Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 14
78 SKINFAXI. lögur frá þeirra hendi mundu teknar til greina? HvaS yrði um starfsemi sambandsins, ef það léti aldrei önnur mál til sín taka en þau, er það eitt gæti ráðið niðurlögumá? Eg sé ekki að þegnskyldan sé í þessu efni neinum öðrum lögum háð en önnur mál. Niðurlag greinarinnar hlýtur að eiga heima á öðrum stað, því allir vita að ung- mennafélögin hafa ekki falið neinum stjórn- málamönnum þegnskyldumálið. I því er •eg samdóma sambandsstjóra, að ekkert ungmennaféiag hefði getaö haldið þá leið, sem mentaskólafélagið gerði. Vér getum «kki faliö öðrum hugsjónamál vor til fram- kvæmda en þeirn, er vér vitum með vissu að skilja hugsjón vora. En mér dylst ekki, að flutningsmaður þegnskyldumálsins á alþingi siðast, hefir ekki skilið hugsjón þess máls. Afstaða ungmennafélaganna til þegn- skyldumálsins, verður að mínu áliti varla dæmd eftir þvi, hvort sambandsstjóri er andstæður því eða ekki. Mér virðist hér vera tvent til að að byggja á. 1. Samþyktir sambands og fjórðungs- þinga. Þær eru nokkuö margar til, og ganga aliar, sem ég þekki þegnskyldunni í vil. 2. Yfirlýsingar einstakra félaga. Fjórð- ungsþing Sunnlendinga hefir tvívegis skipað milliþinganefnd i málið, og hafa nefndir þær í bæði skiftin leitað álits félagsmanna. 1910—1911, var allur þorri félaganna með þegnskyldunni. Síðan hefir félögum fjölg- að aö mun og í vetur voru svörin misjöfn en mjög mörg félög svöruðu ekki. Þrjú tjá sig mótfallin hugmyndinni. Af þessu dreg eg þá ályktun, að sam- bandið sem heild geti að svo stöddu ekki skift sér neitt af málinu. En tel þeim fé- lögum, er áhuga hafa á málinu skylt að vinna eftir megni að því, að útbreiða þekk- ingu og auka skilning á hugmyndinni. Vonandi verður þetta atkvæðagreiðsluflan þegnskylduvinum nógu dýrkeypt reynsla til að færa mönnum heim sannanir um, að hugsjónarmál eiga ekki heima á lög- gjafarþingum, fyr en einhver gögn eru fyrir hendi til framkvæmda. Fyrst og fremst verða löggjafarnir þá að skilja hugsjónina. Á þessum grundvelli skilst mér að ungmennafélögin hljóti ávalt að vinna fyrir málið. Þeir beitt sér fyrir því starfi, sem áhugann hafa, hvort sem þeir eru í félagsstjórnum U.M. F. eða ekki. Reyna að vekja áhugann hjá öörum, uns markinu er náð. Skinfaxi hefir lofað að ala á málinu öðru hvoru. Eg treysti hon- um til að standa við orðin. Steinþór Guðmundsson. Fjórðungsþmg D. M. F. Vestf jarða 1916 háð að Núpi í Dýrafirði dagana 20.—22. apríl. Á þinginu mættu 9 fulltrúar frá 5 fje- , lögum af 7 sem eru í fjórðungnum. Málefni: I. íþróttatstarfsemi og fyrirl. Til- laga samþykt: „Fjórðungsþingið felur fjórðungsstjórn- inni að sjá um að sendur sé maður á væntanlegt íþróttanámsskeið í Reykjavík, sem kenni íþróttir á tjórðungssvæðinu á næsta vetri. Sömuleiðis að sjá um að fenginn sé maður til að ferðast um félög- in og flytja fyrirlestra; og jafnframt að útvega sem ríflegasta aðstoð sambandsins í þessu efni“. II. Skýrslur félaganna. Tillaga sam- þykt: „Að gefnu tilefni ákveður fjórðungsþing- ið að hér eftir semji félögin starfsskýrsl- ur sínar um áramót, og sendi þær til sam- bandsstjóra í janúarmánuði ár hvert“. III. Heimilisiðnaðarnámsskeið. Sam- þykt tillaga: „Fjórðungsþingið ályktar að veita 75 krónur til heimilisiðnaðarnámskeiðs á Isa-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.