Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 6
Ungmennafélagar úr HSK í landgræðsluferð 1967 norðan Bláfells. til aukinnar skógræktar, og almennrar náttúruverndar. Starfsáætlun er í smíð- um og unnið er að undirbúningi fyrsta aðalfundar samtakanna, sem verður þegar í febrúarmánuði næstkomandi. Utbreiðslu- og upplýsingastarfið er strax á dagskrá og í því hyggjum við á gott samstarf við skólana og fjölmiðl- unartækin. Markmiðin eru mótuð í lög- unum og á þeim sést að nóg verður að starfa. Samtökin munu stuðla að hvers konar gróðurfarsrannsóknum og til- raunum og hafa um það samvinnu við tilheyrandi stofnanir, benda á ný verk- efni og leiðir til að bæta og auka gróð- urinn á landinu og leggja á ráðin um hóflega nýtingu hans. — Og hvað um náttúruverndina ? — Hún er náskyld landgræðslunni. Það verður lögð áherzla á að brýna fyrir fólki og hjálpa fólki til að um- gangast og meðhöndla náttúruna með þrifnaði og varfærni og njóta fegurðar hennar. Samtökin munu framvegis skipuleggja áróðursstarfsmenia „Hreint land — fagurt land“, sem gefið hefur góða raun undanfarin tvö ár. Unnið verður að því að fyrirbyggja hvers kon- ar mengun og kanna áhrif ýmissa fram- kvæmda, svo sem virkjana, á dýralíf og önnur náttúruverðmæti. Við viljum að leitazt verði við að nýta landið án þess að raska jafnvægi í náttúru þess. I þessu sambandi má geta þess, að nú er á döfinni ný löggjöf um nátútruvernd, þar sem m. a. er gert ráð fyrir frið- löndum á vissum svæðum. — Hvernig verður háttað sambandi Landgræðslu- og náttúruverndarsam- takanna við aðildarsamböndin? — Við treystum því að það verði sem bezt. I framtíðinni þurfa samtökin að verða þess megnug að hafa fast starfsfólk, og við treystum því að hið opinbera og fleiri aðilar veiti styrk til þess. Það er mjög æskilegt að aðildar- samböndin leiti til heildarsamtakanna með áform sín og fyrirspurnir. Sam- tökin hafa á sínum vegum hæfustu sér- fræðinga í hvers konar ræktun og gróðurvernd og náttúruvernd, sem MelgresiS hefur gert stórvirki. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.