Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 11
um við endurreisa héraðsmótið þegar á næsta ári. Héraðsmótin voru ein bezta skemmtun, sem haldin var á Vestfjörðum, meðan HVÍ starfaði sem bezt, og þessa hátíð verður að reisa við. — Hvað er að segja um starfið innan héraðsins, t. d. í þínu heimaþorpi? — Starfið hefur verið mest í þorpun- um og víða allgott. Knattspyma hefur verið stunduð af góðum áhuga og með allgóðum árangri. Knattspyrnumenn frá Flateyri og Suðureyri kepptu undir merki HVÍ í 3. deild íslandsmótsins og komust i 8 liða-úrslit. Félagið okkar á Flateyri, Grettir, hefur staðið sig vel og starfað mikið undanfarið. Félagar eru nú 125. Við erum t. d. búin að koma okkur upp góðum knattspymuvelli. Þetta höfum við gert með eigin átaki þorjosbúa, yngri og eldri, og án nokkurra opinberra styrkja. Mikil sjálfboðavinna hefur verið innt af hendi, m. a. af vörubílstjórum, sem ekið hafa efni í völlinn. — Hvað hvggið þið til landsmótsins að sumri? — Við ætlum ekki að láta okkur vanta a landsmótið, og erum þegar teknir að skipuleggja undirbúningsstarfið. Eins og eg sagði áðan, leggjum við áherzlu á unglingastarfið og teljum það skyldu °kkar. Okkur er Ijóst að við grípum ekki upp neinar stórstjörnur með litlum fyrir- Vara, en að sjálfsögðu viljum við vera með á landsmótinu, og ég er ekki í Vafa um að við eigum íþróttafólk, sem verður mjög frambærilegt þar. I þessu Sambandi má geta þess, að góður skák- ubugi er í okkar héraði, og við tökum areiðanlega þátt í Skákþingi UMFÍ næsta ár. — Er ekki ánægja með endurreisn Sambandsins? — Það held ég alveg tvímælalaust. Það var raunar útilokað að þessi deyfð gæti varað endalaust. Ahugi unga fólks- ins hlaut að krefjast starfs. En það sem réði úrslitum var sú uppörvun, sem við fengum við heimsókn stjómar UMFÍ í haust. Ný stjórn UMFK Á aðalfundi Ungmennafélags Kefla- víkur nú í haust var kjörin ný stjórn fyr- ir félagið. Hinn kunni knattspyrnumaður Kjartan Sigtryggsson var kjörinn for- maður, en með honum í stjórn: Guðbjörg Jónsdóttir, varaformaður; Birgir Einars- son, ritari; Hjörtur Zakaríasson, gjald- keri og Ástráður Gunnarsson spjaldskrár- ritari. Kjartan Sigtryggsson, sem er borinn og barnfæddur Keflvíkingur, hefur verið í UMFK siðan 1953 og leikið með meistara- flokksliði Keflavíkur síðan hann var 17 ára gamall. Hin nýja stjórn leggur áherzlu á að auka félagslífið og efla íþróttastarfið, en eitt stærsta viðfangs- efni hennar verður bygging nýs félags- heimilis. Stjóm UMFK. Frá vinstri, fremri röð: Kjart- an, Guðbjörg. Aftari röð: Hörður, Birgir, Ást- ráður. skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.