Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 18
Jörgen Kjensli Noregi Stein Söbstad Noregi 8,35 8,31 Þess má geta að verndari Andrésar andar-leikanna var Sonja krónprinsessa sem var viðstödd mótið. Leikarnir eru skipulagðir af norska frjálsíþróttasam- bandinu, fþróttafélaginu í Kongsberg og af Donald Duck & Co. Frjálsíþrótta- samband íslands sá um undirbúning hér heima. Beztu f r j álsíþróttaaf rek íslendinga frá upphafi til 1972 heitir nýútkomin skrá, sem Ólafur Unnsteinsson hefur tek- ið saman og Frjálsíþróttasamband ís- lands gefur út. Skráin nær bæði yfir af- rek kvenna og karla, utaríhúss og innan. í skránni um karlagreinar utanhúss eru 100 beztu menn í hverri grein til- greindir. Þetta er hin gagnmerkasta heimild, og mikil vinna liggur í þessari stóru og vönduðu skrá. Fjöldi mynda af frjálsíþróttafólki prýðir ritið. Ritið fæst í Bókaverzlun ísafoldar, hjá FRÍ og á skrifstofu UMFÍ og kostar kr. 200,—. BLÁSKÓGA- SKOKKIÐ VARÐ VINSÆLT Það var trimmnefnd Héraðssambands- ins Skarphéðins sem efndi til Bláskóga- skokksins svonefnda, en það fór fram 2. júlí. Hlaupið var rúma 15 km. úr Gjábakkahrauni til Laugarvatns. Það voru hvorki meira né minna en 300 manns sem tók þátt í hlaupinu, og er það ánægjulegur vottur þess að fólk kunni að meta hollustu hreyfingarinnar og útiveru. Nokkrir kunnir keppnismenn tóku þátt í hlaupinu, og það kom engum á óvart að Jón H. Sigurðsson skyldi sigra með yfirburðum. Annar varð Hall- dór Matthíasson, Akureyri og þriðji Níels Níelsson. Nokkrir kornungir piltar veittu þessum köppum samt ótrúlega harða keppni og af þeim vakti Ágúst Þ. Gunn- arsson mesta athygli. Börn allt nið- ur í 10 ára aldur virtust Ijúka þrautinni léttilega, en sá elzti, Páll Hallbjömsson, var 74 ára. Þrautinni töldust þeir hafa lokið sem komu í mark innan þriggja klukkustunda eftir að lagt var af stað, og öllum þátttakendum tókst það. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.