Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1964, Side 8

Skinfaxi - 01.04.1964, Side 8
ég tel að laga verði. Starfsíþróttirnar tel ég svo mikilvægan þátt í menningarlegu starfi ungmennafélaga, að efla beri þær, sem og raun hefur á orðið á Norðurlönd- um, í Vestur-Evrópu og Bandaríkjum Norður-Ameríku. ._____ I. Stórauka þarf leiðbeiningar í starfs- íþrótmm. Ráða þarf fastan starfsmann, sem helgað getur sig eingöngu skipu- lags- og fræðslustarfsemi. Hann þarf að geta ferðast milli félaga ög skóla og leiðbeint. Þar að auki þarf að vera hægt að ráða húsmæðrakennara og aðra kennara tímabundið til kennslu. II. Námskeiði fyrir félagsleiðbeinendur þarf að koma á, og stöku sinnum kynnisferðum forystumanna til annarra landa III Koma þarf upp hentugum hjálpartækj- um við fræðsluna, svo sem góðum prentuðum leiðbeiningum í fleiri grein- um en til eru, skuggamyndum til kennslu ásamt góðum verklýsingum, en þetta verk er hafið. Kvikmyndir þarf og að nýta og kaupa þarf vélar til sýn- inga. en hingað til hafa vélar verið fengnar að láni. IV Koma þarf á fót víðtækri samvinnu um fræðsluna við aðila, sem fást við atvinnufræðslu s.s. Búnaðarfélag ís- lands, Kvenfélagasamband fslands, Stéttarsamband bænda og fleiri aðilar koma til greina. Þessir aðilar geta haft ráðgefandi nefnd varðandi skipulagið. NIÐURLAGSORÐ. Þegar ég lít yfir þau 12 ár, sem ég hef lagt Ungmennafélagi íslands lið við að 8 kenna starfsíþróttir, finn ég glöggt, hve smátt hefur oft þokað áfram. Ég hefi oft verið óánægður með árangurinn af starfi mínu og fundizt ég geta sinnt þessu alltof lítið, vegna míns aðalstarfs. Eigi góður árangur að nást, verður maðurinn, sem tek- ur þetta starf að sér, að geta helgað sig þessu óskiptur. Hann má ekki hafa þetta sem hjáverk. En mér er bæði Ijúft og skylt að þakka ánægjulegt samstarf, sem ég hef haft við fjölda æskufólks og fullorðinna, karla og kvenna, bæði innan ungmennafélaganna og utan. Freistandi væri að nefna ýmis nöfn, sem þó verður ekki gert. Þó vil ég geta þess, að konur tvær, þær frk. Vilborg Björnsdótt- ir húsmæðrakennari og frk. Steinunn Ingi- mundardóttir, skólastjóri, hafa öðrum meira kennt og vakið áhuga fyrir starfsíþróttum stúlkna og verið mér ómetanleg aðstoð við fræðsluna. Væri ég spurður, hvort ég teldi áhuga hafi farið vaxandi fyrir starfsíþróttum hin síðari ár, myndi ég svara: Skilningur á gildi þeirra hefur ótvírætt farið vaxandi og jafnframt þörfin fyrir aukna aðstoð við þær, vegna vöntunar á leiðbeinendum í félagsstörfum. Það er brýn nauðsyn að veita þessa auknu aðstoð, ef starfsíþróttirnar eiga að ná til fjöldans og gera það gagn, sem þeim er ætlað. En full- nægjandi aðstoð verður því aðeins veitt, að verulegt fjármagn sé hægt að veita til þeirra. Reykjavík í nóvember 1963 Stefán Ólafur Jónsson. SKINFAXI 4

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.