Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 21
Æfingasalur með lyftingatækjum og öðrum þrekþjálfunaráhöldum. Siun þeirra eru vist bönnuð hér á landi, þar sem þau eru notuð til hnefaleika. að lyfta fyrr en upphitun er í fullkomnu lagi. I frjálsum íbróttum er reiknað með 20-25 mín. upphitun í byrjun æfinga- tímans, hlaupum og léttum leikfimisæf- ingum. Það er ágæt regla að nota hinar venju- legu upphitunaræfingar í byrjun tíma enda þótt æfingatíminn heiti lyftingar, og umfram allt munið að nota léttari þyngdir í fyrstu lotu lyftinganna, eins og að framan er lýst. Hvernig skal lyfta? Framkvæmdaatriði sérhverrar æfingar eru mjög mikilvæg. Ef ekki er æft undir leiðsögn kennara verður íþróttamaðurinn að lesa vandlega lýsingu á æfingunum, gera það nokkrum sinnum og athuga á milli hvort hann framkvæmir allar hreyf- ingar lyftingarinnar rétt og hann skilji æfinguna. Notast er þá við stöngina án þyngda. Þegar þyngd er lyft frá gólfi, verður það að vera alveg öruggt að hnén séu beygð í upphafi og bakinu haldið beinu. Fyrst eru svo fæturnir réttir, en við það leggst aðalþungi erfiðisins fyrst og fremst á mjaðmirnar. Þegar þyngd skal lyft að brjósti, skal staðið, með fet milli fóta, nærri stöng- inni. Hnén eru beygð, líkaminn lækkað- ur og gripið um stöngina yfirgripi (lóf- inn snýr niður og að lyftaranum), bakinu er haldið beinu, þegar rétt er kröftulega úr fótunum, líkt og ætlunin væri að spyrna niður úr gólfinu. Þyngdinni er nú lyft beint upp (í beina línu en ekki boga út á við og upp) örlítið hærra en í brjóst- hæð. Þegar járnin eru komin þangað upp eru hnén beygð, lítillega og lófunum snú- ið upp. Þetta gerir lyftaranum fært að falla eilítið undir þyngdina og setja hana síðan örugglega þvert yfir brjóst sér. Þetta hljómar er til vill eins og það sé mjög erfitt, en með smáæfingu með léttum þyngdum, lærist þetta fljótlega og mun veitast íþróttafólkinu auðvelt. Auðvitað er þetta ekki sá háttur, sem lyftingamenn hafa á því að lyfta þyngd að brjósti, en það er engin nauðsyn að læra þá tækni á þessu stigi æfinganna. Tilgangurinn með æfingunum nú er að styrkja sig, auka afl sitt og til þess að það megi takast er engin nauðsyn að eyða löngum tíma til að tileinka sér tækni keppnismannsíhs í lyftingum. Þegar ætlunin er að setja þyngdina á axlirnar (herðarnar), þá er henni fyrst SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.