Skinfaxi - 01.07.1916, Qupperneq 7
SKINFAXI
87
fjallshlíð. En yfir aðalbyggingunni rís
miðhluti hússins, höfuð þess, sem gefur
^jví mikinn svip og tignarlegan. Jafnvel
reykháfarnir, sem venjulega eru bygging-
meistaranum til mesta angurs, eru hér í
rsamræmi við alla heildina og auka fegurð
Jiennar, Frumleiki Asgríms í húsagerðar-
,list stendur vafalaust í sambandi við mál-
arasnild hans. Engin bygging á bygðu
fcóli getur talist fyrirmynd bankans hans.
En hann hefir óafvitandi stuðst við aðra
fyrirmynd sem enginn sá, sem skapað hefir
ihallir, hefir fyr líkt eftir. Og þessi fyrir.
mynd eru íslensku blágrýtisfjöllin. Sum-
ar eftir sumar hefir Ásgrímur ferðast um
fandið og glímt við fjöllin okkar, að skilja
þau, og mála þau. Og nú hefir hann,
að því er virðist myndað húsgerðarstíl ís-
lendinga, þann sem hæfir byggingarefni
okkar, steinsteypunni, með því að Iíkja
hæfilega mikið eftir blágrýtisfjöllunum. Öll
sönn húsagerðarlist er að miklu leyti end-
urskin náttúru og staðhátta. Sig. Guð-
mundsson meistari hefir í tilefni af þessu
rakið sambandið milli torfbæjanna islensku
með bröttum þökum, samhliða bustum, og
sundum milli húsaraða, og náttúruunar
umhverfis, fjallanna, þar sem háir tindar
íTÍsa milli djúpra gilja og dala, sem ís og
vötn hafa markað i hálendið. Þennan
fallega stíl hefir þjóðin skapað og notað í
þúsund ár. En nú er komið nýtt efni,
steypan. Og það yrði bæði dýrt og ó-
íhentugt að byggja steinsteypuhús í gamla
stílnum. En íslensk náttúra hefir fleiri
skörp og sérkennileg einkenni heldur en
sundurtætta fjallahryggi. Við þekkjum vel
aðra hlið fjallafegurðarinnar: Blágrýtis-
hamrana, himinháa með stórfengilegum Iá-
réttum hraunlögum, þar sem hvarvetna
mótar fyrir háum súlum framan í berg
inu. Að ofan er fjallið slétt eða þvi
sem nær; það er bara efsta hraunlagið
með þeim rákum og fellingum, sem tönn
tímans hefir skilið eftir. Og neðan við
fjallið er dalbotninn sléttur og vafinn grasi.
Þarna er fyrirmyndin sem Ásgrímur
hefir lært af án þess að vita það sjálfur.
Bankinn hans er í blágrýtisstíl, einfaldur
tignarlegur, svipmikill. Hver veit nema
sá timi komi að margar byggingar á land-
inu verði með sama svipmóti? Að vísu
þarf tilbreytni og hana mun ekki vanta
hjá jafn listelskri þjóð og Islendingar eru,
en í húsgerðarlist hvers lands þurfa að
vera nokkurskonar stöðulög, fáein atriði,
fáeinir drættir í svipnum, sem jafnan
haldast óbreyttir. Og það eru, þessar línur
sem eg hygg að Ásgrímur hafi markað
og þær munilifa þótt bankinn verði bygður
með öðrum hætti, sem liklegt er talið.
Það verk sem ber að þakka Ásgrími er
ekki það að hafa gert mynd af vissu húsi,
heldur að hafa skapað fyrirmynd, fáeinar
hreinar línur, sem geta verið undirstaða í
húsagerð Islendinga. Og þessar línur hafa
þá tvo megin kosti sem með þurfti. Þær
eru 1 fylsta samræmi við eitt fegursta ein-
kenni í náttúru landsins, hin reglulegu
blágrýtisfjöll. Og þær hæfa sérstaklega
vel byggingarefni því, sem við nú þekkjum
best, og við verðum að nota á komandi
árum.
Framsóknarhvöt.
Nú berast okkur boð frá æðra heim,
sem bylgjur þau að huga vorum svífa
og með sér sterka æsku andans hrifa
með undur-þýðum, töfrasterkum hreim.
Ó, látum hann úr Iæðing okkur rífa
og leiða oss um tilverunnar geim.
Þá munum græða gull og andans seim,
ef gerum ekki þreki voru hlifa.
Við höfum setið svörtu myrkri í
með sálu krepta vanþekkingar böndum.
Ó hver&u margir þungir hlekkir þjá!