Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 1
7. BLAÐ REYKJAVÍK, JÚLÍ 1916. VII. ÁB,. Miðnætursólin. (Savage). Skýin sundrnst. Þau hrekjast til og frá — eins og þau viti ekki hvað þau eiga af sér að gera. Þau leysast upp og hjaðna. — Nú eru þau horfin af norðurloftinu. Og miðnœtursólin blasir við! Skip vort rennur fram á rúmsjóinn — út úr landkreppunni; ekkert má skyggja fyrir útsjónina á þessari hátíðlegu stund. Kringum oss liggur útþaninn sjávarflöt- urinn, svo undur-fagur og glitrandi, sem væri hann lagður litfögru tígulsteinaskrauti. Það er eins og að engla-herskarar himins- ins séu hér allir saman-komnir umhverfis oss og hreyfist hljóðlaust um skrautlagðan sæflötinn. Sólarljóminn ofreynir sjónina; það er ekki unt að virða fyrir sér hátignina, nema gegnum skygnt gler. Himininn stendnr í ljósum logum. Skýin eru eins og risa- vaxin málverk — með éfdlitum. Þar er eldlegum hestum beitt fyrir blikandi vagna, og lestirnar renna gegnum brennandi borgir. Óviðjafnanlegt meistaraverk hins almátt- uga á listmyndasafni himinsins: sólarlag og sólarupprás — sameinað. Goðafoss í björtu báli! Undraverða — aðdáanlega — hrífandi — himneska sýn! Allur jarðneskur un- aðsljómi hlýtur að fölna fyrir slíku töfr- andi gfislaglitri! Tignarleg, rannsakafudi og dýrðleg — eins og hið alskygna auga hins eilífa guðs, jsem aldrei blundar eða sefur! Hvorki árdagssólin, hádegis- né kvöld- sólin geta jafnast við tignarljóma mið- nætursólarinnar. — Úr hvaða fegurðar- uppsprettu hafa þessir litir fengið sitt glitr- andi skraut ? Slíkt listofið litskrúð á heim- urinn hvergi til: Glóandi gullslitir og gult með óendanlegum litbrigðum; konungleg- ur purpuri og allskonar Iitafjöldi í nafn- lausri roðamergð; fagurgrænt með blik- stirndum töfrabjarma, og blátt með ógrein- anlegum litbreytingum. — Hugsið yður: hér er litskrúð regnbogans þúsundfaldað, sameinað í þessum miðdepli jarðneskrar fegurðar! Eldrauða geislamagnið glitrar og titrar eykst og eyðist, til þess að birtast á ný með glóandi gimsteinaljóma. — Um stund fær fjólubláminn yfirhöndina; en svo verð- ur hann aftur að hopa undan græna smar- agðs-bjarmanum, — uns alt að lokum sam- einast í meginsafni blóðroðans. — Þetta er sjón, sem að listfengum breytileik og mikilfenglegum áhrifum á engan sinn líka í viðri veröld. Drotning himinljósanna virðist um stund hafa í hyggju að ganga til hvífu með venju- legum hætti. En hún kynokar sér við að sökkva sér niður í rennvota sængina, sem henni er búin. Hún hugsar sig um. Eg stend hugfanginn og starandi, og óttast, að hún muni þá og þegar leggjast í beð- inn — og hylja sig undir marflétinum. En — nei! Hún hefir numið staðar, eins og hún gerði forðum að boði Jósúa. Og — — ;— nú fer hún smátt og smátt að lyfta sér aftur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.