Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 15.03.1930, Qupperneq 5

Skinfaxi - 15.03.1930, Qupperneq 5
SKINFAXI 77 fundir á ári. Á fundum hafa jafnan fram farið um- ræður um starfsmál félagsins, hugsjónir U. M. F. og ýmiskonar umtalsefni, til gagns og gamans. Oft liafa fyrirlestrar fluttir verið á fundum, lesið upp, sögur sagðar, sungið, lcveðið, kveðizt á, og nokkrum sinn- um leikið o. fl. gert til skemmtunar. Veturinn 1922—- ’23 hyx*jaði fél. að lialda kvöldvökur eða Ixaðstofu- kvöld, og vísast um þau til greinar síðar í þessu hefti. í ársbyrjun 1928 hélt fél. boðsfund, til þess að kynna utanfélagsmönnum starfsemi sína. Hver félagi bauð einum gesti. Þar voru fluttir fjórir fyrirlestrar: Aðal- steinn talaði um stefnu U. M. F. I., Ingimar um U. M. F. E., Sigurður Kristjáns nefndi erindi sitt: Eg er íslendingur; en Eiríkur J. Eiriksson (þá 16 ára) flutti langan og mjög snjallan fyrirlestur um Snorra Slurluson. Milli fyrirleslra var skemmt með söng og upplestri. — 10 ára fullveldis íslands var minnst með liátíðlegum fundi 1. des. 1928. Þorleifur Guðmunds- son f. alþm. talaði fyrir minni íslands og S. Kr. fyrir minni fullveldisins. A. S. minntist fánans og I. J. Eggerts Ólafssonar (f. 1. des.). — Afmælis fél. var öll árin minnst með hátíðlegunx fundum í háðum deildum. Fundasókn liefir jafnan verið góð og oft ágæt. Venjuleg tala á fundi 40—50 í e. d. og 25—30 í y. d. Ósjaldan hefir komið fyrir í y. d., að allir deildar- félagar liafi mætt á fundi og allir fundarmenn tek- ið til máls. Nefndir fél. verða flestar til á þann liátt, að form. nefnir 1. mann, sá 2. og koll af kolli. Fundarefni fengust framan af á þann liátt, að i hver fundarlok var kjörin þriggja manna nefnd, að sjá um cfni til næsta fundar. í vetrarbyrjun 1922 var tekin upp sá aðferð, er síðan liefir notuð verið, að kjörin er 5 manna nefnd, er semur starfskrá fyrir fundi félagsins, fyrir hálfan vetur í senn. Gefst það

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.