Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1972, Side 19

Skinfaxi - 01.04.1972, Side 19
RICHARD BECK: Framfarir í frjálsum íþróttum Tileinkað íslenzku ungmennafélögunum Ungum glæddist mér eldur í banni við ykkar vorhuga starf, hugsjónaglóð, sem að enn mér yljar, þótt árin fenni í hvarf. Móðurjarðar ég meta lærði mikinn og frjósaman arf. Líkt og æskufjöll, sem mér fylgdu farna daganna braut, flugþrótt efldu anda mínum ættlands sigrar í þraut. Fjársjóðinn, móðir, ég fagnandi þakka, sem frá þér að erfðum ég hlaut. Djúpum klökkva og kærleik vermda kveðju rétti ég hönd yfir bládjúp hafs og himins heim að ættjarðar strönd. Aldrei rofna, unz ævi lýkur, erfða- og tryggðanna bönd. Það voru stúlkurnar sem settu mestan svip á Júnímót Frjálsíþróttasambandsins, en þar settu þær fjögur íslandsmet. Hér koma myndir af tveimur methöfunum. Arndls Bjöms- dóttir, XJMSK, setti íslandsmet í sjótkasti. Hún kastaSi 41 m en sjálf átti hún gamla metið sem var 39 m. Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK, stórbætti metið i 800 m hlaupi. Hún hljóp á 2.13.50 min. Eidra metið sem var 412.58 min. átti Ingunn Einarsdóttir, ÍBA. (Ljósm. Sig. Geirdal) SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.