Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1971, Síða 20

Skinfaxi - 01.04.1971, Síða 20
Arndís Björnsdóttir, UMSK. Hástökk Kristín Björnsdóttir, UMSK, stökk ný- lega 1,55 m. í hástökki innanhúss með Fosbury-stíl. Hún er í stöðugri framför og nálgast íslandsmetið. Edda Lúðvíks- dóttir, UMSS, er fjölhæf, komung íþróttakona, sem átti í fyrra um skeið ís- landsmet í hástökki innanhúss (1,55 m.). Kristín er líklegri sigurvegari. Keppni um næstu sætin verða svo aðallega milli stúlkna úr UMSK og Skarphéðni. Kúluvarp Keppni í kúluvarpi kvenna verður hörð á landsmótinu. Erfitt er að spá um úrslit. Keppni um þrjú fyrstu sætin kemur trú- lega til með að standa á milli Halldóru Ingólfsdóttur, Ulfljóti, Emelíu Baldurs- dóttur, UMSE, og Öldu Helgadóttur, UMSK. Alda átti íslandsmet í spjótkasti um skeið og kastaði ki'dunni 10.90 m. árið 1969. Eg spái Öldu sigri, hafi hún jafnað sig eftir meiðsli. Halldóra Ingólfs- dóttir er í stöðugri framför og til alls líkleg, og sömuleiðis óþekkt stúlka úr UMSK, sem heitir Gunnþórunn Geirs- dóttir. Emelía Baldursdóttir er fyrrver- andi Islandsmethafi í kúluvarpi og er keppnishörð íþróttakona. Islandsmet Oddrúnar Guðmundsdóttur, Skagfirðings 11,06 frá 1961 fellur trúlega á þessu ári. Kringlukast Ingibjörg Guðmundsdóttir, HSH, er yfirburðakona í kringlukasti á síðasta ári. Hún ætti að geta nálgast 20 ára gamalt íslandsmet í kringlukasti, 36,30 m., á þessu ári, og er öruggur sigurvegari. Sigríður Gestsdóttir, USAH, er efnileg í kringlukasti og ætti silfrið að vera henn- ar. Ingibjörg Sigurðardóttir HSK á mesta möguleika í þriðja sætið. Spjótkast Árið 1969 tóku stúlkurnar úr UMSK, þær Arndís Björnsdóttir og Alda Helga- dóttir, stórstígum framförum í spjótkasti og settu báðar Islandsmet í greininni. Tækni þeirra er allgóð. Arndís Björns- dóttir er hklegri til þess að verða fyrsta íslenzka íþróttakonan, sem kastar spjóti yfir 40 m. íslandsmet hennar er 38.52 m. Álda Helgadóttir, UMSK verður í öðm sæti. Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ, er lík- legust til þess að fá bronsið. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.