Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1972, Page 14

Skinfaxi - 01.04.1972, Page 14
Nokkur orð um íslenzka glímu Ég kom að þegar sjónvarpið var að sýna lokaglímu í Skjaldarglímu Ármanns 12.3. 1972. Hafi þetta átt að heita ís- lenzk glíma, þá verð ég að segja að fátt er fjarstæðukenndara. En hafi átt að sýna hvernig ekki á að glíma íslenzka glímu, þá náði hún tilgangi sínum. Þarna stóð á glímuvellinum kjötfjall, sem sjáanlega engin leið var að lyfta frá gólfi, í hæsta lagi að hægt væri að ýta ögn til. Hvemig glímumaður sá var, er við kjötfjallið átti, er auðvitað ekki hægt að segja af þessari viðureign; hann hefði eins getað reynt að glíma íslenzka glímu við klettadrang. Þessi atburður varð til þess að mér datt í hug að segja lítilsháttar frá glím- unni á æskuámm mínum, og hvernig hún var glímd um og upp úr aldamót- unum, og síðan að leiða líkur að því hvað varð þess valdandi að glíman lenti út á þá refilstigu sem raun varð á. En endurskoðun sú sem gerð var á glímu- reglunum að frumkvæði Helga Hjörvar, virtist lofa nokkrum bótum, en eftir þess- ari Ármannsglímu að dæma, virðist enn langt frá því að íslenzk glíma sé glímd á þessum keppnisglímum. Upp úr aldamótunum var mikið glímt hér í Þingeyjarsýslu. Ágætir glímumenri voru í öllum sveitum sýslunnar og alls staðar glímt eftir sömu reglunum, þó þær væru hvergi skráðar. Fyrsta og æðsta boðorðið var: létt glíma, ekki bol- ast, ekki standa fastir á vellinum heldur sífelld hreyfing. Þegar glímumennimir komu á glímuvöll, gengu þeir saman beinir og tóku glímutök, ekki stífum handleggjum til að halda andstæðing frá sér. Svo hófst glíman á því að glímu- mennirnir fóru að stíga um völlinn, aldrei tekið bragð úr kyrrstöðu, síðan leituðu þeir bragða og sífellt á hreyf- ingu, reynt að hoppa upp úr brögðum en ekki staðið fast á gólfi til að forðast brögð. Við þennan léttleika í glímunni urðu smábrögð eins og krækja, hælkrók- ur og leggjarbragð skæð brögð þegar þau náðust á Iofti, — en urðu lítils metin í þungum stirðbusaglímum, — hælkrókur ætíð hæl í hæl, aldrei í hnés- bót, og aldrei lafað á honum völlinn á enda eins og sézt hefur. Ekki mátti nota níð, þ. e. nota þunga sinn til að koma mótherja sínum niður. Fyrsta regla um fall var eins og Arnór Sigurjónsson hefur réttilega sagt: Fall- inn er sá er fótanna missir. Þar af leið- andi var sá fallinn, sem féll alveg aftur á bak, þó hann varnaði þess með hendi að rassinn kæmi niður; hann var ósjálf- bjarga, og níð að láta sig falla ofan á hann til að koma bolnum niður. Fall var líka talið ef maður varð þrisvar hnéskít- ur, þ. e. féll þrisvar á annað hné. Með léttleikanum í glímunni vannst það, að engin ástæða var að skipta glímu- mönnum í þyngdarflokka. Lítill, snar og fimur maður gat verið allt eins skæður glímumaður og sá stóri, ef báðir glímdu létta glímu. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.