Fréttablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 14. maí 2009
Íslenski alpaklúbburinn heldur hina
árlegu Banff-fjallamyndahátíð í sal
Ferðafélags Íslands dagana 19. og 20.
maí. Þar verða sýndar stuttmyndir um
afrek og ævintýri fólks sem stundar
jaðarsport á borð við fjallamennsku,
klifur, snjóbretti, fjallaskíði, fjallahjól
og BASE-stökk.
Sýningarkvöldin verða tvö og mis-
munandi myndir sýndar hvort skipti.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur hvort
kvöld en hægt er að kaupa miða á bæði
kvöldin í forsölu fyrir 2.000 krónur á
vefsíðu Íslenska alpaklúbbsins.
Fjallamyndahátíðin hér heima er
sprottin út frá árlegri kvikmynda-
hátíð í smábænum Banff í Kanada.
Sú hátíð hefur verið haldin frá árinu
1976. Þar eru sýndar myndir sem snú-
ast flestar á einn eða annan hátt um
fjöll og jaðarsport. Þar koma saman
á einni og sömu hátíðinni mynd-
ir sem spanna allt frá háfjallaklifri
og skíðamennsku til snæhlébarða og
sjerpa. Ríflega 300 kvikmyndir ber-
ast í keppnina alls staðar að úr heim-
inum. Er þar að finna bæði myndir úr
smiðju framhaldsskólanema og virtra
atvinnumanna frá BBC og National
Geographic.
Dagskrá fjallamyndahátíðarinnar
má finna á vefsíðunni www.isalp.is - sg
Fjallamyndahátíð um jaðarsport
SVIFIÐ ÞÖNDUM VÆNGJUM Úr myndinni Play
Gravity. MYND/THOPHER DONAHUE
Í HÆTTUFÖR Úr myndinni The Sharp End.
MYND/THOPHER DONAHUE
Í FOSSI Banff-fjallamyndahátíð verður haldin 19. og 20. maí í sal FÍ í Mörkinni. Þessi mynd sem
er úr kvikmyndinni The Last Frontier er tekin í Papúa Nýju Gíneu.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Una Guðjónsdóttir
frá Þórshöfn Langanesi, Heiðarbóli 6,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 12.
maí. Jarðarförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Gunnsteinn Lárusson
skósmíðameistari, Látraströnd 20,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn föstudaginn 15. maí klukkan 13.00
í Neskirkju. Þeim sem vildu minnast hans er bent á
Heimahlynningu KÍ s: 540-1990.
Guðbjörg Ólafsdóttir
Lárus Gunnsteinsson Dagmar Rósa Guðjónsdóttir
Ólafur Grétar Gunnsteinsson
Kjartan Gunnsteinsson Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir
afabörn og langafabörn.
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Sigfús Þórðarson
f.v. bankastarfsmaður, Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn
16. maí kl. 11.00.
Erla Sigurjónsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir Yngvi Karl Jónsson
Anna Þórný Sigfúsdóttir Stefán Þorleifsson
Þórarinn Sigfússon
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Hallgrímur H. Einarsson
f. 30.06.1942 - d. 10.05.2009
Barðavogi 7, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn
15. maí kl. 13.00.
Kristbjörg Vilhjálmsdóttir
Vilhjálmur Hallgrímsson Inga Kolbrún Hjartardóttir
Sigríður Rut Hallgrímsdóttir Páll Arnórsson
Anna Sigurlín Hallgrímsdóttir
afabörn og langafabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kári Þórir Kárason
múrarameistari, Presthúsum,
Vestmannaeyjum, síðast til heimilis
Hlíðarhúsum 1-3,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að
morgni sunnudagsins 10. maí. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju föstudaginn 15. maí kl. 15.00.
Anna J. Eiríksdóttir
Þórunn Káradóttir Hvasshovd Stein Hvasshovd
Aðalsteinn F. Kárason
Bergþór N. Kárason Guðríður Jónsdóttir
Berglind A. Káradóttir Sigurður H. Árnason
Ragnheiður S. Káradóttir Pálmi Þ. Ívarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
Ingólfs Guðmundssonar
fv. kaupmanns,
Lynghaga 12, Reykjavík.
Svava Ingimundardóttir
Ágúst Ingólfsson Vilborg Jónsdóttir
Örn Ingólfsson Hrafnhildur Bjarnadóttir
Einar Ingólfsson Bára Bjarnadóttir
afabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og kær vinkona,
Arnhildur Hólmfríður
Reynis
Skipholti 21, Reykjavík,
lést 12. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Lísa Lotta Reynis Börkur Árnason
Michael Einar Reynis Geirþrúður Jónsdóttir
Elva Björk Barkardóttir og Hrannar Árni Barkarson
Arnar Daði Reynis og Eva Lind Reynis
Dúfa Sylvía Einarsdóttir Guðmundur Ragnarsson
Anna Sigríður Einarsdóttir Hrafn Andrés Harðarson
Maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, tengda-
faðir og afi,
Níels Þórarinsson
Klettahrauni 6, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi Hafnarfirði, hinn
6. maí 2009. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 14. maí 2009 kl. 15.00.
Anna Erlendsdóttir
Steina B. Níelsdóttir Gunnar Níelsson
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Víglundur Þorsteinsson Svava Theodórsdóttir
Lovísa María.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Ingi Dóri Einar Einarsson
Ársölum 1, Kópavogi,
andaðist aðfaranótt laugardagsins, 9. maí. Hann
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn
18. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á Samtök lungnasjúklinga (s. 847 4773).
Sigurlaug Gísladóttir
Sigrún Ingadóttir Jón A.K. Lyngmo
Gísli Ingason Hrafnhildur Hauksdóttir
Einar Ingason Agnes Lilý Guðbergsdóttir
Guðbjörn Sölvi Ingason Unnur Baldursdóttir
Ragnar Kristinn Ingason Gróa Hlín Jónsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir,
ömmubarn og tengdadóttir,
Svanhvít Rósa Þráinsdóttir
Víðigrund 5, Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn
7. maí. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðju-
daginn 19. maí kl. 15.00.
Þröstur Þorbjörnsson
Daney Rós Þrastardóttir
Þráinn Einarsson Svava Jónsdóttir
Víðir Þráinsson
Sigurbára Sigurðardóttir
Aðalbjörg Sigurðardóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafað-
ir, afi og langafi,
Jónas Finnbogason
frá Harðbak,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavík hinn 9. maí.
Jarðarförin fer fram frá Raufarhafnarkirkju, laugardag-
inn 16. maí nk. kl. 14.00.
Hólmfríður Friðgeirsdóttir
Vilmundur Þór Jónasson
Valgeir Jónasson Kristín Böðvarsdóttir
Gunnar Finnbogi Jónasson Þórhildur Þorgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.