Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1916, Side 12

Skinfaxi - 01.04.1916, Side 12
44 SRINFAXI ævo alt verður glundroði og fimbulfamb út i loftið, sem enginn getur hent reiður á né botnað í. En flestum kemur saman um að knýja þurfi þegnskylduna fram með Jagaboði, hvað sem tautar. Og þegnskyldu- lögin eiga að efla hjá mönnum þjóðrækni, ættjarðarást og ýmsar dygðir, á svipaðan hátt eins og danska stjórnin um eitt skeið áleit, að bæta mætti trúrækni og siðferði íslendinga með eintómum Iagaboðum. Á þessum grundvelli liggur það í aug- um uppi að félagsskapur, eins og ung- mennafélögin, gæti ekki eindregið aðhylst þegnskylduna, hve góð sem hugmyndin annars kynni að vera. Og einkum þegar á það er litið að félagsskapurinn getur enga hlutdeild haft í því, hvernig fram- kvæmd málsins skuli hagað, því að þeir einir fjalla um málið, sem yfirleitt eiga engan þátt í ungmennafélagsstarfinu og láta sig því litlu varða tillögur ungmenna- félaga, þegar því er að skifta. Menn, sem alast upp með hugsjónum ungmennafélaganna og hafa starfað að þeim í félögunum eru sjálfkjörnir, er þeir taka við opinberum trúnaðarstörfum í þjóð- félaginu, að koma áhugamálum ungmenna- félaganna á framfæri hjá aimenningi. Ef ungmennafélögin hefðu yfirleitt aðhyllst þegnskylduna, og viljað koma henni í framkvæmd, mundu þau hafa valið þessa leið, í stað þess að fela lítt þektum eða óhlutvöndum stjórnmálamönnum málið til meðferðar á alþingi, er gerði það að póli- tísku flokksmáli, og hefði félögin að leik- sopp. Guðmundur Davíðsson. Heim. Morgunroðinn bak við skýin skín skuggarnir lækka, það dagar. Ur hafinu stígur ströndin mín, standbjörg og skagar — yfir blástraum blikandi Iagar, — sem dreymandi, hikandi hilling hefjast í árroðans þögulu stilling. Sviðið er alt eitt undralin ofið af sól og stilling. Draumur, vaka, held ég heim? Heim til Fróns? Til ættjarðar Ulfljóts og Jóns? Frá glóðum hins brennandi báls i bræðralund Þorgeirs og Njáls? Frá menningu morða og kvala og málmskeytahreim, til Islands draumgrænu dala? Árni Öreiða. (. S. I. Iþróttasamband íslands er stofnað 28. janúar 1912 og hefir þess fyr verið getið hér í blaðinu. Tilgangur þess er að auka félögunum afl og samtök með þvi að lúta öll einni yfirstjórn, og hlíta allsherjarregl- um, að vera fulltrúi Islands um öll íþrótta- mál gagnvart öðrum þjóðum, og að styðja af megni íþróttir og fimleika, er horfa til eflingar líkamlegrar og andlegrar orku hinn- ar íslensku þjóðar. Stefnan er ágæt, og því sjálfsagt fyrir öll íþróttafélög að aðhyllast hana, og eftir megni efla I. S. í., með því t. d. að ganga í sambandið. Á aðalfundi I. S. í. í fyrra var samþykt að afnema ársgjald sambands- félaga I. S. I., var það gert til að ekkert gæti hindrað íþróttafélög að ganga í sam- bandið. I fyrra kom á markaðinn „íþróttabókin“, sem svo hefir verið kölluð er, það Iög og leikreglur í. S. í., mjög þörf bók. Segir þar nákvæmlega frá öllu er viðvíkur lög- um og leikreglum i kappleikjum, o. m. fl. Eins og áður er sagt þurfa sambands- félö^ I. S. I. ekki að greiða neitt ársgjald til I. S. í., en eiga einungis gefa árskýrslu

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.