Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 9
— Hvað er helzt hægt að gera til að auka félagsmálaáhugann? — Við héldum s.l. vetur félagsmála- námskeið sem heppnaðist mjög vel. Þátt- 'takendur voru um 80, og þeim var skipt í fimm deildir á ýmsum stöðum í héraðinu. Við stefnum að því að halda slíkri starfsemi áfram, bæði með nýjum byrjendanámskeiðum og framhaídsnám- skeiðum. Við þurfum að fá fleiri starf- sama félaga í ungmennafélögin og í hér- aðssambandið, og þessi starfsemi stuðlar mjög að því. Starfsemi sumarbúðanna er afar mikilvæg í þeirri viðleitni að virkja starf unglinganna sem fyrst, og tengja þá félagsstarfinu í ungmennafélagshreyf- ingunni. UMSE hefur líka haft góða samvinnu við skólana í héraðinu um ýmsa félagsstarfsemi, svo sem spurn- ingakeppni, ritgerðakeppni og bindind- isfræðslu. Það er sjálfsagt að félags- og íþróttaaðstaða hinna nýju skóla nýtist sem bezt, og mikilvægt fyrir skólana líka að vera ekki bundnir við ítroðsluna eina. — Ertu bjartsýnn á framtíðarstarf- ið? — Já, áhuginn á starfi ungmennafé- laganna fer vaxandi. Starf UMFÍ hefur líka eflzt mikið síðustu árin, og það er okkur mikil hvatning, hversu heildar- samtökin hafa fylgzt vel með starfi okk- ar og sýnt því áhuga. Sú einróma viður- kenning, sem starf UMSE hefur hlotið í sambandi við afmælið, sýnir okkur að fólkið í héraðinu metur ungmennafélög- in mikils og vill efla þau. Þetta er auð- vitað mikil hvatning fyrir forystu ung- mennafélaganna og eflir allan starfs- þrótt UMSE. UMSE hefur jafnan sent stóra sveit keppn- isfólks á landsmót UMFÍ. Myndin er af Eyfirðingum, er þeir gengu inn á leikvang- inn á landsmótinu á Laugarvatni 1965. SKINFAXl 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.