Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1964, Side 5

Skinfaxi - 01.04.1964, Side 5
Frá keppni í akstri dráttarvéla á Laugamótinu 1961. (Ljósm. Ari Kárason) kennslu búfjárdóma. Ég rak mig þó fljótt á það, að lítinn tíma höfðu þeir til þess og urðu þeir að gera það oftast utan síns vinnutíma hjá búnaðarsamböndunum. Und- antekningalaust tóku þeir mér mjög vin- samlega. Ég taldi strax í upphafi ókleift að koma starfsíþróttunum nokkuð áfram án samvinnu við héraðsráðunauta. Þetta sumar fór ég um Rangárvalla-, Ár- nes- og Kjósarsýslu og um Norðurland frá Hrútafirði til Langaness. Viðdvölhjáhverju ungmennafélagi var alltaf stutt, enda megin áherzla lögð á það, að kynna forystumönn- um félaganna þetta nýja verkefni og reyna að vekja áhuga þeirra. Ég kynnti starfsíþróttirnar einnig í blöð- um og útvarpi. FYRSTA STARFSÍÞRÓTTAMÓTIÐ. Sumarið 1953 hafði ég nokkur smá starfsíþróttamót, en Hveragerðismótið, sem haldið var 13. september, má telja fyrsta sjálfstæða starfsíþróttamót landsins. Á þessu móti var keppt í 8 greinum. Hvert félag í hérassambandinu SkarphéSni mátti senda tvo kepepndur í hverja grein. Til keppni mættu 68 einstaklingar. Gekk þetta fyrsta mót vel, þrátt fyrir fádæma úr- felli, sem var þennan dag. Við mótið störf- uðu ráðunautar Búnaðarfélags íslands og Búnaðarsambands Suðurlands og húsmæðra- kennarar sáu um kvennagreinar. Landbúnaðarráðherra Steingrímur Stein- þórsson og form. Búnaðarfélags fslands héldu ræður og ýmis fyrirtæki gáfu vand- aða verðlaunagripi. Þarna var margt fólk samankomið og ungar húsfreyjur og bændur komu til keppni ásamt unglingum og höfðu ánægju af. Nánar er sagt frá móti þessu í 3. h. Skinfaxa frá 1953. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.