Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Síða 7

Skinfaxi - 01.04.1972, Síða 7
SKÁKÞING UMFÍ 1972 Forkeppni á Skákþingi UMFÍ 1972 er lokið, en úrslitakeppnin verður væntan- lega snemma sumars. Tíu héraðssambönd skráðu sveitir til þátttöku í keppninni að þessu sinni, en aðeins sjö sveitir komu til leiks. Keppnissveitum í forkeppninni var skipt í þrjá riðla eins og venja er til, og fóru leikar sem hér segir: Á Laugum í S-Þingeyjarsýslu urðu úr- slit þessi: 1. UMSE 4Í4 vinning 2. HSÞ 4 vinninga 3. UMSS 3V> vinning Keppnin varð því mjög jöfn og tví- sýn. Þess má geta að 1. borðs-maður Ey- firðinga, Guðmundur Búason, keppti ekki. Þingeyingum hefur hins vegar bætzt sterkur liðsmaður, sem er hinn kunni skákmaður Trausti Björnsson, og vann hann báðar sínar skákir. I sveit UMSE tefldu þessir menn: 1. borð: Bragi Pálmason 2. — Hreinn Hrafnsson 3. — Hjörleifur Halldórsson 4. — ÁiTnann Búason í Ólafsvík kepptu sveitir HSH og UMSB, en sveitir HVÍ og USAH boðuðu forföll. Úrslit urðu þau að sveit UMSB sigraði með 2Vá vinningi gegn IV2. í sveit UMSB tefldu: 1. borð: Jón Bjömsson 2. — Ófeigur Gestsson 3. — Helgi Helgason 4. — Jón Blöndal I Bolungavík kepptu sveitir Ung- mennafélags Bolungavíkur og UMSK. Sveit HSK var skráð í þennan riðil en keppti ekki. Úrslit urðu þau að sveit UMSK sigraði með 2Vz gegn IV2. Þetta er í fyrsta sinn sem Bolvíkingar taka þátt í Skákþingi UMFÍ, og mikla athygli vekur hin góða frammistaða þeirra gegn hinni sterku sveit UMSK, sem sigrað hefur á tveimur síðustu Skák- þingum. Á fyrsta borði keppti Daði Guðmundsson fvrir Umf. Bolungavíkur og vann Daði hinn kunna landliðsmann Jónas Þorvaldsson. í sveit UMSK vora: 1. borð: Jónas Þorvaldsson 2. — Harvey Georgsson 3. — Jón Þ. Jónsson 4. — Jónas P. Erlingsson Það verða því sveitir Ungmennasam- bands Eyjafjarðar, Ungmennasambands Borgarfjarðar og Ungmennasamband Kjalarnesþings sem keppa til úrslita á skákþingi UMFÍ 1972. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.