Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1915, Side 12

Skinfaxi - 01.10.1915, Side 12
116 SKINFAXI. að lifa eins og dýr? Líkega ekki, |>ví að sem betur fer, hafa ekki mjög margir reynt slikt mótlæti. En í höfuðstað íslands er ]>etta samt að verða nokkuð algengt en aldrei eins og í haust 1. október. ÞA er fardagur í borginni, og það kvöld voru margir húsviltir, vissu ekki hvar þeir áttu höfði sínu að halla. Hraustir menn lógu úti, en konur og börn skriðu inn í skúra og kjallara eða grátbáðu vini og vanda- menn um leyfi til að liggja á gólfinu [)ó ekki væri nema þá rétt um blánóltina, Nú er bæjarstjórnin og aðrir góðir menn að hola þessu fólki niður. En hvernig umhorfs er niðurí kjöllurum ogí þakherbergj- um, og hve holt verður húsnæði þessara bágstöddu manna og kvenna, um það er létt að gera sér ljósa hugmynd. En út af húsleysinu vaknar ósjálfrátt sú ósk, að hugvitsmönnunum tækist tljót- lega að finna ráð til að gera hús svo ó- dýr, að allar manneskjur gætu haft þak yfir höfuðið, hve fátækar sem þær eru, og að þessi hús væru björt og hlý og heilsu- samleg, svo að mönnunum liði vel í skjóli þeirra. Bókafregn. Iðunn. Tímarit til skemt- unar og fróðieiks. Ritstjórh: Ágúst H. Bjarnason, Einar HjOps leifsson og Jón Olafsson. Gamla Iðunn er endurvakin, byrjaði að koma út í júií sem leið. Fyrsta heftið er fjölbreytt að efni, kvæði, sögur og fræð- andi ritgerðir. Jón Ólafsson byrjar á að segja æfisögu sína, Ág. Bj. segir sköpuo- arsögu heimsins eftir nýjustu heimildutft. Sigurður Guðmundsson ritar snjalt erindi um rústir, hrundar hugsjónir og brunnar borgir. Jakob Thorarensen á þar lítið kvæði, sem sannar, ef þess hefði þurft með, að hann er gott skáld. Yfirleitt ber heftið nafn með rentu, Það er skemtandi og fræðandi, en ekki er beinlín- is sjáanlegt, að það marki að neinu leyti nýtt spor. Að einu leyti munu allir sammála um að gott sé að bæta við slíku tímariti. Þá er nefnilega einni íleytunni fleira fyrir okkar mörgu ritfæru menn. Alt af er meira framleitt af tímaritaefni, heldur en komist hefir á framfæri. Iðunn er yfirleitt hin eigulegasta og líkleg til að ná allmikl- um vinsældum. Páll Zóphóníasson: Bú• reikningar. Rvik. 1915. Gei'nir út á kostnuð höfundarins. Á síðari árum hafa búfróðir menn fjöl- yrt mjög um nauðsyn búreikninga, en fá- ir þó orðið til að halda þá. Ber þar bæði til að flesta menn skortir þá natni og ná- kvæmni, sem þarf til slíks verks og þá ekki síður hitt, að mjög hefir vantað hent- ug form og fyrirmyndir. Nú hefir hr. P. Z. riðið á vaðið og gefið út fyrsta hefti af búreikningaformum. Þau kosta tæpa krónu en fást með nokkrum afslætti hjá höf., ef fleiri eru keypt í einu. Búnaðar- félögin nota sér væntanlega þau kjör, og það því fremur, sem von er á fleiri heft- um, ef þetta fær góðar viðtökur. Benedikt Kri s (j án sson: Garðrœkt. Rvik. 1915. Rit þetta er sérprentun úr Ingólfi, en mun nú til sölu í öllum bókaverslunum. Höf. þess er Ben. Kristjánsson, fyrrum skólastjóri á Eiðum, nú bóndi á Þverá í Norður-Þingeyjarsýslu. I innganginum rek- ur höf. stuttlega en greinilega aðaldrættina úr garðræktarsögu íslendinga og kemst að þeirri niðurstöðu, að með aukinni og bættri garðrækt megi framleiða svo mikið græn- meti í landinu, að innflutningur á jarðepl- um og öðrum garðjurtum hverfi alveg úr sögunni og kornkaup til landsins geti mink- að að stórum mun. Síðan er ritinu skift i tvo aðalkafla. Annar er um garðana: garðstæði, stærð, legu, girðingar, áburð,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.