Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.07.1916, Blaðsíða 4
84 Vitrun. (Föðurminning). SKINFAXI. Jónas Guðlaugsson. Ég seiða vil máttinn úr sorgunom þínum, ó, sérðu ekki Ijómann i augunum minum? Hann boðar þér sælu og blessaða friðinn, er biður þín, hérna, þá dagur er liðinn. Ég gæti þín, barnið mitt, guðslangan dag- inn, uns glóey er hnigin til viðar í æginn. I nálægð þér andi minn næturlangt svífur, uns nýrisifl eygló úr draumum þig hriíur. Þú lifir i anda — í Ijósheimi þeim, er laðar og seiðir og kallar þig heim að hjartastað föður, i helgidóm þann, er heillaði barn mitt — og trú þína vann Svo undu þá barn mitt í andanna geimi og „eilífðarvissuna“ sál þína dreymi. Og Iáttu þinn anda þar líða og sveima, því ljúft er í draumi að vagga sér heima. 1916. Axel Th. Þú gleyma vildir gremju lífs og hörmum, á gigju þína ieika hinsta sinni: „Ó, tak þú móðir, syni opnum örmum, sem aldrei gleymdi tign og fegurð þinni. Að hreiðri mínu flýg ég, því hinsta lifs- ins blund ég hljóta vil i móðurfaðmi kærum. Ó, dýra móðir, tak og verm nú drengs- ins köldu mund, er deyr sem tónaflóð úr hörpum skærum". Far vel, þú skáld, sem fluttir hjartans óð um fjörð og dal, en hneigst að velli ungur. Þín æfi þyrnum stráð, þin æskuljóð mér aldrei gleymast — eða harmur þungur, er nísti sál og næddi í hjartans leynum sem norðankylja léki um bjarkasal. Það sannast títt, að „segir fátt af einum",. er söng og hörpu knúði i tára-dal. Sbr. hinsta kvœði J. G.: „Hjemve11. 1916 Axel Th. til Dana, jafnvel haturs. Fátt er fjarstæð- ara. Hatur og rökstudd andstaða eru sitt hvað. Rétt er að viðurkeuna að danska þjóðin er óvanalega skapmild, og margt ágætt um hana. En margt ber til þess að okkur er skaði að hafa Dani fyrir meist- ara i öllu. Þeir eru okkur mjög óskap- líkir, og leyfar af gömlum stjórnmálavær- ingum blanda samleiðina oft beiskju. Þeir eru yfirleitt ósæmilega fáfróðir um Island, og skilningslitlir á okkar mál og eðli. (Dæmi: Skrælingja-sýningin, Atlantshaís- eyjafélagið, umsagnir út af frægð Jóh. Sig. að næsta stórskáld innflutt yrði skrælingi, hreinn og beinn, grein Brandesar um ár- ið, um gulrófuna og fánann, undrun fólks á Kaupmannahafnargötum yfir að þing- menn Islendinga væru eins og aðrir menn, o. s. frv.). Ótal dæmi af þessu tægi sýna hugsunarháttinn, eins og hann er. Engin vinsemd gerir mönnum með næma sjálfs- virðingu, eins og Islendingar eru yfirleitt, unt að byggja holl andleg viðskifti á þess- ari undirstöðu. Og svo koma aðrar ástæð- ur, sem mæla á móti að hafa Dani fyrir millilið i menningu og fjármálum. Þeir eru líka smáþjóð. Mál þeirra skilst hvergi utan Norðurlanda, að kalla megi. Og bók- mentir þeirra eru að vonum fáskrúðugri en stórþjóðanna. Og til fjárviðskifta og verslunar liggur Danmörk illa við, hefir jafnan verið okkur dýr miliiliður. Hér er um tvær stefnur að velja. Annarsvegar að nota Dani eins og t. d. Færeyingar hafa gert, hafa þá fyrir milliliði út á við í hverri grein. Hinsvegar að halda öllum gluggum opnum eins og sr. J. Ó. L. sagðir nema af hverri þjóð það sem hún er færust

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.