Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 11
landinu 1927. Dalvíkingar og aðrir sveit-
ungar hér voru þá ekki að hika við að
ganga þennan spöl til þess að geta iðk-
að sund, og þátttakan var meiri þá en
síðan bílarnir tóku að flytja fólkið þang-
að.
— Er ekki margs að minnast úr
íþróttalífinu frá æskuárunum?
— Jú, ef bornar eru saman aðstæð-
urnar og áhugann fyrr og nú, kemur
margt furðulegt í ljós. Skömmu eftir
1920 var komið hér á fót vísi að íþrótta-
móti og keppt hér í nágrenninu á mjög
ósléttu landi. Ég man t. d. eftir hörku-
keppni í langhlaupi sem var raunar hið
mesta torfæruhlaup. Meðal þátttakenda
voru tveir ungir menn, sem nú eru báðir
prófessorar við Háskólann, þeir Snorri
Hallgrímsson og Júlíus Sigurjónsson.
Þeir tóku líka báðir þátt í sundkeppn-
inni þegar Sundlaug Svarfadæla var vígð.
Sá, sem hefur mest og bezt unnið að
sundmálum hér um slóðir, er Kristján
Jónsson. Hann kenndi fyrst í kaldri tjörn
hér í nánd við þorpið, og síðar fór hann
með hópa með sér í sundlaugina. Hann
tengdi líka sundkennslu sína atvinnu-
lífi sjávarþorpsins, æfði menn í að synda
í sjó og ná landi á sundi í brimi.
— Réttlæta ekki nýir þjóðfélagshætt-
ir nýjar kröfur unglinganna
— Jú, að vissu leyti, en það er hætta
á ferðum þegar allt snýst um peninga og
þeir eru mælikvarðinn á alla hluti.
Þessa hættu hefur auðvitað eldri kyn-
slóðin leitt yfir unglingana, en mér er
engin launung á því, að ég tel vaxandi
tilhneigingu hjá ungu fólki til að krefj-
ast of mikils af öðrum en of lítils aí
sjálfu sér og kenna öðrum um ef á bjáf
ar. Mín ósk er sú að unga fólkið temji
sér meiri reglusemi og skyldurækni bæði
við sjálft sig og aðra.
Þetta er gömul
mynd af Sundskála
Svarfdæla ásamt
stoltum hópi sund-
fólks norður þar á
þriðja tug aldar-
innar. I’etta merka
mannvirki var reist
1927 og er enn mjög
vel við haldið.
SKINFAXt
11