Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1929, Page 3

Skinfaxi - 01.01.1929, Page 3
SKINFAXI 3 því samviskan lætur fijótt tii sin heyra. Bg er viss um að hvert einasta okkar á eina eða fieiri endurminning- ar frá bernsku árunum um sælu trómenskunnar og ílk- lega lika sársauka ótrúmenskunnar. Þegar svo æskuárin færast yfir, og allir þurfa að fa.ra að ganga einir, og velja og hafna á eigin hönd og á eigin ábyrgð ávöxtunum á skilningstré góðs og ills í aldingarði æskuáranna, þá er gott að vera orðinn æfður í trúmensku við sjálfan sig og þau góðu áforin, sem þegar eru vöknuð í hugunum ungu til þess að vera leiðarsteinar á lífsins sjó. — Málefni sannleikans verða liklega að sæta árásuin meðan heimurinn stendur, reynsla manniifsins á liðnum árum sannar það. En engiun góður drengur getur staðið hjá aðgerðalaus og séð golt málefni bíða ósigur. En þá þarf oft á liinni gömlu og góðu forfeðradygðinni að halda: hugprýðinni. Það eru ótal dæmi þess að þeir vildu heldur láta lifið, en lifa við skömm. Hann Þórður Kárason var ekki gamall þeg- ar hann háttaði ofan í eldinn hjá fóstru sinni á Berg- þórshvoli, og kvað hana hafa lofað sér þvi, að hann þyrfti ekki að skilja við hana. — Það þarf hugprýði til þess að ganga á hólm við vanann og tískuna og þola dómana sem af þvi leiðir. Eg sé meiri trúmensku og hugprýði í hóp þeirra ungmenna, sem setja sér að neyta hvorki tóbaks né áfengis, en hinna, sem eru svo andlega máttlausir að falla fyrir þeim nautnarfíknum, þvf í fyrstunni geta þær ekki verið mjög aflmilkar og því frekar löðurmannlegt að láta þær fella sig. Eg sé meiri hugprýði og trúmensku í hópum þeirra manna, sem sameina krafta sina í félagi, til þess að vinna að framförum og heill sjálfra sfn og annara, en hinna, sem rolast einir og aðgerðalitlir og fijóta i hinum breiða farvegi aldarandans stefnulaust og ósjálfbjarga. Eu það kostar áreynslu, lifið er starf, og alt starf krefst áreynslu, likamlegrar og andlegrar. Og þar f er þroskun og framförin fólgiu. Lífið er vaka, gimsteirtn

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.