Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1972, Side 6

Skinfaxi - 01.04.1972, Side 6
ið tekinn til gagngerðar endurskoðunar af stjórn Félagsmálaskóla UMFÍ. Sigurð- ur Guðmundsson, ritari UMFÍ, sem dvaldi erlendis s. 1. vetur, kynnti sér fyr- irkomlag fræðslustarfsemi hliðstæðra félagasamtaka í nágrannalöndunum, og flutti hann fróðlegt inngangserindi um málið á fundinum. Voru fundarmenn á einu máli um að stórefla ætti þennan þátt í starfsemi UMFI í framtíðinni. Stjórn UMFI er komin vel á veg með undirbún- ing aukinnar fræðslu, en ennþá stendur á fjármagni til framkvæmdanna. VIÐURKENNINGAR Á fundinum voru afhent fvrstu gull- merki UMFÍ, þeim Þorsteini Einarsyni og Daníel Ágústínussyni, sem sæmdir voru merkinu fyrir störf í þágu ung- mennafélaganna í landinu. Oll fyrirgreiðsla við fundarmenn var til fyrirmyndar á Akranesi. Snæddur var morgunverður í boði Umf. Skipaskaga, ÓIi Ólason hótelstjóri og kona hans buðu til glæsilegs hádegisverðar, og bæjar- stjóm Akraness bauð til kvöldverðar sem bæjarráð og bæjarstjóri sátu. Þar flutti Þorvaldur Þorvaldsson, forseti bæjar- stjómar, ágrip af sögu staðarins. Þá Daníel Ágústínusson skoðuðu fundarmenn íþrótta- og félags- aðstöðu á Akranesi, svo og ýmsar menn- ingarstofnanir í boði heimamanna. Að lokum þágu ungmennafélagar kvöld- kaffi í boði Daníels Ágústínussonar og konu hans. Fundurinn þótti takast hið bezta, enda var hann árangursríkur og ánægjulegur í alla staði. FÓTFRÁIR STRÁKAR Þorsteinn Einarsson Þe sir piltar úr Umf. Breiðabliki í Kópavogi sigruðu i 3ja manna og 5 manna sveitakeppni i Drengjahlaupi Ármanns i vor. Frá vinstri: Einar Óskarsson (2.), Böðvar Sigurjónsson (5.), Markús Einarsson (14.), Ragnar Sigur- jónsson (4.) og Helgi Hauksson (17.). ó SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.