Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 8
Aukin samvinna við sveitarfélögin Rætt við Svein Jónsson, formann UMSE — Stjórn UMSE vill á þessum tíma- mótum í sögu sambandsins leggja áherzlu á að efla heilbrigða æskulýðs- starfsemi í héraðinu í samvinnu við sveitarfélögin, sagði Sveinn Jónsson, for- maður Ungmennasambands Eyjafjarð- ar. — Hvernig hyggizt þið framkvæma það? — Fyrsti vísirinn er skrifstofa fvrir héraðssambandið, sem við liöfum kom- ið upp á Akureyri, sem er miðsvæðis á sambandssvæðinu. Stefna okkar er að efla hér félagsmiðstöð fyrir ungmenna- félögin, sem veiti þeim félagslega að- stoð og miðli þeim ýmsum tækjabún- aði. Við munum byrja á því að óska eftir fundi með forsvarsmönnum sveit- arfélaganna til að ræða hluttöku þeirra í kostnaði héraðssambandsins af slíkri félagí-imiðstöð. Sveitarfélögunum stæði síðan til boða aðstoð og tæki til skipu- lagðrar æskulýðsstarfsemi heimafyrir í samvinnu við ungmennafélögin í hverri sveit. — Hafið þið vonir um góðar und- irtektir? — Já, og við byggjum þær á feng- inni reynslu af góðri samvinnu við sýslu og sveitarfélög, sem hafa styrkt sam- bandið fjárhagslega undanfarið. í sam- bandi við 50 ára afmælið hefur UMSE fengið ýmsar ánægjulegar viðurkenn- ingar, m. a. frá KEA, og þetta hefur opnað augu margra fyrir mikilvægi starfs ungmennafélaganna, en mest af því starfi er unnið af fórnfýsi og félags- lyndi, án þess að borizt sé á. — Er mikið félagsmálastarf unnið í UMSE? — Það er misjafnt í hinum einstöku félögum eins og gerist, en sums staðar er ákaflega vel unnið. I heildina finnst mér að félagsstörfin mættu vera miklu meiri. Það sem dregur úr þeim er mikil atvinna í héraðinu og svo hin fjölmörgu afþreyingarefni, sem standa ungu fólki til boða í tómstundunum. En margs konar félagsstörf eru unnin í sveitunum án auglýsinga. Sum félagsheimilin hér í héraðinu eru t. d. nýtt á þriðja hundr- að daga á ári til ýmiss konar félags- starfa sveitanna, og eru þá dansleikir ekki taldir með. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.