Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1971, Side 4

Skinfaxi - 01.04.1971, Side 4
FORSÍÐUMYNDIN er til að minna les- endur á, að nú styttist óðum til 14. lands- móts UMFÍ. Þessi mynd er tekin af úr- slitaspretti 100 m. hlaupsins á Lauga- mótinu fyrir 10 árum. Það er Ólafur Unn- steinsson, sem sigrar í harðri keppni við Þórodd Jóhannsson. HELGI VALTÝSSON fyrsti ritstjóri Skinfaxa er látinn. Ár- mann Dalmannsson ritar minningargrein um Helga i þetta blað. í næsta blaði birt- ist svo grein, sem nefnist „Síðasta kveðja Helga til Skinfaxa“, en þessum mæta ungmennafélaga var þetta málgagn hug- leikið alla tíð. Myndin hér að ofan er úr einni af bókum Helga, „Á hreindýraslóð- um“. Umf. Bolungavíkur Ungmennafélag Bolungarvíkur hefur nú bætzt í hóp þeirra félaga sem hafa beina aðild að UMFÍ, en það er á félags- svæði íþróttabandalags ísfirðinga og aðiii að því. Þá eru þau félög, sem eru utan þeirra svæða sem héraðssamböndin ná til og hafa beina aðild að UMFÍ, orðin 7 talsins. Þau voru það reyndar áður en fækkaði i sex fyrir skömmu, þegar Ungmennafélag Öræfa gerðist aðili i U.S.Ú. Ungmennafélag Bolungarvíkur á sér langa og merka sögu. Það var stofnað árið 1907 og var eitt af stofnfélögum UMFÍ, en slitnaði úr tengslum fyrir nokkrum árum þegar starfsemi þess lá niðri að mestu. Ungmennafélag Bolungarvikur hefur hinsvegar starfað vel upp á síðkastið m. a. staðið fyrir knattspyrnuæfingum, körfuknattleik, leikfimi og iðkun skiða- íþróttarinnar, þá er skákíþróttin mikið iðkuð af félagsmönnum Umf. B., enda margir ágætir skákmenn i Bolungarvik. Þá kom Umf. B upp skíðatogbraut í samvinnu við hreppinn og annast rekstur hennar. í stuttu máli má segja að starf Umf. B sé blómlegt og fullur áhugi fé- lagsmanna að auka við íþróttastarfsem- ina t. d. að taka upp iðkun frjálsíþrótta og handknattleiks. Unnið er nú að end- urbótum á íþróttamannvirkjum staðar- ins, enda jafnan góð samvinna milli fé- lagsins og fyrirsvarsmanna hreppsfélags- ins. Formaður Ungmennafélags Bolungar- víkur er nú Aðalsteinn Kristjánsson, og aðrir í stjórn: Óskar Hálfdánarson, Víðir Benediktsson, Bárður Guðmundsson og Guðmundur B. Jónsson. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.