Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1916, Side 8

Skinfaxi - 01.07.1916, Side 8
88 SKINFAXI En nú er mál, að vakna víst á ný og veg sér ryðja á auðum hrjósturlöndum Vort háa takmark heimur þar má sjá. Eg sé i anda árdags mörkin skýr, sem inst í djúpi þjóSar minnar kvika. Eg sé í fjarlægð björtu ljósin biika, sem boða dag er nóttin myrka flýr. Þá mun í Islands háa hamrasal hin horfna menning bústað aftur þiggja, ef við að hofi hennar leggjum grunninn. I hverjum grænum, skógi skrýddum dal mun skari mikill frjálsra hölda byggja. Þá „Gullöld“íslands önnur upp er runnin Sigurdur Einarsson Hoffelli. 8. þing Sunnlenðingafjórðungs U. M. F. í. var haldið við Þjórsárbrú dagana 22. og 23. júní 1916. Mættu þar 24 fulltrúar frá 17 félögum. Þessi eru hin helstu málefni, er tekin voru til meðferðar: I. Skýrsla fjórðungssljórnar um hag sambandsins og starf á liðnu starfsári. I fjórðungssambandinu eru 39 félög með 1450 reglulega félagsmenn og 110 auka- félaga. Til allra félaganna var sendur fyrirlestrarmaður. 4 menn skifta sam- bandssvæðinu á milli sin. Auk þess hafði fjórðungurinn fastan starfsmann, er heim- sótti öll félögin. Iþróttanámsskeið var haldið í Reykjavik og hefir áður verið skýrt frá þvi hér í blaðinu. Tekjur fjórð- ungsins á árinu voru 657 kr. 65 a., út- gjöld 750 kr. 20 a, í sjóði við árslok 334 kr. 36 a. Helstu útgjaldaliðirnir voru þessir: Til starfmanns fjórðungsins kr. 357,65 — fyrirlesrta .... — 165,50 Til iþróttanámsskeiðsins . — 111,45 — fjórðungsstjórnar og þings 81,85 II. Iþróttamál. Samþ. að halda náms' skeið í Reykjavík í haust. Veittar til þess> 100 kr. og 60 kr. í ferðastyrk handa SkafÞ fellingum. Ennfremur ákveðið að senda um sambandssvæðið menn, einn eða fleirir til að lita eftir æfingum heima í félögun- um. Fjórðungsstjórn falið að leita að- stoðar I. S. I. í því efni. Alls var veitt til íþrótta 250 kr. III. Fyrirlestramál. Samþ. að hagæ framkvæmdum í því líkt og síðastliðið árr ef kostur væri að fá hæfa menn innan’ ungmennafélaganna. Veitt til fyrirlestra 350 kr. IV. Samþ. að prenta útdrátt úr skýrsÞ um félaganna, ásamt þingtíðindunum. V. Næsta fjórðungsþing var ákveðfö að halda um miðjan mai, í Reykjavik eða í nágrenni hennar. Yms áhugamál ungmennafélaganna voru> og tekin til meðferðar, svo sem skógrækR armál, bannlögin, þegnskyldan og móður- málið. Voru tillögur samþ. í flestuin þeirra. En þar sem þær birtast í þing- tíðindunum, virðist varla þörf að eyða dálkum Skinfaxa undir þær. Umræðurn- ar um móðurmálið snerust aðallega ui» ættarnöfnin, og voru þau einum rómi dæmd óalandi og óferjandi. I stjórn fjórðungsins hlutu kosningu: Steinþór Guðmundsson fjórðungsstjórir endurkosinn. Steindór Björnsson ritari. Guðm. Kr. Guðmundsson gjaldkeri, end- urkosinn. I varastjórn: Ingibjörg Benediktsdóttir, fjórðungsstjórir Óskar Jónsson, ritari, Erlingur Pálsson, gjaldkeri.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.