Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 23
Nýtt félag í Mývatnssveit Á síðasta héraðsþingi HSÞ bættist hér- aðssambandinu nýtt félag: íþróttfélag- ið Eilífur í Mývatnssveit, sem stofnað var s. 1. vor og dregur nafn af góðkunnu fjalli norður þar. Við hittum að máli formann félags- ins, Jón Illugason, og spurðum frétta af félaginu. Kjarni félagssvæðisins er þéttbýlið sem myndazt hefur í Reykjahlíð. Jón kvað hafa verið orðið brýnt að koma upp aðstöðu til félags- og íþróttastarfa á þessum stað, ekki sízt fyrir þá yngstu. Eitt fyrsta og stærsta verkefni félags- ins var að koma á fót ungmennabúðum, og í þeim eru nú rúmlega 40 börn í tveimur aldursflokkum, 3 stundir á dag hvor hópur. Þar fá þau leiðbeiningar í starfi og leik. I ungmennabúðunum er rekinn starfsleikvöllur, hinn fyrsti á Norðurlandi. Þá em kenndar umferða- reglur og skyndihjálp og farnar skoðun- arferðir í nágrenninu. Margrét Bóas- dóttir veitti ungmennabúðunum for- stöðu. Jón kvað íþróttaáhuga vera mikinn á staðnum og hefðu verið allt að 40 manns á frjálsíþrótta- og knattspyrnu- æfingum félagsins í vor. Strax voru stofnaðar tvær deildir í félaginu, knatt- spyrnudeild og önnur er annast frjáls- ar íþróttir og sund, en þetta væru þær íþróttagreinar, sem lögð yrði áherzla á nú þegar. Félaginu er ætlað að starfa algerlega á sama grundvelli og ung- mennafélögin, og á næstunni verða stofnaðar skíðadeild og allsherjardeild sem mun annast hin ýmsu félagslegu og verklegu verkefni. Félagið tekur þegar á þessu ári þátt í héraðsmótum HSÞ, og fyrir skömmu fékk það óvænta eldskírn í knattspyrn- unni. Skozka liðið Celtic, sem var hér í keppnisferð og kom í kynnisferð til Mývatns, keppi við lið Eilífs. Að vísu Ungmennafélögin þurfa líka að stuöla aö starfsvettvangi fyrir hina yngstu. Hér eru tvö ánægð börn, sem fengið hafa verðlaun fyrir húsið, sem þau reistu á starfsleikvelli íf. Eilifs. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.