Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1972, Side 12

Skinfaxi - 01.04.1972, Side 12
Framkvæmdastjórar héraðssambandanna Nokkrir sambandsaðilar UMFÍ hafa ráðið sér starfsmenn eða framkvæmda- stjóra, og hefur Skinfaxi snúið sér til nokkurra þeirra og spurt þá frétta. Guðmundur Guðmundsson starfar í sumar hjá Héraðsambandi Snæfells- og Hnappadalssýslu. Guðmundur er nem- andi í Kennaraskólanum, en hefur lengi starfað sem ungmennafélagi. Ilann var í mörg ár formaður Umf. Samhygðar í Amessýslu, en í fyrra var hann starfs- maður UMSK. Guðmundur hafði aðeins starfað hjá HSH í vikutíma, er við náðum tali af honum. Hann hyggur gott til starfsins og ærin verkefni framundan. Hann kvað eitt brýnasta verkefni sitt að aðstoða hin einstöku félög í félagslegu starfi. Nú væri í athugun hvernig bezt mætti gera það á þessum árstíma. Þá væri annað stórverkefni fyrir höndum, en það er að koma stoðum undir fjár- öflunarleiðir fyrir héraðssambandið. Þá er Guðmundi einnig ætlað það hlutverk Guðmundur Guðmundsson að vera félögum í HSH innan handa með útvegun á þjálfurum og leiðbeinendum, skipuleggja ýmis íþróttamót og safna á einn stað og koma skipulagi á skjala- safn HSH. HSH verður 50 ára á þessu ári og mikið starf verður við að undir- búa og framkvæma mót eða hátíð, sem haldið verður til að minnast afinælisins. Til dæmis verður gefið út afmælisrit, sem sent verður inn á hvert heimili á sambandssvæðinu. Verður þar bæði rakin saga HSH og einnig verður þetta kynn- ingarrit fyrir starf ungmennafélaga á Snæfellsnesi. Starfsemi ungmennabúða á vegum HSH er til athugunar, og stefnt er að því að hún hefjist í sumar. Guðmundur kvaðst ánægður með samstarfið við stjóm HSH og hefði sér líkað ágætlega viðkynningin við Snæ- fellinga. Arnaldur Bjarnason á Fosshóli hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Héraðs- sambands Suður-Þingeyinga í sumar. Hann var um það bil að hefja starf er við náðum tali af honum, en Amaldur hefur lengi verið starfandi félagi í HSÞ. Hann kvað fjármálin vera eitt stærsta vandamálið sem HSÞ þyrfti að leysa á næstunni. Mikil nauðsyn væri á aukinni félagsmálafræðslu fyrir hin einstöku ungmennafélög, og félögin hefðu ekki öruggan grundvöll til að starfa á nema þessi þáttur starfsins væri í lagi. Iþrótta- starfið væri alltaf að aukast og mikil vinna færi í að skipuleggja það og styðja 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.