttur sinni, Jóhönnu, á Sólon Íslandus.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sviffélag Reykjavíkur stendur
fyrir námskeiði í svifvængja-
flugi á hverju sumri og var eitt
slíkt að hefjast.
Námskeið í svifvængjaflugi hjá
Sviffélagi Reykjavíkur er þrjú
til fjögur bókleg skipti sem allir
taka saman en síðan fer eftir
mætingu hve margir hópar eru í
verklegu. „Verklegu skiptin eru
fimm til átta, allt eftir hve fljót-
ir menn eru að ná þessu. Bóklegu
tímarnir eru um þrír klukkutímar
í hvert sinn en þeir verklegu eru
um fjórir klukkutímar,“ útskýr-
ir Róbert Bragason sem sér um
námskeiðið.
Námskeiðið kostar 50.000 krón-
ur en í gjaldinu er allur búnaður á
meðan námskeið stendur yfir inni-
falinn, árlegt félagsgjald í Fisfé-
lagi Reykjavíkur sem felur í sér al-
þjóðlega slysatryggingu og síðan
er kennslubók ásamt DVD-mynd-
diski. „Kennd eru undirstöðuatriði
svifvængjaflugs, beiting vængsins
og fræðileg atriði á borð við veður-
fræði, flugreglur og fleira. Reynd-
ustu flugmenn Fisfélags Reykja-
víkur annast kennsluna. Meðan
á námskeiði stendur hafa þátt-
takendur aðgang að búnaði en að
því loknu þurfa þeir að útvega sér
eigin búnað. Margir kaupa notað
til að byrja með,“ segir Róbert.
Samkvæmt Lognbókinni voru
120 flugdagar á landinu á síðasta
ári sem er nokkuð mikið. Róbert
segir ástæðuna fyrir því að hann
byrjaði í svifvængjaflugi vera að
líkt og svo margir hafi hann átt
sína flugdrauma. „Það er eins og
alla dreymi einhvern tíma um að
fljúga og svo var það þannig að fé-
lagi minn lærði þetta úti í Banda-
ríkjunum og sagði mér frá þessu.
Fram að þeim tíma hélt ég að í
sportinu fælist að príla upp á fjall
og fljúga beint niður en komst að
því að þess í stað fer maður upp
á fjall, flýgur upp og hangir uppi.
Mitt lengsta flug á Íslandi er til
dæmis um þrír og hálfur tími,“
segir hann. Ekki hefur verið mikið
um slys í svifvængjaflugi á Ís-
landi. „Á námskeiðinu svörum við
því þannig að fólk stjórni áhætt-
unni að mestu sjálft.“
Námskeiðin hafa verið nokkuð
vel sótt og útlit er fyrir tvö verk-
leg námskeið í vor. „Þeir sem hafa
áhuga á svifvængjaflugi setja sig
einfaldlega í samband við mig
með því að hringja í 898 7771 eða
senda tölvupóst á robert.braga-
son@gmail.com. Enn er hægt að
skrá sig á bóklega námskeiðið og
hugsanlega hefst fyrsta verklega
námskeiðið um næstu helgi, en
þetta ræðst allt saman af veðri,“
segir Róbert og bætir við brosandi
að þetta sé nú einu sinni skemmti-
legasta sport í heimi. - hs
Svifið þöndum vængjum
Róbert segir marga rugla svifvængja-
flugi við svifdrekaflug sem sé deyjandi
íþrótt. Þarna er hann á flugi yfir Butter-
fly Valley í Tyrklandi árið 2006.
MYND/RÓBERT BRAGASON
Hér er Róbert á flugi við bæinn Ölu Deniz í Tyrklandi árið 2006. MYND/CHRIS WHITE
„Ég er að kenna fólki að koma auga á hvað það vill í
lífinu,“ segir spákonan Michalina Skiba, sem verð-
ur á næstunni með námskeið í notkun tarotspila
á efri hæð verslunarinnar Gjafir jarðar við
Ingólfsstræti. Tilgangurinn er að læra að efla eigið
innsæi.
Á námskeiðinu verður hverjum og einum kennt
að læra að draga eigin ályktanir af merkingu þeirra
tákna sem koma fyrir í spilunum. „Hægt er að líta á
tarotspil sem tæki til sjálfsþekkingar og með því að
læra um merkingu þeirra getum við lært meira um
okkur sjálf,“ segir Michalina, sem hefur verið heill-
uð af tarotspilum og upptekin af draumum og tákn-
um allt frá því hún var lítil stelpa í Póllandi.
„Reglum tarotspila má líkja við reglurnar í
lífinu,“ útskýrir hún og nefnir að hvert spil segi
ákveðna sögu. „Á bak við hverja sögu er merking
sem getur svo opnað fyrir vissar tilfinningar og
þrár sem búa í okkur hverjum og einum.“
Þá leggur Michalina mikla áherslu á að fólki læri
að nota sín eigin spil og þjálfist þannig í að tengja
sig við tákn þeirra. „Tarotspil eru til í margs konar
útgáfum og þess vegna verður hver og einn að velja
sér spil sem henta viðkomandi.“ Hún bendir á að
hluti af því að uppgötva töfra tarotspila sé að læra
að virkja eigið ímyndunarafl.
Námskeiðin eru ætluð bæði einstaklingum og
hópum og fara fram á ensku. - vg
Töframáttur tarotspila
Michalina Skiba, sem er að ljúka námi í sálfræði, er heilluð af
tarotspilum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hjálpaðu
umhverfinu
með
Blaðberanum
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...