Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1972, Síða 8

Skinfaxi - 01.04.1972, Síða 8
Námskeið UMFI fyrir stjórnendur ungmennabúða Fimmtudaginn 25. maí s. 1. kom saman að Leirárskóla 13 manna hópur ungs fólks, sem áhuga hafði á að kynna sér stjórnun og rekstur ungmennabúða. Hóp- urinn skiptist þannig að 5 þátttakendur komu frá Ungmennasambandi Borgar- fjarðar, 1 þátttakandi kom frá Ung- mennasambandi Eyjarfjarðar, 1 þátttak- andi kom frá Ungmennasambandi Kjal- arnesþings, 1 þátttakandi frá Njarðvík- urhreppi og 3 þátttakendur frá Sjó- mannadagsráði. Aðalkennari og stjórnandi námskeiðis- ins var Sigurður R. Guðmundsson, og Reynir Karlsson, æskulýðsfulltrúi, flutti erindi um æskulýðsmál. Hópurinn kom saman á fimmtudags- kvöld og var kvöldið notað til þess að Þátttakendur 1 námskeiðinu að Leirá ásamt leiðbeincndum. Leiðbeinendur á námskeiðinu: Reynir Karlsson og Sigurður R. Guðmundsson. kynnast og byggja þannig upp betra samstarf. Gekk kynning þessi hið bezta og var eins og hópurinn hefði þekkzt ár- um saman er leið að miðnætti. Á föstudagsmorgun kl. 8 var hópurinn allur mættur i sundlaug skólans. Var svo hvern morgun og þá syntir 200 m. Á tímabilinu frá kl. 9 til 18 föstudag og lauga-rdag var sérstaklega tekinn fyrir undirbúningur og framkvæmd ung- mennabúða. Var verkefninu skipt niður í fjölmarga þætti og þeir ræddir og um þá samin greinargerð. Eftir kvöldverð kl. 18 til kl. 20 þessa sömu daga unnu þátt- takendur upp og undirbjuggu skemmti- þætti, leiki, dansa og söngva. Að lokinni kvöldhressingu kom hópurinn saman bæði kvöldin til kvöldvökuhalds. Voru þátttakendur mjög frjóir af efni og höfðu 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.