Skinfaxi - 01.05.1914, Qupperneq 4
60
SKINFAXI
Og þau halda áfram að Iáta mönnum
haldast þaS uppi, að svíkja. Ein afleið-
ingin af því, út af fyrir sig, er sú, að blöð-
in verða ónýt, geta engu til kostað, hvorki
um forustu, efni, frágang eða framkvæmd
nauðsynjamála; eru þetta þó leiðtogar
þjóðarinnar taldir og verður henni líka
að þvi.
Skuldir almennings við viku- og mánað-
arblöðin eru alveg botnlausar, æfagamalt
samsafn af vanskilum kaupendanna og ó-
dugnaði blaðanna sjálfra. Og jafnvel tíma-
ritin, Bókmentafélags og Fornleifafélags.
vinna ekki á. Rétt að kalla undir handar-
jaðrinum á ötulum innheimtumanni Bók-
menntafélagsins er að allra dómi vel stæð-
ur embættismaður, sem skuldar því 24 kr.
— fjögur ár. Og ennþá nær höfuðbóli
b’ornleifafélagsins er annar embættismaður,
sem skuldar því félagi fyrir árbókina öll
árin síðan 1882, — 32 ár eða alls 64
krónur. Maður sér þetta af þvi að það
er prentað, — en þeir kæra sig kollótta.
Og svo telja menn, að þetta séu menn,
sem ekki vilji vamm sitt vita.
Þetta má eigi svo til ganga. Blöðin ættu
öll að taka hér í taumana. En hvað sem
því liður ætlar Skinfaxi ekki að raunalausu
að verða til að auka á óskilvísi og svik-
semi í landinu. Hann ætlar að ganga
eftir sínu, en fái hann það ekki, þá hættir
hann að vera til. Hann vill ekki, jafnvel
þótt hann trúi því, að hann geti gert noklc-
urt gagn, búa við þau kjör, að safna skuld-
um í þeirri von að menn muni standa í
skilum við hann seint og síðar meir, veit
sem er að það yrði til þess eins, að hann
yrði að svíkja aðra.
Börnin hafa verið talin ábyggilegustu
blaðkaupendurnir, og barnablöðin því trygg-
ustu blaðfyrirtækin. Foreldrarnir hafa ekki
kunnað við það, að láta þau standa í van-
skilum, og þau hafa sjálf beðið um að
þurfa þess ekki.
En er þá svona mjótt í rnilli? Er ó-
hugsandi að unglingarnir geti líka staðið í
skilum ? Flest eru það unglingar, sem
kaupa Skinfaxa, og nú skuluð þið sjá skiÞ
semina þar,
Blaðið er fjögra ára, árgangurinn kost-
ar 1 kr. Við síðustu áramót stóðu reikn-
ingarnir þannig: B.fj.S. 60 kaupendur, 30 þeirra skulda kr. 35,50
Mýrasl. 35 — 11 — 18,00
Snæf.ns. 9 — 6 — 11,00
Dalas. 5 — 2 - 5,50
B.str.s. 34 — 6 34,00
V.-ísafjs. 59 — 6 — 52,00
N.-ísafjs. 12 — 7 — 14,00
Strands. 18 — 6 — 10,00
Húnavs. 48 — 23 - 69,00
Skagfj.s. 21 — 2 - 2,00
Eyjafj.s. 52 — 11 - 52,00
S.-Þings. 60 -- 38 - 69,00
N.-Þings.20 — 2 - 33,00
S.-Múls. 35 — 11 - 25,50
N.-Múls. 46 , 6 — 40,00
A.-Skfs. 35 — 4 _ 9,00
V.-Skfs. 54 — 6 — 45,00
Rangvs. 49 — 16 - 28,00
Arnss. 107 — 35 - 94,00
G.-Kjs. 77 — 10 - 25,00
Rvík 152 — 19 — 19,00
Vestms. 16 — 2 — 5,00
Útlönd 13 — 3 — 4,50
Alls 1017 262 580,00
Svona er nú það, og er ekki efnilegt.
Þó mun mega ætla, að einhverstaðar sé
ástandið verra. Því þetla er þó blaðið,
sem margir telja einna skást. Það á fjöl-
mennan félagsskap við að styðjast og ó-
neitanlega verður það þess víða vart, og
þar að auki leggur það á borð með sér
bæði meir og betur en önnur blöð, þar
sem er fylgiritið til allra skilvísra kaup-
enda. 1912 kom skógræktarritið, 75 aura
virði, litlu minna en Skírnishefti þá, rit
sem var lofað í flestum eða öllum blöð-
um og tímaritum, enda mátti heita, að það
ár heimtist vel inn; í fyrra kom ekkert
rit en í þess stað koma tvö þetta árr
Heimilisiðnaðarrit og Þjóðfélagsfrœði