Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 13
ir tveimur meginhátíðum í samvinnu við aðra aðila. Önnur er svokallaður bænda- dagur Eyfirðinga, haldinn í samvinnu við búnaðarsambandið síðustu helgi í júlí. Þetta er almenn héraðshátíð og jafnan vel sótt. Hin er bindindismótið í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina, sem verður að teljast merkur þáttur í starfseminni. Síðan þetta mót komst á fót árið 1964 hefur skemmtanahald um þessa helgi gjörbreytt um svip til hins betra hér um slóðir. Aðgangseyri er mjög stillt í hóf á þessu móti, og það er hægt vegna mikillar sjálfboðavinnu við mótið. HSÞ og fleiri samtök eiga líka a^ild að þessu móti. — Hvernig er fjárhagur sambands- ins? — Reynslan hefur sýnt að með því að hafa starfsmann tekst að halda fjár- málunum í sæmilegu horfi, þótt f járhag- urinn sé jafnan mjög takmarkaður. UMSE fær fjárstyrk frá sýslu og flest- um sveitarfélögum á sambandssvæðinu og einnig frá menningarsjóði KEA. Við öflum fjár á ýmsa vegu, t. d. með áður- nefndum sumarhátíðum, þá eru nokkrar tekjur af útgáfu ársrits, jólakortaútgáfu, happdrætti o. fl. Þá má geta þess að bæði sýslan og KEA heiðruðu héraðs- sambandið með rausnarlegum fjárgjöf- um á afmælinu. — Hvernig minnizt þið afmælisins? — Héraðssambandið hélt í vetur samkomur á þremur stöðum í héraðinu, þar sem ungmennafélögin sáu um dag- skrána að verulegum hluta. Auk þess var haldið afmælishóf á Dalvík. í ár verður svo héraðsmótið með sérstökum hátíðarbrag vegna afmælisins. Þá verð- ur einnig gefið út sérstakt afmælisrit sambandsins. — Hvernig lízt þér á framtíðina? — Eg er sannfærður um að það er hægt að byggja upp öflugt starf í ung- mennafélögunum, ef það er skipulagt á réttan hátt, en þá þarf margt að athuga. Á sumum þéttbýlisstöðum eru orðin of mörg félög af ýmsu tæi, t. d. stúkur, ýmsir klúbbar, skógræktarfélög o. s. frv. Þetta verður til þess að ákaflega lítið verður úr starfi hvers og eins, og ég held að það sé misskilningur að dreifa félagskröftunum á þennan hátt, ekki sízt vegna þess að það skapar óæski- legt bil milli kynslóða, en slíkt bil hafa ungmennafélögin alltaf leitazt við að bnia. Sigvaldi Júliusson er einn þeirra íþrótta- manna, sem haldið hafa uppi heiðri Eyfirð- inga á siðustu árum. Hann sigraði m. a. í 1500 m. hlaupi á síðasta landsmóti UMFÍ. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.